Game of Thrones: Koma í veg fyrir spennuspilla með mörgum lokaatriðum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 14. september 2017 11:28 Systkinin Jaime og Cersei Lannister eiga í nánari sambandi en skipulagsfulltrúar geta sætt sig við. HBO Framleiðendur Game of Thrones munu taka upp mörg mismunandi lokaatriði í næstu og síðustu seríu af þáttunum vinsælu Game of Thrones. Allt verður reynt til þess að koma í veg fyrir að því verði lekið hvernig þættirnir munu enda. Mikil leynd hvílir yfir áttundu og síðustu seríu þáttanna en framleiðsla þeirra er nú í bígerð. Búist er við að framleiðendurnir muni láta seríuna enda á allt að fimm mismunandi vegu, allt til þess að koma í veg fyrir að áhorfendur muni vita hver hinn raunverulegi endir verður. Þetta staðfestir Casey Bloys yfirmaður þáttagerðar hjá HBO sem framleiðir þættina. „Þegar maður er með svona þætti sem hafa verið lengi í sjónvarpi er þetta mikilvægt. Það er alltaf einhver sem veit hvernig þættirnir enda en ef menn gera þetta svona er í raun og veru ekkert ákveðið svar við því fyrr en lokaþátturinn er sýndur,“ sagði Bloys. Game of Thrones verður alls ekki fyrsti sjónvarpsþátturinn til þess að gera þetta. Þetta er í raun vel þekkt bragð í Hollywood. Framleiðendur þátta á borð við Dallas, Sopranos og Breaking Bad þættina gerðu það nákvæmlega sama, allt til þess að koma í veg fyrir spennuspilla (e. spoilers.) Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Tímavél takk! Biðin eftir næstu þáttaröð verður erfið. 29. ágúst 2017 08:45 Game of Thrones: Kúkur mætir viftu Kafað í sjötta þátt sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. 23. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Framleiðendur Game of Thrones munu taka upp mörg mismunandi lokaatriði í næstu og síðustu seríu af þáttunum vinsælu Game of Thrones. Allt verður reynt til þess að koma í veg fyrir að því verði lekið hvernig þættirnir munu enda. Mikil leynd hvílir yfir áttundu og síðustu seríu þáttanna en framleiðsla þeirra er nú í bígerð. Búist er við að framleiðendurnir muni láta seríuna enda á allt að fimm mismunandi vegu, allt til þess að koma í veg fyrir að áhorfendur muni vita hver hinn raunverulegi endir verður. Þetta staðfestir Casey Bloys yfirmaður þáttagerðar hjá HBO sem framleiðir þættina. „Þegar maður er með svona þætti sem hafa verið lengi í sjónvarpi er þetta mikilvægt. Það er alltaf einhver sem veit hvernig þættirnir enda en ef menn gera þetta svona er í raun og veru ekkert ákveðið svar við því fyrr en lokaþátturinn er sýndur,“ sagði Bloys. Game of Thrones verður alls ekki fyrsti sjónvarpsþátturinn til þess að gera þetta. Þetta er í raun vel þekkt bragð í Hollywood. Framleiðendur þátta á borð við Dallas, Sopranos og Breaking Bad þættina gerðu það nákvæmlega sama, allt til þess að koma í veg fyrir spennuspilla (e. spoilers.)
Game of Thrones Tengdar fréttir Game of Thrones: Tímavél takk! Biðin eftir næstu þáttaröð verður erfið. 29. ágúst 2017 08:45 Game of Thrones: Kúkur mætir viftu Kafað í sjötta þátt sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. 23. ágúst 2017 08:45 Mest lesið Val Kilmer er látinn Lífið „Fróunarklefinn“, versti leikstjóri heims og Teslu-skömmin Lífið Helgi Björns og Siggi Hall skemmtu sér konunglega Lífið „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Menning Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Tónlist Innsigluðu ástina með sérhönnuðu húðflúri Lífið Fólk þurfi alltaf að sætta sig við eitthvað sem því líkar illa við í fari makans Lífið Giskaði sig í eina milljón Lífið Vill kynlíf en ekki samband Lífið „Var ekkert búin að reikna saman þessi laun“ Lífið Fleiri fréttir Þeir munu túlka Bítlana í myndum Sam Mendes Stjörnum prýdd stikla Black Mirror Nolan sagður stefna á tökur á Íslandi Ljósbrot besta myndin en Snerting með flest verðlaun Happy Gilmore snýr aftur Harpa kvótadrottning aftur á skjáinn Ólafur Darri og félagar framleiða sína fyrstu teiknimynd Anora sigurvegari á Óskarnum Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein Sjá meira
Game of Thrones: Kúkur mætir viftu Kafað í sjötta þátt sjöundu þáttaraðar Game of Thrones. 23. ágúst 2017 08:45
Óskarsverðlaunasérfræðingur spáir í Hollywood-spilin: Spennandi óskar í vændum og ekkert meitlað í stein