BMW verður áberandi á bílasýningunni í Frankfurt Finnur Thorlacius skrifar 5. september 2017 09:00 BMW Z4. This is tomorrow. Now. Die Zukunft ist jetzt. Það er yfirskrift BMW Group á bílasýningunni í Frankfurt sem hefst þann 12. september. Sýningarsvæðið verður hringlaga á alls 10.500 fermetrum sem sýningargestir geta gengið umhverfis til að virða fyrir sér fjölbreytt úrval bílgerða frá BMW og MINI auk mótorhjóla BMW Motorrad. Sem fyrr fer bílasýningin fram í Frankfurt Messe sem staðsett er í hjarta borgarinnar og verður sýningin opin almenningi dagana 16.-24. september. Meðal bíla sem BMW mun leggja áherslu á í dýrari gerðum lúxusbíla eru tveggja dyra sportbílinn BMW Concept 8 sem kemur á markað á næsta ári og sérstök 40 ára afmælisútgáfa BMW 7 Series. Þá verður BMW M5 kynntur, nú með fjórhjóladrifi og er hann einn sá öflugasti í sínum flokki, enda 3,4 sek. úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Bíllinn verður með uppfærðri 4,4 lítra 660 hestafla V8 vél með tvöfaldri forþjöppu. Vegna M xDrive-fjórhjóladrifsins þarf ekki að efa hversu skemmtilegt verður að aka bílnum við fjölbreytt veðurskilyrði. Meðal annarra bíla sem BMW hyggst varpa kastljósi á í Frankfurt má nefna BMW Concept Z4 sem eins og 8 Series kemur á markað á næsta ári. Þá verður einnig sýndur nýr BMW 6 Series Gran Turismo og ný útgáfa af Le Mans-kappakstursbílnum BMW M8 GTE sem kristallar alla DNA-erfðavísa BMW. is3 og i3s Í Frankfurt verður einnig sýnd lítils háttar breyting á útliti rafmagnsbílsins BMW i3 ásamt því sem BMW mun frumsýna sérstaka sportútgáfu sama bíls sem nefnist BMW i3s. BMW i3 er mest seldi rafmagnsbíllinn í lúxusflokki minni bíla sem nú verður kynntur með ýmsum nýjum tæknilausnum sem horfa til bættra umhverfisáhrifa og þjónustu við eigendur en ekki síður til enn skemmtilegri aksturseiginleika þar sem BMW i3s bætist í flokk bílgerðarinnar til að svara þeim kröfum betur en nokkru sinni fyr. Hámarkshraði þess síðar nefnda er um 160 km/klst. Rafmagnsmótor nýs i3 er 170 hestöfl og 184 hestöfl í i3s og má fá báðar gerðir með litlu ljósavélinni sem eykur talsvert drægi rafmótorsins eins og þeir vita sem eiga þá útgáfu hér á landi. Nýr og glæsilegri X3 Í Frankfurt kynnir BMW jafnframt þriðju kynslóð af jeppanum X3 sem mörgum hér á landi er af góðu kunnur í núverandi xDrive-útgáfu. BMW X3 hefur frá upphafi notið mikilla vinsælda og verið einn af söluhæstu bílum BMW mörg undanfarin ár. Þeim árangri hyggst BMW nú fylgja eftir með kynningu á nýrri og glæsilegri kynslóð þar sem tæknilausnirnar eru ekki sparaðar ásamt því sem afgerandi útlitsbreytingar hafa verið gerðar til að skerpa á nýjungum og sportlegum eiginleikum bílsins. Vélar hafa verið uppfærðar auk þess sem ný efni, bæði aukið ál og koltrefjar, skila 55 kg léttari bíl miðað við núverandi útgáfu. Einnig verður val um fleiri liti á bílnum. Nýr X3 kemur til BL í lok ársins eða upphafi þess næsta. BMW Concept 8 Series Af öðrum bílum sem sýndir verða í Frankfurt má nefna BMW Concept 8 Series sem talsmenn BMW segja að gefi sterkar vísbendingar um það sem fram undan er í þróun ásýndar nýrra bíla hjá BMW á næstu árum. Klassískar línur halda sér um leið og nýjar hugmyndir í útlitshönnuninni eru jafnframt áberandi þar sem skarpar línur draga fram skýr og kraftmikil svipbrigði sem vitna um sportlega eiginleika; aðalsmerki BMW sem bílaframleiðanda. Megineinkennin eru löng vélarhlíf og flæðandi þaklína ásamt eftirtektarverðum baksvip. Þá segja stjórnendur BMW jafnframt að kynning á nýrri hugmynd um BMW Concept Z4 sé staðfesting á því að BMW hyggist ekki varpa frummarkmiði sínu um sanna akstursánægju viðskiptavina sinna og eigenda bíla frá BMW fyrir róða. Gert er ráð fyrir að Z4 verði kynntur í mismunandi útfærslu á almennum markaði á næsta ári. BMW 6 Series Gran Turismo Nýr BMW 6 Series Gran Turismo er lúxusbíll í hæsta gæðaflokki þar sem yfirbragðið minnir um margt á sportbíl í Coupe-flokki. Bíllinn er stór og rúmgóður þar sem gott pláss er fyrir ökumann og farþega. Meðal annars eru aftursætin þrjú öll í fullri stærð auk þess sem farangursrýmið hefur verið aukið í 1800 lítra miðað við fulla nýtingu með niðurfellingu sæta. Nýi bíllinn er 150 kg léttari en fyrirrennarinn auk þess sem vélaraflið hefur verið aukið samhliða betri eldsneytisnýtingu. MINI Aðalstjarna Mini á sýningunni í Frankfurt að þessu sinni verður rafmagnsbíllinn Mini Electric sem kemur á helstu markaði meginlandsins á næsta ári og aðra í lok árs 2018 og byrjun 2019 eftir því sem tekst að anna eftirspurn. Mini hefur ekki enn látið neitt uppi um útfærslur og bíðum við þess að sýningin í Frankfurt hefjist. Þess má geta hér í lokin að í haust kynnir BL Mini sem nýtt merki hjá fyrirtækinu. Mini er sem kunnugt er í eigu BMW Group og bíllinn sem frumsýndur verður er af gerðinni Mini Countryman PHEV með fjórhjóladrifi. BMW M5 xDrive AWD. Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent
This is tomorrow. Now. Die Zukunft ist jetzt. Það er yfirskrift BMW Group á bílasýningunni í Frankfurt sem hefst þann 12. september. Sýningarsvæðið verður hringlaga á alls 10.500 fermetrum sem sýningargestir geta gengið umhverfis til að virða fyrir sér fjölbreytt úrval bílgerða frá BMW og MINI auk mótorhjóla BMW Motorrad. Sem fyrr fer bílasýningin fram í Frankfurt Messe sem staðsett er í hjarta borgarinnar og verður sýningin opin almenningi dagana 16.-24. september. Meðal bíla sem BMW mun leggja áherslu á í dýrari gerðum lúxusbíla eru tveggja dyra sportbílinn BMW Concept 8 sem kemur á markað á næsta ári og sérstök 40 ára afmælisútgáfa BMW 7 Series. Þá verður BMW M5 kynntur, nú með fjórhjóladrifi og er hann einn sá öflugasti í sínum flokki, enda 3,4 sek. úr kyrrstöðu í 100 km/klst. Bíllinn verður með uppfærðri 4,4 lítra 660 hestafla V8 vél með tvöfaldri forþjöppu. Vegna M xDrive-fjórhjóladrifsins þarf ekki að efa hversu skemmtilegt verður að aka bílnum við fjölbreytt veðurskilyrði. Meðal annarra bíla sem BMW hyggst varpa kastljósi á í Frankfurt má nefna BMW Concept Z4 sem eins og 8 Series kemur á markað á næsta ári. Þá verður einnig sýndur nýr BMW 6 Series Gran Turismo og ný útgáfa af Le Mans-kappakstursbílnum BMW M8 GTE sem kristallar alla DNA-erfðavísa BMW. is3 og i3s Í Frankfurt verður einnig sýnd lítils háttar breyting á útliti rafmagnsbílsins BMW i3 ásamt því sem BMW mun frumsýna sérstaka sportútgáfu sama bíls sem nefnist BMW i3s. BMW i3 er mest seldi rafmagnsbíllinn í lúxusflokki minni bíla sem nú verður kynntur með ýmsum nýjum tæknilausnum sem horfa til bættra umhverfisáhrifa og þjónustu við eigendur en ekki síður til enn skemmtilegri aksturseiginleika þar sem BMW i3s bætist í flokk bílgerðarinnar til að svara þeim kröfum betur en nokkru sinni fyr. Hámarkshraði þess síðar nefnda er um 160 km/klst. Rafmagnsmótor nýs i3 er 170 hestöfl og 184 hestöfl í i3s og má fá báðar gerðir með litlu ljósavélinni sem eykur talsvert drægi rafmótorsins eins og þeir vita sem eiga þá útgáfu hér á landi. Nýr og glæsilegri X3 Í Frankfurt kynnir BMW jafnframt þriðju kynslóð af jeppanum X3 sem mörgum hér á landi er af góðu kunnur í núverandi xDrive-útgáfu. BMW X3 hefur frá upphafi notið mikilla vinsælda og verið einn af söluhæstu bílum BMW mörg undanfarin ár. Þeim árangri hyggst BMW nú fylgja eftir með kynningu á nýrri og glæsilegri kynslóð þar sem tæknilausnirnar eru ekki sparaðar ásamt því sem afgerandi útlitsbreytingar hafa verið gerðar til að skerpa á nýjungum og sportlegum eiginleikum bílsins. Vélar hafa verið uppfærðar auk þess sem ný efni, bæði aukið ál og koltrefjar, skila 55 kg léttari bíl miðað við núverandi útgáfu. Einnig verður val um fleiri liti á bílnum. Nýr X3 kemur til BL í lok ársins eða upphafi þess næsta. BMW Concept 8 Series Af öðrum bílum sem sýndir verða í Frankfurt má nefna BMW Concept 8 Series sem talsmenn BMW segja að gefi sterkar vísbendingar um það sem fram undan er í þróun ásýndar nýrra bíla hjá BMW á næstu árum. Klassískar línur halda sér um leið og nýjar hugmyndir í útlitshönnuninni eru jafnframt áberandi þar sem skarpar línur draga fram skýr og kraftmikil svipbrigði sem vitna um sportlega eiginleika; aðalsmerki BMW sem bílaframleiðanda. Megineinkennin eru löng vélarhlíf og flæðandi þaklína ásamt eftirtektarverðum baksvip. Þá segja stjórnendur BMW jafnframt að kynning á nýrri hugmynd um BMW Concept Z4 sé staðfesting á því að BMW hyggist ekki varpa frummarkmiði sínu um sanna akstursánægju viðskiptavina sinna og eigenda bíla frá BMW fyrir róða. Gert er ráð fyrir að Z4 verði kynntur í mismunandi útfærslu á almennum markaði á næsta ári. BMW 6 Series Gran Turismo Nýr BMW 6 Series Gran Turismo er lúxusbíll í hæsta gæðaflokki þar sem yfirbragðið minnir um margt á sportbíl í Coupe-flokki. Bíllinn er stór og rúmgóður þar sem gott pláss er fyrir ökumann og farþega. Meðal annars eru aftursætin þrjú öll í fullri stærð auk þess sem farangursrýmið hefur verið aukið í 1800 lítra miðað við fulla nýtingu með niðurfellingu sæta. Nýi bíllinn er 150 kg léttari en fyrirrennarinn auk þess sem vélaraflið hefur verið aukið samhliða betri eldsneytisnýtingu. MINI Aðalstjarna Mini á sýningunni í Frankfurt að þessu sinni verður rafmagnsbíllinn Mini Electric sem kemur á helstu markaði meginlandsins á næsta ári og aðra í lok árs 2018 og byrjun 2019 eftir því sem tekst að anna eftirspurn. Mini hefur ekki enn látið neitt uppi um útfærslur og bíðum við þess að sýningin í Frankfurt hefjist. Þess má geta hér í lokin að í haust kynnir BL Mini sem nýtt merki hjá fyrirtækinu. Mini er sem kunnugt er í eigu BMW Group og bíllinn sem frumsýndur verður er af gerðinni Mini Countryman PHEV með fjórhjóladrifi. BMW M5 xDrive AWD.
Mest lesið Vaktin: Forsetakosningar í Bandaríkjunum Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Flugslysið sem skók þjóðina og aldrei munu fást svör við Innlent Sakfelldur fyrir þátt í banaslysi en annar ökumaður aldrei fundist Innlent „Við erum ógeðslega sár fyrir hönd barnanna okkar“ Innlent Engar upplýsingar fást um tengsl konunnar við barnið Innlent Íslenskir Trumpistar fylgjast spenntir með skammt frá Trump sjálfum Innlent Keyrði utan vegar og hafnaði á öðrum bíl sem valt Innlent Gætum þurft að bíða í nokkra daga ef ekkert óvænt gerist Erlent „Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum“ Innlent