Menning

Leituðu í ljóð þjóðskálda

Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar
Björk, Hafdís, Grímur og Svanur við höfnina.
Björk, Hafdís, Grímur og Svanur við höfnina.
Eitthvað fallegt nefnast tónleikar Quartetto a muoversi í Norðurljósum í Hörpu á morgun, 17. september, klukkan 17.

Einungis íslensk tónlist er á efnisskránni, þar á meðal frumflutningur verka eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson og Ingibjörgu Azimu. Verk Hróðmars nefnist Nokkrar misjafnlega almennar hugmyndir um dauðann. Það var samið við samnefnt ljóð Gyrðis Elíassonar úr ljóðabókinni Nokkur almenn orð um kulnun sólar og Næturljóð í d-moll úr ljóðabókinni Hér vex enginn sítrónuviður eftir sama höfund. Ingibjörg samdi þrjú lög við ljóð Snorra Hjartarsonar.



Kvartettinn skipa þau Björk Níelsdóttir sópran, Hafdís Vigfúsdóttir flautuleikari, Grímur Helgason klarínettuleikari og Svanur Vilbergsson gítarleikari. Auk fyrrnefnds frumflutnings verður á tónleikunum tónlist eftir Elínu Gunnlaugsdóttur, Svein Lúðvík Björnsson, Þorkel Sigurbjörnsson og Oliver Kentish. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×