80 handteknir eftir þriðju nótt mótmæla Samúel Karl Ólason skrifar 18. september 2017 13:15 Frá mótmælum í St. Louis. Vísir/Getty Lögreglan í St. Louis í Bandaríkjunum hefur handtekið rúmlega áttatíu manns eftir þriggja daga mótmæli. Efnt var til mótmæla eftir að lögregluþjónn var sýknaður af því að hafa myrt svartan mann. Einhverjir mótmælenda hafa verið sakaðir um skemmdarverk og óeirðir og jafnvel um að hafa ráðist á lögregluþjóna. „Einhverjir glæpamenn réðust á lögregluþjóna og köstuðu efnum og grjóti að þeim. Öll meðsli voru smávægileg og þeir verða allir mættir fljótt aftur á vakti,“ sagði starfandi lögreglustjóri St. Louis, Larry O'Toole við fjölmiðla. Lyfa Krewson, borgarstjóri, kenndi fáum aðilum um skemmdirnar og sagði ljóst að þegar hefðbundnum og friðsömum mótmælum hefði lokið, hefðu hópur aðila verið eftir til að valda usla. Hún sagði að slík hegðun yrði ekki liðin.Mótmælin hófust í raun á föstudaginn þegar dómari úrskurðaði að lögregluþjónninn Jason Stockley væri saklaus af morðákæru. Hann skaut Anthony Lamar Smith til bana árið 2011. Stockley og annar lögregluþjónn höfðu þá veitt Smith eftirför vegna gruns um fíkniefnasölu. Á upptöku úr lögreglubílnum mátti heyra Stockley segja: „Ég ætla að drepa þennan drullusokk“ um mínútu áður en hann skaut Smith fimm sinnum. Stockley sagðist hafa séð skammbyssu í hendi Smith en saksóknarar sögðu hann hafa komið byssunni fyrir. Lífsýni úr Stockley fundust á byssunni en ekki lífssýni úr Smith. Einnig sýna myndbönd að Stockley fór aftur í bíl sinn og teygði sig í tösku. Skömmu seinna settist hann upp í bíl Smith. Dómarinn segir að umrædd byssa hefði verið of stór til að rökrétt væri að Stockley hefði getað falið hana fyrir myndavélunum og það væri ólíklegt að Smith, sem hefði að öllum líkindum verið fíkniefnasali, ætti ekki byssu. Hér að neðan má sjá myndband sem St. Louis Post-Dispatch hefur klippt saman. Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira
Lögreglan í St. Louis í Bandaríkjunum hefur handtekið rúmlega áttatíu manns eftir þriggja daga mótmæli. Efnt var til mótmæla eftir að lögregluþjónn var sýknaður af því að hafa myrt svartan mann. Einhverjir mótmælenda hafa verið sakaðir um skemmdarverk og óeirðir og jafnvel um að hafa ráðist á lögregluþjóna. „Einhverjir glæpamenn réðust á lögregluþjóna og köstuðu efnum og grjóti að þeim. Öll meðsli voru smávægileg og þeir verða allir mættir fljótt aftur á vakti,“ sagði starfandi lögreglustjóri St. Louis, Larry O'Toole við fjölmiðla. Lyfa Krewson, borgarstjóri, kenndi fáum aðilum um skemmdirnar og sagði ljóst að þegar hefðbundnum og friðsömum mótmælum hefði lokið, hefðu hópur aðila verið eftir til að valda usla. Hún sagði að slík hegðun yrði ekki liðin.Mótmælin hófust í raun á föstudaginn þegar dómari úrskurðaði að lögregluþjónninn Jason Stockley væri saklaus af morðákæru. Hann skaut Anthony Lamar Smith til bana árið 2011. Stockley og annar lögregluþjónn höfðu þá veitt Smith eftirför vegna gruns um fíkniefnasölu. Á upptöku úr lögreglubílnum mátti heyra Stockley segja: „Ég ætla að drepa þennan drullusokk“ um mínútu áður en hann skaut Smith fimm sinnum. Stockley sagðist hafa séð skammbyssu í hendi Smith en saksóknarar sögðu hann hafa komið byssunni fyrir. Lífsýni úr Stockley fundust á byssunni en ekki lífssýni úr Smith. Einnig sýna myndbönd að Stockley fór aftur í bíl sinn og teygði sig í tösku. Skömmu seinna settist hann upp í bíl Smith. Dómarinn segir að umrædd byssa hefði verið of stór til að rökrétt væri að Stockley hefði getað falið hana fyrir myndavélunum og það væri ólíklegt að Smith, sem hefði að öllum líkindum verið fíkniefnasali, ætti ekki byssu. Hér að neðan má sjá myndband sem St. Louis Post-Dispatch hefur klippt saman.
Skotárásir í Bandaríkjunum Mest lesið Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Erlent Ísraelar gera loftárásir á Katar Erlent Fámenn mótmæli við þingsetningu: „Afætur! Aumingjar! Rasistar!“ Innlent Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Erlent Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Erlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Kínversk ferðaskrifstofa fær ekki áheyrn hjá Hæstarétti Innlent Útsending komin í lag Innlent Opinbera bréf Trumps til Epsteins Erlent Ruddust inn til manns og mölbrutu í honum tennurnar Innlent Fleiri fréttir Standa fast á því að undirskriftin sé ekki Trumps Skipar strax nýjan forsætisráðherra Segja leiðtoga Hamas hafa lifað árásina af Kveikt í þinghúsinu og forsætisráðherrann hrökklast frá Leið yfir nýja ráðherrann á fyrsta fundi Á þriðja tug lífeyrisþega látinn eftir spengjuárás Rússa Ísraelar gera loftárásir á Katar Støre á vandasamt verk fyrir höndum eftir kosningasigur Svíar munu banna farsíma í grunnskólum frá næsta hausti Kosningaúrslit í Noregi: Störe fagnar sigri en Solberg mögulega á förum Mótmæla enn og þrír ráðherrar segja af sér Gefa grænt ljós á handtökur á grundvelli kynþáttar og málnotkunar Gera loftárásir á háhýsi og vara við yfirvofandi innrás Alþjóðakerfinu ekki viðbjargandi og þörf á aðlögun Segir danska kerfið þurfa að líta á Grænlendinga sem jafningja Opinbera bréf Trumps til Epsteins Vinstriblokkin með meirihluta í Noregi Þurfa að finna fimmta forsætisráðherrann á tveimur árum Biðlaði til stjórnarandstöðunnar á pólitískum dánarbeði sínum Mál úgandsks stríðsherra gæti haft þýðingu fyrir Pútín og Netanjahú Skutu mótmælendur til bana við þinghúsið í Nepal Sex látnir í skotárás Palestínumanna í Jerúsalem Fjórar ungar vinkonur fórust í eldsvoða í Noregi Boðað til mótmæla vegna vopnasýningar í Lundúnum Sveppamorðinginn í lífstíðarfangelsi í Ástralíu Treystir á afdráttarlaus viðbrögð bandamanna við árás helgarinnar Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Sjá meira