Hyundai i30 N er 275 hestöfl Finnur Thorlacius skrifar 13. september 2017 14:58 Hyundai i30 N í Frankfurt. Hyundai hefur nú bæst við „Hot hatch“-bransann með tilkomu i30 N bílsins sem nú er sýndur á bílasýningunni í Frankfurt. Hyundai i30 N kemur inn á markað þar sem fyrir eru bílar eins og Golf R og Golf GTI, Renault Megane RS, Ford Focus RS og Peugeot 308 GTi, svo einhverjir séu nefndir. Hyundai i30 N virðist þó eiga fullt erindi í samkeppnina við þessa smáu kraftabíla, en i30 N er með 275 hestöfl undir húddinu, en einnig má fá hann í 250 hestafla útgáfu. Öflugri útgáfan er 6,2 sekúndur í hundraðið og sú aflminni 6,4. Hámarkshraði bílanna beggja er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Þó svo i30 N sé S-kóreskur var hann hannaður í Þýskalandi og prófanir og þróun hans fór einnig fram þar í landi. Þeir sem sáu um prófanir á Hyundai i30 N óku reynsluakstursbílum til dæmis alls 10.000 kílómetra á Nurburgring brautinni og því ætti Hyundai að vera komið með rétta stillingu á bílnum fyrir óvægan akstur. Til þess var jú leikurinn gerður, þ.e. að stilla fjöðrunina og stýringuna og aksturshjálparbúnað bílsins. Sala á Hyundai i30 N hefst fyrir lok þessa árs, en 100 fyrstu First Edition eintökin af bílnum seldust upp á innan við tveimur sólarhringum. Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent
Hyundai hefur nú bæst við „Hot hatch“-bransann með tilkomu i30 N bílsins sem nú er sýndur á bílasýningunni í Frankfurt. Hyundai i30 N kemur inn á markað þar sem fyrir eru bílar eins og Golf R og Golf GTI, Renault Megane RS, Ford Focus RS og Peugeot 308 GTi, svo einhverjir séu nefndir. Hyundai i30 N virðist þó eiga fullt erindi í samkeppnina við þessa smáu kraftabíla, en i30 N er með 275 hestöfl undir húddinu, en einnig má fá hann í 250 hestafla útgáfu. Öflugri útgáfan er 6,2 sekúndur í hundraðið og sú aflminni 6,4. Hámarkshraði bílanna beggja er rafrænt takmarkaður við 250 km/klst. Þó svo i30 N sé S-kóreskur var hann hannaður í Þýskalandi og prófanir og þróun hans fór einnig fram þar í landi. Þeir sem sáu um prófanir á Hyundai i30 N óku reynsluakstursbílum til dæmis alls 10.000 kílómetra á Nurburgring brautinni og því ætti Hyundai að vera komið með rétta stillingu á bílnum fyrir óvægan akstur. Til þess var jú leikurinn gerður, þ.e. að stilla fjöðrunina og stýringuna og aksturshjálparbúnað bílsins. Sala á Hyundai i30 N hefst fyrir lok þessa árs, en 100 fyrstu First Edition eintökin af bílnum seldust upp á innan við tveimur sólarhringum.
Mest lesið Dullarfull brotlending nærri Area 51 Erlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Engan óraði fyrir framhaldinu Erlent „Það er sárt að þurfa að horfa á eftir þeim“ Innlent Spyr hvort aflífa þurfi sig vegna mjaðmaskipta Innlent Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Erlent Sást blóðugur fyrir utan fjölbýlishús Innlent Tóku farsíma af unglingum í Hafnarfirði og millifærðu af reikningum Innlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Lögregla lýsir eftir Aylin Innlent