Stál í stál á þingi í stjórnarskrármálinu Jón Hákon Halldórsson skrifar 14. september 2017 07:00 Forseti Íslands segir ekki hægt að vinna við óbreytt verklag. Forsætisráðherra boðaði fulltrúa stjórnmálaflokkanna á fund til sín 16. ágúst síðastliðinn til að ræða vinnu við breytingar á stjórnarskránni. Fréttablaðið/ernir Algjör óeining virðist vera um það á meðal stjórnmálaflokkanna hvernig standa eigi að breytingu á stjórnarskránni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við setningu Alþingis í gær að lögð yrði áhersla á breytingar á stjórnarskránni. „Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið,“ sagði Guðni þegar hann ræddi ákvæði stjórnarskrárinnar um stjórnskipulega stöðu forseta Íslands. Túlkun forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna á ræðu hans er mjög misjöfn. Þeir eru þó sammála um að breyting á ákvæðum um forsetann sé ekki forgangsverk. „Ég hjó eftir því að forsetinn talaði um það núna, og í innsetningarræðunni í fyrra, að það væri hægt að ná áföngum sem skipta máli. Hann taldi upp þau atriði sem ég lagði fram í frumvarpi í fyrrahaust en náðu því miður ekki fram að ganga. Augljóslega styð ég þær hugmyndir sem þá var verið að vinna að sem samkomulag. En það hefur verið þannig, alveg eins og fram kom hjá forsetanum, að þeir sem lengst vilja ganga vilja annaðhvort algjöra byltingu á stjórnarskránni eða ekkert. Þess vegna stoppaði þetta í fyrrahaust og ég skal ekki segja hvort sá hópur er til í eitthvað annað núna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann segir flokkinn vera tilbúinn í breytingar í áföngum. Katrín Jakobsdóttir segist vonast til þess að það náist sátt um að koma einhverjum breytingum í gegn á þessu kjörtímabili. „Og að við horfum líka til lengri tíma þannig að það séu ekki bara þau atriði sem hann nefndi í ræðu sinni í gær heldur séum við að horfa fram til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar,“ segir hún. Katrín telur að ákvæði eins og umhverfisvernd og sameign á þjóðareignum eigi að vera í forgangi við breytingar á stjórnarskránni. „Sem eru þau ákvæði sem þjóðin hefur lýst stuðningi við. Sem og ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Það eru þau ákvæði sem ég tel að ætti að setja í forgang. En það liggur fyrir að það þarf að fara yfir og endurskoða kaflann um forsetaembættið,“ segir Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist sammála forsetanum í því að gera þurfi breytingar á ákvæðum varðandi forsetaembættið. „Ég held hins vegar að það megi ekki gera lítið úr því að það eru þrjú til fjögur önnur stjórnarskrárákvæði sem er jafn mikilvægt að leiða til lykta. En þetta skiptir máli og í raun leggjum við áherslu á að það verði unnið áfram að gerð nýrrar stjórnarskrár með hliðsjón af tillögu stjórnlagaráðs,“ segir hann. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs. Birgitta varar við því sem hún kallar bútasaum við stjórnarskrárbreytingar. Hún hefur skrifað þingsályktunartillögu um stjórnarskrármál sem byggð er á hugmyndum sem voru ræddar í fimm flokka stjórnarmyndunarviðræðum eftir síðustu kosningar. „Það er búið að vinna rosalega mikla og góða vinnu og kaflinn um forsetann í stjórnarskránni sem fór í þjóðaratkvæðagreiðslu er bara mjög í samræmi við það sem forsetinn var að kalla eftir. Þannig að ég sé enga ástæðu til að vera að búta þetta í sundur,“ segir Birgitta Jónsdóttir. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsetinn sendi Alþingi ótvíræð skilaboð varðandi stjórnarskrána Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. 12. september 2017 19:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Algjör óeining virðist vera um það á meðal stjórnmálaflokkanna hvernig standa eigi að breytingu á stjórnarskránni. Guðni Th. Jóhannesson, forseti Íslands, hvatti til þess við setningu Alþingis í gær að lögð yrði áhersla á breytingar á stjórnarskránni. „Við óbreytt ástand verður ekki unað. Eftir óbreyttu verklagi verður ekki unnið,“ sagði Guðni þegar hann ræddi ákvæði stjórnarskrárinnar um stjórnskipulega stöðu forseta Íslands. Túlkun forystumanna stjórnarandstöðuflokkanna á ræðu hans er mjög misjöfn. Þeir eru þó sammála um að breyting á ákvæðum um forsetann sé ekki forgangsverk. „Ég hjó eftir því að forsetinn talaði um það núna, og í innsetningarræðunni í fyrra, að það væri hægt að ná áföngum sem skipta máli. Hann taldi upp þau atriði sem ég lagði fram í frumvarpi í fyrrahaust en náðu því miður ekki fram að ganga. Augljóslega styð ég þær hugmyndir sem þá var verið að vinna að sem samkomulag. En það hefur verið þannig, alveg eins og fram kom hjá forsetanum, að þeir sem lengst vilja ganga vilja annaðhvort algjöra byltingu á stjórnarskránni eða ekkert. Þess vegna stoppaði þetta í fyrrahaust og ég skal ekki segja hvort sá hópur er til í eitthvað annað núna,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins. Hann segir flokkinn vera tilbúinn í breytingar í áföngum. Katrín Jakobsdóttir segist vonast til þess að það náist sátt um að koma einhverjum breytingum í gegn á þessu kjörtímabili. „Og að við horfum líka til lengri tíma þannig að það séu ekki bara þau atriði sem hann nefndi í ræðu sinni í gær heldur séum við að horfa fram til heildarendurskoðunar stjórnarskrárinnar,“ segir hún. Katrín telur að ákvæði eins og umhverfisvernd og sameign á þjóðareignum eigi að vera í forgangi við breytingar á stjórnarskránni. „Sem eru þau ákvæði sem þjóðin hefur lýst stuðningi við. Sem og ákvæði um þjóðaratkvæðagreiðslur. Það eru þau ákvæði sem ég tel að ætti að setja í forgang. En það liggur fyrir að það þarf að fara yfir og endurskoða kaflann um forsetaembættið,“ segir Katrín. Logi Einarsson, formaður Samfylkingarinnar, segist sammála forsetanum í því að gera þurfi breytingar á ákvæðum varðandi forsetaembættið. „Ég held hins vegar að það megi ekki gera lítið úr því að það eru þrjú til fjögur önnur stjórnarskrárákvæði sem er jafn mikilvægt að leiða til lykta. En þetta skiptir máli og í raun leggjum við áherslu á að það verði unnið áfram að gerð nýrrar stjórnarskrár með hliðsjón af tillögu stjórnlagaráðs,“ segir hann. Birgitta Jónsdóttir, þingflokksformaður Pírata, segir mikilvægt að ráðast í heildarendurskoðun stjórnarskrárinnar á grundvelli vinnu stjórnlagaráðs. Birgitta varar við því sem hún kallar bútasaum við stjórnarskrárbreytingar. Hún hefur skrifað þingsályktunartillögu um stjórnarskrármál sem byggð er á hugmyndum sem voru ræddar í fimm flokka stjórnarmyndunarviðræðum eftir síðustu kosningar. „Það er búið að vinna rosalega mikla og góða vinnu og kaflinn um forsetann í stjórnarskránni sem fór í þjóðaratkvæðagreiðslu er bara mjög í samræmi við það sem forsetinn var að kalla eftir. Þannig að ég sé enga ástæðu til að vera að búta þetta í sundur,“ segir Birgitta Jónsdóttir.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Forsetinn sendi Alþingi ótvíræð skilaboð varðandi stjórnarskrána Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. 12. september 2017 19:00 Mest lesið Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Tilkynnt um par að slást Innlent Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Fleiri fréttir Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Sjá meira
Forsetinn sendi Alþingi ótvíræð skilaboð varðandi stjórnarskrána Forseti Íslands skorar á Alþingi að breyta stjórnarskránni og lögum hvað varðar völd forseta, og þá alveg sérstaklega um aðkomu hans að því að fólk fái uppreist æru. 12. september 2017 19:00