Þorsteinn vill taka flóttamannaumræðuna: Hagvöxtur og velmegun minni án innflytjenda Bjarki Ármannsson skrifar 3. september 2017 14:36 Þorsteinn með sýrlenskum flóttamönnum sem íslensk stjórnvöld buðu að setjast að hér á landi um síðustu áramót. Vísir/Stefán „Staðreyndin er nefnilega sú að hagvöxtur hefði verið hér minni, velgmegun minni og velferðarkerfið veikara ef ekki hefði notið við aðstoðar innflytjenda; flóttamanna sem og annarra.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra í færslu um móttöku flóttamanna á Facebook-síðu sinni í dag. Þorsteinn gagnrýnir þar þá sem „stilli móttöku flóttamanna og framlögum til velferðarkerfisins upp sem andstæðum“ og ali þannig á andúð í garð innflytjenda. „Í hvert sinn sem málefni flóttamanna ber á góma rísa hér upp raddir sem gagnrýna að við séum að liðsinna fólki í neyð,“ skrifar Þorsteinn. „Gjarnan er þeim rökum beitt að valið standi milli þess að liðsinna flóttamönnum eða lyfta undir með fátækum Íslendingum með auknum framlögum til örorku- eða ellilífeyris. Eins og ekki sé hægt að gera bæði.“ Ráðherrann beinir orðum sínum meðal annars að nýjum stjórnmálaflokki sem hann segir nú að sækja í sig veðrið undir merkjum þessarar hugmyndafræði. Þorsteinn nefnir flokkinn ekki á nafn en gera má því skóna að hann eigi við Flokk fólksins, en fylgi hans hefur rokið upp í skoðanakönnunum að undanförnu. Formaður þess flokks, Inga Sæland, gagnrýndi Þorstein í viðtali við Vísi í sumar og sagði hann varla geta verið í tengslum við alþýðuna í landinu. Þorsteinn segir í færslu sinni um 36 þúsund fleiri erlenda ríkisborgara hafa flutt til landsins en frá því á tímabilinu frá 1961 til 2016 og spyr hvernig okkur hefði gengið að sinna mikilvægum þjónustustörfum hér á landi án þeirra. „Tökum þessa umræðu!“ skrifar Þorsteinn og vísar til þeirra sem gagnrýna móttöku flóttamanna, oft með yfirlýsingum um að það skorti kjark til að „taka umræðuna.“Færslu ráðherrans í heild sinni má lesa hér að neðan. Flóttamenn Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira
„Staðreyndin er nefnilega sú að hagvöxtur hefði verið hér minni, velgmegun minni og velferðarkerfið veikara ef ekki hefði notið við aðstoðar innflytjenda; flóttamanna sem og annarra.“ Þetta segir Þorsteinn Víglundsson félagsmálaráðherra í færslu um móttöku flóttamanna á Facebook-síðu sinni í dag. Þorsteinn gagnrýnir þar þá sem „stilli móttöku flóttamanna og framlögum til velferðarkerfisins upp sem andstæðum“ og ali þannig á andúð í garð innflytjenda. „Í hvert sinn sem málefni flóttamanna ber á góma rísa hér upp raddir sem gagnrýna að við séum að liðsinna fólki í neyð,“ skrifar Þorsteinn. „Gjarnan er þeim rökum beitt að valið standi milli þess að liðsinna flóttamönnum eða lyfta undir með fátækum Íslendingum með auknum framlögum til örorku- eða ellilífeyris. Eins og ekki sé hægt að gera bæði.“ Ráðherrann beinir orðum sínum meðal annars að nýjum stjórnmálaflokki sem hann segir nú að sækja í sig veðrið undir merkjum þessarar hugmyndafræði. Þorsteinn nefnir flokkinn ekki á nafn en gera má því skóna að hann eigi við Flokk fólksins, en fylgi hans hefur rokið upp í skoðanakönnunum að undanförnu. Formaður þess flokks, Inga Sæland, gagnrýndi Þorstein í viðtali við Vísi í sumar og sagði hann varla geta verið í tengslum við alþýðuna í landinu. Þorsteinn segir í færslu sinni um 36 þúsund fleiri erlenda ríkisborgara hafa flutt til landsins en frá því á tímabilinu frá 1961 til 2016 og spyr hvernig okkur hefði gengið að sinna mikilvægum þjónustustörfum hér á landi án þeirra. „Tökum þessa umræðu!“ skrifar Þorsteinn og vísar til þeirra sem gagnrýna móttöku flóttamanna, oft með yfirlýsingum um að það skorti kjark til að „taka umræðuna.“Færslu ráðherrans í heild sinni má lesa hér að neðan.
Flóttamenn Mest lesið Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Innlent Þrjú banaslys á fjórum dögum Innlent Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Innlent Barn á öðru aldursári lést Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Fleiri fréttir Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Sjá meira