Hugarheimur og sjálfsmynd þjóðarinnar Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 2. september 2017 10:15 Birkir segist vera bæði spenntur og stressaður fyrir útgáfudeginum. Visir/Anton Brink Ég bara fékk hugmynd sem mér fannst fyndin, settist niður og skrifaði,“ segir Birkir Blær Ingólfsson handritshöfundur og fréttamaður um ritgerð sem gefin verður út sem bók í dag af Partusi. „Bókin fjallar um þjóðsöguna Sálin hans Jóns míns, um konuna sem gengur til himna og valtar yfir alla dýrlingana og Guð til að dúndra eiginmanni sínum fram hjá kerfinu inn í Paradís. Ég velti því fyrir mér hvort þetta hugarfar endurspeglist ekki stundum í íslensku þjóðinni sem er oft sannfærð um að hún eigi að fá sérmeðferð í hinu og þessu. Þegar ég byrjaði að skrifa hrönnuðust upp dæmi um þetta viðhorf víða í þjóðfélaginu svo ég gat ekki hætt og allt í einu var ég kominn með ritgerð.“ Partus gefur bókina út með viðhöfn sem hefst klukkan 14 í dag í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Allir eru velkomnir. Þar verður pallborð sem Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri og Birkir Blær sitja í og spjalla um efnið sem ritgerðin fjallar um. „Ég er spenntur og stressaður,“ segir Birkir Blær sem skrifaði efnið algerlega af eigin hvötum en ekki í tengslum við nám. „Það virðist vera í tísku, bæði á Íslandi og erlendis, að skrifa ritgerðir, óskáldaðan skáldskap, ég veit ekkert af hverju. Kannski er fólk að reyna að botna í raunveruleikanum sem allt í einu er orðinn svo hraður að maður nær ekki að melta neitt áður en það er fokið út í buskann,“ segir hann. Þetta er fyrsta efnið sem Partus gefur út í nýrri ritröð sem nefnist Fræ. Þar er stefnan að gefa út stuttar ritgerðir um eitt og annað. „Þetta eru fræði en aðeins afslappaðri en venjuleg akademísk fræði, þau eru oft svo „upp í nef rignandi“ að manni finnst maður ekkert botna í þeim,“ segir Birkir Blær. „Þetta er svona skemmtilegt og afslappað.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september. Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Ég bara fékk hugmynd sem mér fannst fyndin, settist niður og skrifaði,“ segir Birkir Blær Ingólfsson handritshöfundur og fréttamaður um ritgerð sem gefin verður út sem bók í dag af Partusi. „Bókin fjallar um þjóðsöguna Sálin hans Jóns míns, um konuna sem gengur til himna og valtar yfir alla dýrlingana og Guð til að dúndra eiginmanni sínum fram hjá kerfinu inn í Paradís. Ég velti því fyrir mér hvort þetta hugarfar endurspeglist ekki stundum í íslensku þjóðinni sem er oft sannfærð um að hún eigi að fá sérmeðferð í hinu og þessu. Þegar ég byrjaði að skrifa hrönnuðust upp dæmi um þetta viðhorf víða í þjóðfélaginu svo ég gat ekki hætt og allt í einu var ég kominn með ritgerð.“ Partus gefur bókina út með viðhöfn sem hefst klukkan 14 í dag í Safnahúsinu við Hverfisgötu. Allir eru velkomnir. Þar verður pallborð sem Bryndís Björgvinsdóttir þjóðfræðingur, Margrét Hallgrímsdóttir þjóðminjavörður, Þorleifur Örn Arnarson leikstjóri og Birkir Blær sitja í og spjalla um efnið sem ritgerðin fjallar um. „Ég er spenntur og stressaður,“ segir Birkir Blær sem skrifaði efnið algerlega af eigin hvötum en ekki í tengslum við nám. „Það virðist vera í tísku, bæði á Íslandi og erlendis, að skrifa ritgerðir, óskáldaðan skáldskap, ég veit ekkert af hverju. Kannski er fólk að reyna að botna í raunveruleikanum sem allt í einu er orðinn svo hraður að maður nær ekki að melta neitt áður en það er fokið út í buskann,“ segir hann. Þetta er fyrsta efnið sem Partus gefur út í nýrri ritröð sem nefnist Fræ. Þar er stefnan að gefa út stuttar ritgerðir um eitt og annað. „Þetta eru fræði en aðeins afslappaðri en venjuleg akademísk fræði, þau eru oft svo „upp í nef rignandi“ að manni finnst maður ekkert botna í þeim,“ segir Birkir Blær. „Þetta er svona skemmtilegt og afslappað.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 2. september.
Menning Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira