Formúla 1

Mercedes menn fljótastir á föstudagsæfingum á Monza

Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar
Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur á seinni æfingu dagsins.
Valtteri Bottas á Mercedes var fljótastur á seinni æfingu dagsins. Vísir/Getty
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrri æfingu dagsins á Monza brautinni. Liðsfélagi hans, Valtteri Bottas varð annar á fyrri æfingunni og fljótastur á þeirri seinni.

Fyrri æfingin

Sebastian Vettel á Ferrari varð þriðji á fyrri æfingunni rúmlega sekúndu á eftir Hamilton. Ökumenn fóru snemma af stað út á brautina. Ítalska veðrið gerði sig líklegt til að væta upp í viðstöddum.

Kimi Raikkonen á Ferrari varð fjórði rétt á eftir Vettel. Mercedes, Ferrari, Red Bull og Force India fylltu upp í fyrstu átta sætin á æfingunni. Stoffel Vandoorne varð níundi á McLaren bílnum.

Rigningin lét svo sjá sig þegar 15 mínútur voru eftir. Haas breytti áætlun sinni vegna rigningaspár. Til stóð að leyfa Antonio Giovonazzi að aka bíl Kevin Magnussen á æfingunni. Ekkert varð þó úr því.

Sebastian Vettel á Ferrari yrði afar vinsæll hjá dyggustu stuðningsmönnum Ferrari sem kalla sig Tifosi ef honum tækist að vinna á heimavelli liðsins á sunnudag.Vísir/Getty
Seinni æfingin

Hamilton varð annar á æfingunni. Vettel varð aftur þriðji en nú töluvert nær Mercedes-mönnum. Hann var 0,14 sekúndum á eftir Bottas. Ökumenn McLaren liðsins komu sér í átunda og níunda sæti. Honda vélin hefur sennilega ekki náð þessum framförum heldur eru aðrir að aka á minna afli og að æfa lengri aksturskafla.

Fernando Alonso á McLaren mun hljóta að lágmarki 35 sæta afturfærslu á ráslínu vegna nýrra íhluta í vél sem hann hefur tekið í notkun. Carlos Sainz mun færast aftur um 10 sæti á ráslínu eftir að hann þarf nýja vélarrafal í Toro Rosso bíl sinn. Vélin gaf sig hjá Spánverjanum.

Magnussen lagði bíl sínum á lokamínútum æfingarinnar við Ascari beygjurnar með brotna fjöðrun.

Bein útsending frá tímatökunni á Monza hefst klukkan 11:50 á morgun á Stöð 2 Sport. Bein útsending frá keppninni hefst klukkan 11:30 á sunnudag, á Stöð 2 Sport.

Hér að neðan má sjá öll helstu úrslit helgarinnar á gagnvirku brautarkorti.


Tengdar fréttir

Bílskúrinn: Baráttan harðnaði í Belgíu

Lewis Hamilton vann belgíska kappaksturinn um helgina. Með því saxaði hann forskot Sebastian Vettel í heimsmeistarakeppni ökumanna niður um helming.

Hamilton: Ég kom hingað til að sækja sigur

Lewis Hamilton kom fyrstur í mark í belgíska kappakstrinum í Formúlu 1 í dag. Hann var undir pressu alla keppnina frá Sebastian Vettel. Hver sagði hvað eftir keppnina?




Fleiri fréttir

Sjá meira


×