Kirkjan neitar að upplýsa um kynferðisbrot starfsmanna Sveinn Arnarsson skrifar 18. september 2017 05:00 Frá prestastefnu á Húsavík. Vísir/GVA Þjóðkirkjan neitar að svara fyrirspurn Fréttablaðsins um eðli þeirra 27 mála á síðustu tíu árum sem komið hafa til kasta fagnefndar kirkjunnar um kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fjögur börn brotaþolar í þessum málum. Fagnefndin á samkvæmt reglum aðeins að taka á móti málum þar sem starfsmenn kirkjunnar eru gerendur kynferðisofbeldis.Elína Hrund Kristjánsdóttir.Tíu málum lokið „í sátt“ Í Fréttablaðinu þann 11. september er greint frá því að 27 mál hafi komið til kasta nefndarinnar á síðustu tíu árum, misalvarleg eftir eðli brota þeirra. Fréttablaðið óskaði eftir ítarlegum upplýsingum um þessi 27 mál. „Um tíu þessara mála var lokið í sátt,“ sögðu forráðamenn þjóðkirkjunnar. Óskað var eftir nánari upplýsingum um eðli þessara 27 brota, úr hvaða sóknum þær væru, hversu margir þolendur væru í málunum og hversu margir þolendur væru börn. Hvaða stöðu innan kirkjunnar meintir gerendur hefðu og hvort þeir störfuðu náið með börnum innan kirkjunnar. „Það er skýr stefna kirkjunnar að þolendur kynferðisbrota fái sérstaka umhyggju og stuðning,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/VilhelmVeita brotaþolum stuðning „Tilgangur ráðsins er einkum að veita brotaþolum sálgæslu og stuðning. Það er kirkjunni mikilvægt að þau sem til ráðsins leita upplifi öryggi og njóti persónuverndar. Trúnaður um einstök mál og þá einstaklinga sem í hlut eiga verður að vera hafinn yfir allan vafa.“ Vitað er að að minnsta kosti fjórir þolendur í þessum málum kirkjunnar á síðustu tíu árum eru börn. Einnig hafa á þessu tímabili mál borist í fjölmiðla eins og mál Gunnars Björnssonar, fyrrverandi sóknarprests á Selfossi, sem kærður var fyrir kynferðisofbeldi gegn tveimur börnum í söfnuði hans. „Fyrirspurn blaðamanns laut einnig að merkingu þess að ljúka málum með sátt. Í því felst að sá sem leitar til fagráðsins, lýsir sig sáttan við þá málsmeðferð og úrlausn, ef við á, sem veitt var,“ segir Elína Hrund enn fremur í skriflegu svari til Fréttablaðsins um málið. Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira
Þjóðkirkjan neitar að svara fyrirspurn Fréttablaðsins um eðli þeirra 27 mála á síðustu tíu árum sem komið hafa til kasta fagnefndar kirkjunnar um kynferðislegt ofbeldi innan kirkjunnar. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fjögur börn brotaþolar í þessum málum. Fagnefndin á samkvæmt reglum aðeins að taka á móti málum þar sem starfsmenn kirkjunnar eru gerendur kynferðisofbeldis.Elína Hrund Kristjánsdóttir.Tíu málum lokið „í sátt“ Í Fréttablaðinu þann 11. september er greint frá því að 27 mál hafi komið til kasta nefndarinnar á síðustu tíu árum, misalvarleg eftir eðli brota þeirra. Fréttablaðið óskaði eftir ítarlegum upplýsingum um þessi 27 mál. „Um tíu þessara mála var lokið í sátt,“ sögðu forráðamenn þjóðkirkjunnar. Óskað var eftir nánari upplýsingum um eðli þessara 27 brota, úr hvaða sóknum þær væru, hversu margir þolendur væru í málunum og hversu margir þolendur væru börn. Hvaða stöðu innan kirkjunnar meintir gerendur hefðu og hvort þeir störfuðu náið með börnum innan kirkjunnar. „Það er skýr stefna kirkjunnar að þolendur kynferðisbrota fái sérstaka umhyggju og stuðning,“ segir Elína Hrund Kristjánsdóttir, formaður fagráðs um meðferð kynferðisbrota. Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands.Vísir/VilhelmVeita brotaþolum stuðning „Tilgangur ráðsins er einkum að veita brotaþolum sálgæslu og stuðning. Það er kirkjunni mikilvægt að þau sem til ráðsins leita upplifi öryggi og njóti persónuverndar. Trúnaður um einstök mál og þá einstaklinga sem í hlut eiga verður að vera hafinn yfir allan vafa.“ Vitað er að að minnsta kosti fjórir þolendur í þessum málum kirkjunnar á síðustu tíu árum eru börn. Einnig hafa á þessu tímabili mál borist í fjölmiðla eins og mál Gunnars Björnssonar, fyrrverandi sóknarprests á Selfossi, sem kærður var fyrir kynferðisofbeldi gegn tveimur börnum í söfnuði hans. „Fyrirspurn blaðamanns laut einnig að merkingu þess að ljúka málum með sátt. Í því felst að sá sem leitar til fagráðsins, lýsir sig sáttan við þá málsmeðferð og úrlausn, ef við á, sem veitt var,“ segir Elína Hrund enn fremur í skriflegu svari til Fréttablaðsins um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Trúmál Þjóðkirkjan Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Innlent Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Tvær á toppnum Innlent Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Innlent Fleiri fréttir Mega fresta kosningu í allt að viku verði óveður á laugardag Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Kölluð út vegna fiskibáts sem hafði misst vélarafl Leitaði á lögreglustöð með áverka eftir líkamsárás Virknin stöðug og bundin við nyrsta gíginn Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjá meira