Leggur til að gæludýr verði leyfð á veitingastöðum Hersir Aron Ólafsson og Hulda Hólmkelsdóttir skrifa 3. september 2017 14:00 Hneta fékk ekki að fara með eiganda sínum Magnúsi inn á Dunkin Donuts í sumar. Vísir/Anton Brink Gæludýraeigendum verður gert kleift að hafa dýrin sín með á veitingastaði og kaffihús ef nýjar tillögur Bjartar Ólafsdóttur umhverfisráðherra verða að veruleika. Ráðherrann segir að um tímabærar breytingar sé að ræða. Björt Ólafsdóttir kynnti tillögurnar á ársfundi Bjartrar framtíðar í gær. Miðað er við að breyta reglugerðum þannig að veitingamönnum verði í sjálfvald sett hvort þeir leyfi gæludýr á sínum stöðum. „Jú mér finnst þetta mjög tímabært. Mér finnst þetta sjálfsagt mál,“ segir Björt.Einungis um einkarekna staði að ræða Hún segir þó að enginn verði þvingaður til að umgangast gæludýr.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/Anton Brink„Við erum eingöngu að fjalla um staði sem eru reknir af einkaaðilum sem vilja bjóða gæludýr velkomin. En þetta á ekki við um opinbera staði þar sem fólk hefur ekki val um hvort það sækir sína þjónustu eða ekki.“ Björt telur hins vegar tímabært að minnka afskipti hins opinbera af rekstri einkaaðila hvað þetta varðar. „Við höfum kannski verið að banna hluti sem ættu að vera undir sjálfsákvörðunarrétti einstaklinganna komið. En auðvitað skiptir máli að við horfum á öll sjónarmið í þessum efnum og vegum og metum hvort við séum að sinna almannahag. Hvað þetta varðar, hvað veitingastaði varðar, ef veitingamenn vilja bjóða gæludýr gesta á staðnum velkomin þá ætlum við einfaldlega að leyfa það.“ Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira
Gæludýraeigendum verður gert kleift að hafa dýrin sín með á veitingastaði og kaffihús ef nýjar tillögur Bjartar Ólafsdóttur umhverfisráðherra verða að veruleika. Ráðherrann segir að um tímabærar breytingar sé að ræða. Björt Ólafsdóttir kynnti tillögurnar á ársfundi Bjartrar framtíðar í gær. Miðað er við að breyta reglugerðum þannig að veitingamönnum verði í sjálfvald sett hvort þeir leyfi gæludýr á sínum stöðum. „Jú mér finnst þetta mjög tímabært. Mér finnst þetta sjálfsagt mál,“ segir Björt.Einungis um einkarekna staði að ræða Hún segir þó að enginn verði þvingaður til að umgangast gæludýr.Björt Ólafsdóttir, umhverfisráðherra.Vísir/Anton Brink„Við erum eingöngu að fjalla um staði sem eru reknir af einkaaðilum sem vilja bjóða gæludýr velkomin. En þetta á ekki við um opinbera staði þar sem fólk hefur ekki val um hvort það sækir sína þjónustu eða ekki.“ Björt telur hins vegar tímabært að minnka afskipti hins opinbera af rekstri einkaaðila hvað þetta varðar. „Við höfum kannski verið að banna hluti sem ættu að vera undir sjálfsákvörðunarrétti einstaklinganna komið. En auðvitað skiptir máli að við horfum á öll sjónarmið í þessum efnum og vegum og metum hvort við séum að sinna almannahag. Hvað þetta varðar, hvað veitingastaði varðar, ef veitingamenn vilja bjóða gæludýr gesta á staðnum velkomin þá ætlum við einfaldlega að leyfa það.“
Stj.mál Mest lesið Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Innlent Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Innlent Lögreglan lýsir dauða Hackman og konu hans sem „grunsamlegum“ Erlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Innlent Konan er fundin Innlent Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum Innlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent María Heimisdóttir skipuð landlæknir Innlent Fleiri fréttir Taka tillit til „miklu, miklu meiri“ hækkana kennara Ráðherra ætlar að banna síma í skólum Segist nauðbeygður til að gagnrýna Guðrúnu á Facebook fyrst hún svari ekki póstum Keppa í dansi á heimsleikum Special Olympics Fleiri strætóferðir næsta haust og hætt við fækkun bílastæða Óttast launaskrið og aukna verðbólgu Uppsögnin komi SFV í opna skjöldu Verðbólguótti, snjallsímabann í haust og Trump-tollar Sætta sig ekki við rafræna undirritun á stefnu Fær þyngri dóm fyrir að spyrja „er þetta hann?“ og stinga svo mann María Heimisdóttir skipuð landlæknir Ekki valin en draumurinn lifir Segja upp samningum 2.300 félagsmanna sem vinna á hjúkrunarheimilum „Við skulum aðeins róa okkur, fókus“ Ógeðfelldar lýsingar í ákæru á hendur Kristjáni Markúsi Jakob nýr formaður Rafiðnaðarsambandsins Ríkisstjórnin fundar í Reykjanesbæ Vilja komast í bækur bankanna án dómsúrskurðar Flokki fólksins einum refsað „Höfum verulegar áhyggjur af þeirri hlið málsins“ Kennarasamningar koma ASÍ í opna skjöldu Nafn mannsins sem lést á Þingvallavegi Ákvarðanir um sviptingu teknar með flugöryggi í huga Konan er fundin Brýnustu verkefnin í borginni í Pallborði Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Sjá meira