Logi: Óútskýranlegt hrun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 14. september 2017 20:03 Logi og strákarnir hans eru komnir í fallbaráttu. vísir/ernir „Þetta er óútskýranlegt hrun á þremur mínútum. Við fengum á okkur mark þegar maður stendur frír nánast á marklínu, annað mark þegar það er skotið í mann og inn og svona komu þessi mörk. Með svona klaufagangi. Það er ótrúlegt að upplifa þetta eftir að hafa keyrt yfir FH-inga í upphafi leiks. Við hefðum getað verið 4-0 yfir þegar við fengum á okkur fyrsta markið,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, eftir tapið fyrir FH í Víkinni í kvöld. Víkingar voru með öll völd á vellinum og 2-0 yfir þegar Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, skallaði hornspyrnu Stevens Lennon í netið á 37. mínútu. Þegar Pétur Guðmundsson flautaði til hálfleiks var staðan orðin 2-4, FH í vil. Ótrúlegur viðsnúningur á ekki lengri tíma. „Eðli málsins samkvæmt er ég mjög ósáttur. Þetta er algjörlega óútskýranlegt og maður veit ekki hvað grípur um sig; hvernig menn geta koðnað niður eins og þarna gerðist,“ sagði Logi sem sá eitt og annað jákvætt við leik sinna manna í seinni hálfleik. „Mér fannst við vera að reyna en það er kannski skiljanlegt að trúin sé ekkert rosalega mikil þegar FH er komið tveimur mörkum yfir og liðið hefur gert sig sekt um að spila illa.“ Fyrir ekki svo löngu áttu Víkingar möguleika á að blanda sér fyrir alvöru í baráttuna um Evrópusæti. Nú er Fossvogsliðið aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. „Taflan lýgur ekki. Tölurnar eru fyrir framan okkur. Það er ljóst, og ég sagði það eftir síðasta leik, að við þurfum einhver stig úr þessum leikjum sem eftir eru ef við ætlum ekki að lenda í frekari vandræðum,“ sagði Logi að lokum. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Víkingur - FH 2-4 | Ótrúlegur viðsnúningur í Víkinni FH lenti 2-0 undir en kom til baka og vann flottan endurkomusigur. 14. september 2017 19:45 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
„Þetta er óútskýranlegt hrun á þremur mínútum. Við fengum á okkur mark þegar maður stendur frír nánast á marklínu, annað mark þegar það er skotið í mann og inn og svona komu þessi mörk. Með svona klaufagangi. Það er ótrúlegt að upplifa þetta eftir að hafa keyrt yfir FH-inga í upphafi leiks. Við hefðum getað verið 4-0 yfir þegar við fengum á okkur fyrsta markið,“ sagði Logi Ólafsson, þjálfari Víkings, eftir tapið fyrir FH í Víkinni í kvöld. Víkingar voru með öll völd á vellinum og 2-0 yfir þegar Davíð Þór Viðarsson, fyrirliði FH, skallaði hornspyrnu Stevens Lennon í netið á 37. mínútu. Þegar Pétur Guðmundsson flautaði til hálfleiks var staðan orðin 2-4, FH í vil. Ótrúlegur viðsnúningur á ekki lengri tíma. „Eðli málsins samkvæmt er ég mjög ósáttur. Þetta er algjörlega óútskýranlegt og maður veit ekki hvað grípur um sig; hvernig menn geta koðnað niður eins og þarna gerðist,“ sagði Logi sem sá eitt og annað jákvætt við leik sinna manna í seinni hálfleik. „Mér fannst við vera að reyna en það er kannski skiljanlegt að trúin sé ekkert rosalega mikil þegar FH er komið tveimur mörkum yfir og liðið hefur gert sig sekt um að spila illa.“ Fyrir ekki svo löngu áttu Víkingar möguleika á að blanda sér fyrir alvöru í baráttuna um Evrópusæti. Nú er Fossvogsliðið aðeins tveimur stigum frá fallsæti þegar þrjár umferðir eru eftir. „Taflan lýgur ekki. Tölurnar eru fyrir framan okkur. Það er ljóst, og ég sagði það eftir síðasta leik, að við þurfum einhver stig úr þessum leikjum sem eftir eru ef við ætlum ekki að lenda í frekari vandræðum,“ sagði Logi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og einkunnir: Víkingur - FH 2-4 | Ótrúlegur viðsnúningur í Víkinni FH lenti 2-0 undir en kom til baka og vann flottan endurkomusigur. 14. september 2017 19:45 Mest lesið Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Áfall fyrir Króata Dags skömmu fyrir úrslitastundu Handbolti Viktor yngstur í sögunni til að skora Evrópumark á Nývangi Fótbolti Daninn leggur orð í belg eftir gagnrýni Dags og Gísla Þorgeirs Handbolti EM í dag: Einn ótrúlegasti sólarhringur í sögu íslenskra íþrótta Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Umfjöllun og einkunnir: Víkingur - FH 2-4 | Ótrúlegur viðsnúningur í Víkinni FH lenti 2-0 undir en kom til baka og vann flottan endurkomusigur. 14. september 2017 19:45