14 pör hjá Ólafíu í dag Ástrós Ýr Eggertsdóttir skrifar 3. september 2017 21:00 Ólafía Þórunn. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á Cambia Portland Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía var fyrir daginn á 5 höggum undir pari. Ólafía lagði af stað um klukkan fjögur í dag, byrjaði fyrstu níu holurnar ágætlega. Hún fór fyrstu fjórar á pari, en fékk svo skolla á fimmtu holu. Okkar kona var þó ekki lengi að bæta fyrir það og fékk fugl strax á næstu holu. Næsti fugl kom svo strax á sjöundu holu, og Ólafía því komin sex högg undir parið. Næst fylgdu tvö pör og var Ólafía því á sex höggum undir eftir 9 holur. Seinni níu holurnar fóru ekki alveg eins vel, en Ólafía fékk einn skolla og átta pör. Samtals lék Ólafía fyrir 14 pörum í dag, og lék allan hringinn á 72 höggum, eða pari vallarins. Þegar þessi frétt var skrifuð var Ólafía í 39.-40. sæti og enn þó nokkuð af kylfingum sem áttu eftir að ljúka leik. Vísir var með beina textalýsingu af seinni níu holum Ólafíu og má lesa hana hér að neðan. Mótið er enn í gangi og má sjá beina útsendingu frá mótinu á Stöð 2 Sport 4.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag lokahringinn á Cambia Portland Classic mótinu á LPGA mótaröðinni í golfi. Ólafía var fyrir daginn á 5 höggum undir pari. Ólafía lagði af stað um klukkan fjögur í dag, byrjaði fyrstu níu holurnar ágætlega. Hún fór fyrstu fjórar á pari, en fékk svo skolla á fimmtu holu. Okkar kona var þó ekki lengi að bæta fyrir það og fékk fugl strax á næstu holu. Næsti fugl kom svo strax á sjöundu holu, og Ólafía því komin sex högg undir parið. Næst fylgdu tvö pör og var Ólafía því á sex höggum undir eftir 9 holur. Seinni níu holurnar fóru ekki alveg eins vel, en Ólafía fékk einn skolla og átta pör. Samtals lék Ólafía fyrir 14 pörum í dag, og lék allan hringinn á 72 höggum, eða pari vallarins. Þegar þessi frétt var skrifuð var Ólafía í 39.-40. sæti og enn þó nokkuð af kylfingum sem áttu eftir að ljúka leik. Vísir var með beina textalýsingu af seinni níu holum Ólafíu og má lesa hana hér að neðan. Mótið er enn í gangi og má sjá beina útsendingu frá mótinu á Stöð 2 Sport 4.
Golf Mest lesið Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Skytturnar gengu frá Englandsmeisturunum Enski boltinn Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Handbolti Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Fótbolti „Vertu auðmjúkur“ leikurinn, taka tvö Enski boltinn Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira