Guðlaug Kristjánsdóttir nýr stjórnarformaður Bjartrar framtíðar Nína Hjördís Þorkelsdóttir skrifar 2. september 2017 18:12 Guðlaug Kristjánsdóttir er stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. mynd/Björt framtíð Guðlaug Kristjánsdóttir hefur verið kjörin nýr stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Ársfundur flokksins fór fram í dag. „Þetta er svolítið tilfinningaþrungið – merkilegt nokk – en það er gott að finna meðbyr,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu Vísis. Tveir voru í framboði til stjórnarformanns en ásamt Guðlaugu gaf G. Valdemar Valdemarsson kost á sér. Hlaut Guðlaug 48 atkvæði en G. Valdemar 28. Guðlaug er oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði og forseti bæjarstjórnar. Hún starfar sem verkefnastjóri í hálfu starfi hjá námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ. Guðlaug gegndi formennsku Bandalags háskólamanna á árunum 2008 – 2014 og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir félagið. Aðspurð um helstu áherslumál sín í nýju hlutverki fullyrti Guðlaug að hún hefði í hyggju að hlúa að tengslum þingflokksins og sveitarstjórnarstigsins. „Ég bauð mig fram vegna þess að mér finnst mikilvægt í þessum flokki að stjórnarformaðurinn tengi vel saman sveitastjórnarstigið og þingið og það er mikið annríki á öllum stöðum. Við erum lítill flokkur með litla yfirbyggingu en erum með fólk í hlutverkum vítt og breitt, bæði í meirihlutum og í ríkisstjórn.“Frá ársfundi Bjartrar framtíðar í dag.mynd/vísirÞurfum að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf Í framboðsræðu minntist Guðlaug meðal annars á þjóðfélagsumræðuna og að hún teldi að bæta þyrfti viðbragðsflýtinn af hálfu flokksins, hvort sem áreitið kæmi að utan, innan eða úr grasrótinni. „Við þurfum að fara inn í umræðuna í samfélaginu þegar hún er, ekki bíða,“ sagði í ræðunni. Ræðu Guðlaugar má lesa í heild sinni hér. Aðspurð um hvort henni þætti ómaklega vegið að Bjartri framtíð í almennri umræðu svaraði Guðlaug að hún yrði oft vör við slíkt. „Ég segi [í framboðsræðunni] að það séu ýmsir sjálfskipaðir talsmenn fyrir okkur sem virðast nú ekki endilega hafa kynnt sér stefnuna áður en þeir tjá sig um hana. Það er svo sem ekkert við því að gera, við þurfum einfaldlega að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf.“ Fráfarandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar er Eva Einarsdóttir. Stj.mál Tengdar fréttir Björt framtíð mælist með 2,9 prósent fylgi Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR. 20. júní 2017 11:32 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Guðlaug Kristjánsdóttir hefur verið kjörin nýr stjórnarformaður Bjartrar framtíðar. Ársfundur flokksins fór fram í dag. „Þetta er svolítið tilfinningaþrungið – merkilegt nokk – en það er gott að finna meðbyr,“ sagði Guðlaug í samtali við fréttastofu Vísis. Tveir voru í framboði til stjórnarformanns en ásamt Guðlaugu gaf G. Valdemar Valdemarsson kost á sér. Hlaut Guðlaug 48 atkvæði en G. Valdemar 28. Guðlaug er oddviti Bjartrar framtíðar í Hafnarfirði og forseti bæjarstjórnar. Hún starfar sem verkefnastjóri í hálfu starfi hjá námsbraut í sjúkraþjálfun við HÍ. Guðlaug gegndi formennsku Bandalags háskólamanna á árunum 2008 – 2014 og hefur gegnt fjölda trúnaðarstarfa fyrir félagið. Aðspurð um helstu áherslumál sín í nýju hlutverki fullyrti Guðlaug að hún hefði í hyggju að hlúa að tengslum þingflokksins og sveitarstjórnarstigsins. „Ég bauð mig fram vegna þess að mér finnst mikilvægt í þessum flokki að stjórnarformaðurinn tengi vel saman sveitastjórnarstigið og þingið og það er mikið annríki á öllum stöðum. Við erum lítill flokkur með litla yfirbyggingu en erum með fólk í hlutverkum vítt og breitt, bæði í meirihlutum og í ríkisstjórn.“Frá ársfundi Bjartrar framtíðar í dag.mynd/vísirÞurfum að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf Í framboðsræðu minntist Guðlaug meðal annars á þjóðfélagsumræðuna og að hún teldi að bæta þyrfti viðbragðsflýtinn af hálfu flokksins, hvort sem áreitið kæmi að utan, innan eða úr grasrótinni. „Við þurfum að fara inn í umræðuna í samfélaginu þegar hún er, ekki bíða,“ sagði í ræðunni. Ræðu Guðlaugar má lesa í heild sinni hér. Aðspurð um hvort henni þætti ómaklega vegið að Bjartri framtíð í almennri umræðu svaraði Guðlaug að hún yrði oft vör við slíkt. „Ég segi [í framboðsræðunni] að það séu ýmsir sjálfskipaðir talsmenn fyrir okkur sem virðast nú ekki endilega hafa kynnt sér stefnuna áður en þeir tjá sig um hana. Það er svo sem ekkert við því að gera, við þurfum einfaldlega að vera dugleg við að segja okkar sögu sjálf.“ Fráfarandi stjórnarformaður Bjartrar framtíðar er Eva Einarsdóttir.
Stj.mál Tengdar fréttir Björt framtíð mælist með 2,9 prósent fylgi Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR. 20. júní 2017 11:32 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Björt framtíð mælist með 2,9 prósent fylgi Stuðningur við ríkisstjórnina mælist 30,9 prósent samkvæmt nýrri könnun MMR. 20. júní 2017 11:32