Gaman að lifa Magnús Guðmundsson skrifar 4. september 2017 07:00 Hvernig líður þér? Hvernig hafa krakkarnir það? Mamma þín? Þú og þitt fólk? Okkur er tamt að spyrja hvert annað um líðan og velferð þeirra sem við þekkjum og látum okkur annt um. Og þó svo ekki sé alltaf gert ráð fyrir alveg 100 prósent heiðarlegu svari og kurteisisbragur sé á samræðunum þá segir þetta okkur heilmikið um það hvað skiptir máli í lífinu. Velferð fólks og líðan skiptir okkur máli – blessunarlega. Margrét Helga Jóhannesdóttir leikkona benti á það samfélagsmein í viðtali hér á síðum blaðsins á laugardaginn að í íslensku samfélagi sé alltaf talað um peninga en aldrei um mannúð eða velferð. Tilefnið fyrir ábendingunni er gagnrýni Margrétar Helgu á að lífeyrisþegum sé með óréttlátum hætti refsað fyrir það að vinna. Það er túlkunaratriði en þó er óhætt að segja að kerfið sé að minnsta kosti letjandi. Kerfið letur lífeyrisþega til þess að vera áfram virkir í atvinnulífinu og sækja sér þangað félagsskap og lífsfyllingu með því að leggja sitt af mörkum og uppskera í samræmi við það með sanngjörnum hætti. Þessi einangrunarstefna er gott dæmi um það hvernig peningar eru hér upphaf og endir alls, á meðan gildi eins og mannúð og velferð eru lögð á krónukvarða. Hvað kostar þetta? Það er spurningin sem öllu ræður og engu eyrir. Hvernig líður þér? Þetta er spurningin sem við öll, og íslensk stjórnmál sérstaklega, þurfum að spyrja og leitast við að svara í opinnni einlægri umræðu. Stjórnmál sem snúast bara um peninga en ekki raunveruleg gildi á borð við líðan okkar og velferð eru á afleitri leið. Þetta er umræða sem liggur í skotgrafarhernaði flokkanna og eins og í öðrum hernaði þá er mannúðin látin liggja á milli hluta og það jafnvel þó svo óbreyttir falli í einsemd og vanlíðan eins og veruleikinn er í dag. Það eru ekki aðeins lífeyrisþegar sem tapa á þessari umræðu. Það er reyndar erfitt að sýna fram á að samfélagið tapi fjármunum með því að halda þessu fólki frá vinnu, þvert á móti, en látum það liggja á milli hluta. Samfélagið þarf á vinnandi höndum að halda. Skólarnir hafa verið í sinni árstíðabundnu og allt að því örvæntingarfullu leit að starfsfólki að undanförnu, víða vantar fólk til alls konar starfa og svo má horfa til vaxandi greina á borð við kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð. Þar er auðvitað brýn þörf á því að geta speglað allan aldur samfélagsins. Hvað hefði okkur til að mynda fundist um kvikmyndina Börn náttúrunnar ef aðalpersónurnar hefðu verið á miðjum aldri? Það er hætt við að án Sigríðar Hagalín og Gísla Halldórssonar hefði tilnefning til Óskarsverðlauna vart orðið að veruleika. Við þurfum nefnilega að muna að mannúð og mannréttindi eiga að ná yfir öll aldursskeið rétt eins og landamæri og að ekkert okkar hefur rétt til þess að hengja verðmiða á líf annarra og velferð. Því eins og segir í stökunni góðu eftir Húsvíkinginn Kristján Ólason: Þegar víkur vetrarnótt / og vorsins fuglar klifa. / Gömlum manni getur þótt / gaman enn að lifa.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. september. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Magnús Guðmundsson Skoðun Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Hvernig líður þér? Hvernig hafa krakkarnir það? Mamma þín? Þú og þitt fólk? Okkur er tamt að spyrja hvert annað um líðan og velferð þeirra sem við þekkjum og látum okkur annt um. Og þó svo ekki sé alltaf gert ráð fyrir alveg 100 prósent heiðarlegu svari og kurteisisbragur sé á samræðunum þá segir þetta okkur heilmikið um það hvað skiptir máli í lífinu. Velferð fólks og líðan skiptir okkur máli – blessunarlega. Margrét Helga Jóhannesdóttir leikkona benti á það samfélagsmein í viðtali hér á síðum blaðsins á laugardaginn að í íslensku samfélagi sé alltaf talað um peninga en aldrei um mannúð eða velferð. Tilefnið fyrir ábendingunni er gagnrýni Margrétar Helgu á að lífeyrisþegum sé með óréttlátum hætti refsað fyrir það að vinna. Það er túlkunaratriði en þó er óhætt að segja að kerfið sé að minnsta kosti letjandi. Kerfið letur lífeyrisþega til þess að vera áfram virkir í atvinnulífinu og sækja sér þangað félagsskap og lífsfyllingu með því að leggja sitt af mörkum og uppskera í samræmi við það með sanngjörnum hætti. Þessi einangrunarstefna er gott dæmi um það hvernig peningar eru hér upphaf og endir alls, á meðan gildi eins og mannúð og velferð eru lögð á krónukvarða. Hvað kostar þetta? Það er spurningin sem öllu ræður og engu eyrir. Hvernig líður þér? Þetta er spurningin sem við öll, og íslensk stjórnmál sérstaklega, þurfum að spyrja og leitast við að svara í opinnni einlægri umræðu. Stjórnmál sem snúast bara um peninga en ekki raunveruleg gildi á borð við líðan okkar og velferð eru á afleitri leið. Þetta er umræða sem liggur í skotgrafarhernaði flokkanna og eins og í öðrum hernaði þá er mannúðin látin liggja á milli hluta og það jafnvel þó svo óbreyttir falli í einsemd og vanlíðan eins og veruleikinn er í dag. Það eru ekki aðeins lífeyrisþegar sem tapa á þessari umræðu. Það er reyndar erfitt að sýna fram á að samfélagið tapi fjármunum með því að halda þessu fólki frá vinnu, þvert á móti, en látum það liggja á milli hluta. Samfélagið þarf á vinnandi höndum að halda. Skólarnir hafa verið í sinni árstíðabundnu og allt að því örvæntingarfullu leit að starfsfólki að undanförnu, víða vantar fólk til alls konar starfa og svo má horfa til vaxandi greina á borð við kvikmynda- og sjónvarpsþáttagerð. Þar er auðvitað brýn þörf á því að geta speglað allan aldur samfélagsins. Hvað hefði okkur til að mynda fundist um kvikmyndina Börn náttúrunnar ef aðalpersónurnar hefðu verið á miðjum aldri? Það er hætt við að án Sigríðar Hagalín og Gísla Halldórssonar hefði tilnefning til Óskarsverðlauna vart orðið að veruleika. Við þurfum nefnilega að muna að mannúð og mannréttindi eiga að ná yfir öll aldursskeið rétt eins og landamæri og að ekkert okkar hefur rétt til þess að hengja verðmiða á líf annarra og velferð. Því eins og segir í stökunni góðu eftir Húsvíkinginn Kristján Ólason: Þegar víkur vetrarnótt / og vorsins fuglar klifa. / Gömlum manni getur þótt / gaman enn að lifa.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu 4. september.
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun
Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir Skoðun