Þriðja kynslóð Porsche Cayenne kynnt Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2017 11:30 Þriðja kynslóð Porsche Cayenne. Porsche kynnti nýja kynslóð Cayenne jeppa síns fyrir örfáum dögum og fer þar þriðja kynslóð jeppans vinsæla sem breytti svo miklu fyrir rekstur Porsche fyrirtækisins. Porsche hefur selt 760.000 Cayenne jeppa frá árinu 2002 og 500.000 þeirra er af annarri kynslóð bílsins. Aðeins einn bíll í sögu Porsche fyrirtækisins hefur selst í meira magni frá upphafi, Porsche 911, en af honum hafa selst ein milljón eintaka og náðist það takmark í maí á þessu ári. Ekki er hægt að segja að gríðarlegar útlitsbreytingar hafi orðið á milli annarrar og þriðju kynslóðar Cayenne, en mest er þó breytingin að aftan og hann er að auki allur nettari og straumlínulagaðri að framan og með nýju grilli. Átta sentimetrum lengri og 15% stærra skottrými Bíllinn er nú tæplega 8 cm lengri og hefur það stækkað innanrýmið. Meira pláss er fyrir farþega og skottrýmið hefur stækkað um heil 15%. Þrátt fyrir stækkun jeppans hefur vigt hans minnkað um 65 kíló og munar um minna. Mikil notkun áls á þar stóran þátt, bæði á ytra byrði og í undirvagni. Aflminnsta vélin í boði í Cayenne er enn 3,0 lítra V6 vél sem í fyrri gerð skilaði 300 hestöflum en nú 340. Cayenne S er með 2,9 lítra vél með tveimur forþjöppum og skilar 440 hestöflum, eða 20 hestöflum meira en forverinn. Aflaukingin í hefðbundnum Cayenne dugar honum til að klára sprettinn í 100 á 5,9 sekúndum, eða 1,7 sekúndum fyrr en forverinn. Í tilviki Cayenne S er spretturinn tekinn á 4,9 sekúndum, eða hálfri sekúndu hraðar en forveranum tókst. Endurbætt 8 gíra sjálfskipting er í bílnum og allar gerðir hans eru fjórhjóladrifnar. Cayenne Hybrid, Turbo og GTS koma síðar Í fyrstu mun Porsche aðeins kynna til sögunnar Cayenne og Cayenne S, en síðar kemur væntanlega að nýrri gerð Cayenne Hybrid og Cayenne Turbo, sem og GTS útfærslu. Hægt verður að velja á milli 19 til 21 tommu felga undir bílinn og einnig má sem aukabúnað fá hann með stýringu á afturhjólunum. Mikil aukin tækni verður í bílnum og sem dæmi er búnaður í bílnum sem Porsche kallar „rim protection“ sem sjálfvirkt stýrir bílnum ef hætta myndast á að skemma rándýrar og flottar felgurnar á bílnum. Sjálfvirk hemlun er einnig til staðar og myndavélar sem greina gangandi vegfarendur og hjólreiðamenn. Afþreyingarkerfi bílsins er stjórnað á 12,3 tommu aðgerðaskjá, líkt finna má í nýjum Panamera. Miðjustokkurinn er nú einfaldari og með færri sýnilegum stjórntækjum. Í Bandaríkjunum mun Cayenna verða á 65.700 dollara og Cayenns S á 82.900 dollara og nemur verðhækkun þeirra beggja um 5.000 dollurum. Ekki miklar útlitsbreytingar frá fyrri kynslóð. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent
Porsche kynnti nýja kynslóð Cayenne jeppa síns fyrir örfáum dögum og fer þar þriðja kynslóð jeppans vinsæla sem breytti svo miklu fyrir rekstur Porsche fyrirtækisins. Porsche hefur selt 760.000 Cayenne jeppa frá árinu 2002 og 500.000 þeirra er af annarri kynslóð bílsins. Aðeins einn bíll í sögu Porsche fyrirtækisins hefur selst í meira magni frá upphafi, Porsche 911, en af honum hafa selst ein milljón eintaka og náðist það takmark í maí á þessu ári. Ekki er hægt að segja að gríðarlegar útlitsbreytingar hafi orðið á milli annarrar og þriðju kynslóðar Cayenne, en mest er þó breytingin að aftan og hann er að auki allur nettari og straumlínulagaðri að framan og með nýju grilli. Átta sentimetrum lengri og 15% stærra skottrými Bíllinn er nú tæplega 8 cm lengri og hefur það stækkað innanrýmið. Meira pláss er fyrir farþega og skottrýmið hefur stækkað um heil 15%. Þrátt fyrir stækkun jeppans hefur vigt hans minnkað um 65 kíló og munar um minna. Mikil notkun áls á þar stóran þátt, bæði á ytra byrði og í undirvagni. Aflminnsta vélin í boði í Cayenne er enn 3,0 lítra V6 vél sem í fyrri gerð skilaði 300 hestöflum en nú 340. Cayenne S er með 2,9 lítra vél með tveimur forþjöppum og skilar 440 hestöflum, eða 20 hestöflum meira en forverinn. Aflaukingin í hefðbundnum Cayenne dugar honum til að klára sprettinn í 100 á 5,9 sekúndum, eða 1,7 sekúndum fyrr en forverinn. Í tilviki Cayenne S er spretturinn tekinn á 4,9 sekúndum, eða hálfri sekúndu hraðar en forveranum tókst. Endurbætt 8 gíra sjálfskipting er í bílnum og allar gerðir hans eru fjórhjóladrifnar. Cayenne Hybrid, Turbo og GTS koma síðar Í fyrstu mun Porsche aðeins kynna til sögunnar Cayenne og Cayenne S, en síðar kemur væntanlega að nýrri gerð Cayenne Hybrid og Cayenne Turbo, sem og GTS útfærslu. Hægt verður að velja á milli 19 til 21 tommu felga undir bílinn og einnig má sem aukabúnað fá hann með stýringu á afturhjólunum. Mikil aukin tækni verður í bílnum og sem dæmi er búnaður í bílnum sem Porsche kallar „rim protection“ sem sjálfvirkt stýrir bílnum ef hætta myndast á að skemma rándýrar og flottar felgurnar á bílnum. Sjálfvirk hemlun er einnig til staðar og myndavélar sem greina gangandi vegfarendur og hjólreiðamenn. Afþreyingarkerfi bílsins er stjórnað á 12,3 tommu aðgerðaskjá, líkt finna má í nýjum Panamera. Miðjustokkurinn er nú einfaldari og með færri sýnilegum stjórntækjum. Í Bandaríkjunum mun Cayenna verða á 65.700 dollara og Cayenns S á 82.900 dollara og nemur verðhækkun þeirra beggja um 5.000 dollurum. Ekki miklar útlitsbreytingar frá fyrri kynslóð.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent