Mikilvægt að treysta því sem maður getur Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 14. september 2017 10:15 "Það er ekkert sjálfgefið að komast áfram í tónlist. Þetta er spurning um að vera jákvæður og halda alltaf áfram,“ segir Stefán sem ætlar að láta flautuna gæla við hlustir tónleikagesta í Hörpu í kvöld. Fréttablaðið/Stefán Fólki vefst svolítið tunga um tönn þegar það reynir að segja Höskuldsson. En Stefánsnafnið bjargar því. Það virkar vel,“ segir Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari brosandi, þegar hann er spurður hvernig sé að heita nafninu hans úti í hinum stóra heimi. Hann hefur búið erlendis síðustu tuttugu ár en er staddur heima núna og á hraðri leið á æfingu í Hörpu þegar hann er króaður í viðtal. Það er ekki á hverjum degi sem okkur gefst kostur á að hlusta á Stefán spila hér á landi en í kvöld sér hann um einleik í konsert Iberts „sem er einn vinsælasti flautukonsert allra tíma, glaðvær og áheyrilegur“, að því er segir í kynningu Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stefán var 1. flautuleikari í hljómsveit Metropolitan-óperunnar í New York í tólf ár. Hann kveðst hafa verið eini Íslendingurinn í þeirri sveit. „En við höfðum íslenska söngvara á sviðinu öðru hvoru, eins og Kristin Sigmundsson og Dísellu Lárusdóttur,“ tekur hann fram. Nú er hann á 1. flautu í Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago sem er meðal stærstu og virtustu hljómsveita heims. Hverju þakkar hann það að hafa komist svona langt? „Mikilli vinnu og kennurum mínum,“ svarar hann að bragði. „Bernharður Wilkinson var kennari minn hér á landi og honum á ég mest að þakka. Ég byrjaði hjá honum níu ára og fór svo tvítugur út til Manchester í framhaldsnám. En það er ekkert sjálfgefið að komast áfram í tónlist. Þetta er spurning um að vera jákvæður og halda alltaf áfram. Það er mikilvægt að treysta því sem maður getur, ef maður hefur eitthvað fram að færa.“ Foreldrarnir Höskuldur Stefánsson og Halla Valgerður Stefánsdóttir eiga líka sinn stóra þátt, að sögn Stefáns með því að miðla góðum genum og styðja hann með ráðum og dáð. „Pabbi var músíkant í sér. Hann var organisti í Norðfjarðarkirkju, spilaði á harmóníku og píanó í danshljómsveitum og á básúnu í Lúðrasveit Neskaupstaðar.“ Stefán fæddist á Neskaupstað og ólst upp þar og á Reyðarfirði, kveðst svo hafa farið til Reykjavíkur 16 ára til náms við Menntaskólann við Hamrahlíð og Tónlistarskólann í Reykjavík. En sagðist hann ekki hafa byrjað níu ára hjá Bernharði Wilkinson? „Jú, það var bara nokkurs konar einkakennsla. Ég kom suður í flaututíma einu sinni í mánuði, stundum með flugi frá Egilsstöðum en oftast keyrðum við feðgarnir,“ útskýrir hann. Pabbi dó árið 2005 en hann náði að koma til New York og sjá sýningu í Metropolitan-óperunni, ásamt mömmu, eftir að ég fékk starf þar.Hvernig skyldi svo daglegt líf vera hjá tónlistarmanni í fremstu röð í USA? „Ég fer á æfingar klukkan tíu þrisvar í viku, svo eru tónleikar fjórum sinnum í viku og ýmislegt tilfallandi. Ég var líka að fá kennarastöðu við DePaul University í Chicago og fer að byrja kennslu á næstu dögum svo það er nóg að gera,“ lýsir hann og kveðst ekki hafa gefið sér tíma til að vera í sambandi við neina landa úti, þó hann viti af hópi Íslendinga í Cichago og líka Vestur-Íslendingum í Wisconsin, sem ekki er langt undan. Jóga er aðal áhugamál Stefáns fyrir utan flautuna og fjölskylduna, hann á konu og eins árs gamlan son sem eru með honum hér á landi núna. „Þetta er þriggja vikna stopp, við erum búin að vera hér síðan í lok ágúst og það er æðislegt, enda eru komin tvö ár frá því ég kom síðast og það var algerlega kominn tími á heimsókn. Ég hef ekkert verið duglegur að ferðast um, enda með lítið barn, aðallega verið heima hjá mömmu og að hitta aðra ættingja og svo hef ég þurft að æfa mig á hverjum degi.“ Þetta síðasta minnir mig á að Stefán á að vera að byrja á æfingu. Því er best að halda honum ekki lengur á snakki heldur þakka fyrir spjallið og óska honum alls hins besta. Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Fólki vefst svolítið tunga um tönn þegar það reynir að segja Höskuldsson. En Stefánsnafnið bjargar því. Það virkar vel,“ segir Stefán Ragnar Höskuldsson flautuleikari brosandi, þegar hann er spurður hvernig sé að heita nafninu hans úti í hinum stóra heimi. Hann hefur búið erlendis síðustu tuttugu ár en er staddur heima núna og á hraðri leið á æfingu í Hörpu þegar hann er króaður í viðtal. Það er ekki á hverjum degi sem okkur gefst kostur á að hlusta á Stefán spila hér á landi en í kvöld sér hann um einleik í konsert Iberts „sem er einn vinsælasti flautukonsert allra tíma, glaðvær og áheyrilegur“, að því er segir í kynningu Sinfóníuhljómsveitar Íslands. Stefán var 1. flautuleikari í hljómsveit Metropolitan-óperunnar í New York í tólf ár. Hann kveðst hafa verið eini Íslendingurinn í þeirri sveit. „En við höfðum íslenska söngvara á sviðinu öðru hvoru, eins og Kristin Sigmundsson og Dísellu Lárusdóttur,“ tekur hann fram. Nú er hann á 1. flautu í Sinfóníuhljómsveitinni í Chicago sem er meðal stærstu og virtustu hljómsveita heims. Hverju þakkar hann það að hafa komist svona langt? „Mikilli vinnu og kennurum mínum,“ svarar hann að bragði. „Bernharður Wilkinson var kennari minn hér á landi og honum á ég mest að þakka. Ég byrjaði hjá honum níu ára og fór svo tvítugur út til Manchester í framhaldsnám. En það er ekkert sjálfgefið að komast áfram í tónlist. Þetta er spurning um að vera jákvæður og halda alltaf áfram. Það er mikilvægt að treysta því sem maður getur, ef maður hefur eitthvað fram að færa.“ Foreldrarnir Höskuldur Stefánsson og Halla Valgerður Stefánsdóttir eiga líka sinn stóra þátt, að sögn Stefáns með því að miðla góðum genum og styðja hann með ráðum og dáð. „Pabbi var músíkant í sér. Hann var organisti í Norðfjarðarkirkju, spilaði á harmóníku og píanó í danshljómsveitum og á básúnu í Lúðrasveit Neskaupstaðar.“ Stefán fæddist á Neskaupstað og ólst upp þar og á Reyðarfirði, kveðst svo hafa farið til Reykjavíkur 16 ára til náms við Menntaskólann við Hamrahlíð og Tónlistarskólann í Reykjavík. En sagðist hann ekki hafa byrjað níu ára hjá Bernharði Wilkinson? „Jú, það var bara nokkurs konar einkakennsla. Ég kom suður í flaututíma einu sinni í mánuði, stundum með flugi frá Egilsstöðum en oftast keyrðum við feðgarnir,“ útskýrir hann. Pabbi dó árið 2005 en hann náði að koma til New York og sjá sýningu í Metropolitan-óperunni, ásamt mömmu, eftir að ég fékk starf þar.Hvernig skyldi svo daglegt líf vera hjá tónlistarmanni í fremstu röð í USA? „Ég fer á æfingar klukkan tíu þrisvar í viku, svo eru tónleikar fjórum sinnum í viku og ýmislegt tilfallandi. Ég var líka að fá kennarastöðu við DePaul University í Chicago og fer að byrja kennslu á næstu dögum svo það er nóg að gera,“ lýsir hann og kveðst ekki hafa gefið sér tíma til að vera í sambandi við neina landa úti, þó hann viti af hópi Íslendinga í Cichago og líka Vestur-Íslendingum í Wisconsin, sem ekki er langt undan. Jóga er aðal áhugamál Stefáns fyrir utan flautuna og fjölskylduna, hann á konu og eins árs gamlan son sem eru með honum hér á landi núna. „Þetta er þriggja vikna stopp, við erum búin að vera hér síðan í lok ágúst og það er æðislegt, enda eru komin tvö ár frá því ég kom síðast og það var algerlega kominn tími á heimsókn. Ég hef ekkert verið duglegur að ferðast um, enda með lítið barn, aðallega verið heima hjá mömmu og að hitta aðra ættingja og svo hef ég þurft að æfa mig á hverjum degi.“ Þetta síðasta minnir mig á að Stefán á að vera að byrja á æfingu. Því er best að halda honum ekki lengur á snakki heldur þakka fyrir spjallið og óska honum alls hins besta.
Menning Mest lesið Eiga nú glöðustu hunda í heimi Lífið Lést eftir að hafa fallið úr bíl á ferð Lífið Brúðkaup ársins 2024 Lífið Björn Ingi leikur í ofurhetjumynd Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira