Suzuki Swift Sport fær forþjöppu Finnur Thorlacius skrifar 12. september 2017 12:39 Hefur alltaf verið flottur og góður og nú enn bætt í. Einn af þeim bílum sem frumsýndir eru nú á bílasýningunni í Frankfurt sem opnaði fyrir blaðamönnum í morgun er nýr Suzuki Swift Sport. Ekki er langt síðan Suzuki kynnti til sögunnar nýja kynslóð Swift og nú kemur Sport útgáfa hans til sögunnar, öflugri en nokkru sinni fyrr. Skipt hefur verið út 1,6 lítra vélinni og sett í staðinn 1,4 lítra vél með forþjöppu og með henni skilar hann 138 hestöflum og 230 Nm togi. Togið fer upp um 70 Nm þó svo að hestöflunum hafi aðeins fjölgað um 4. Það sem kannski meira máli skiptir er að Suzuki hefur tekist að létta bílinn frá fyrri kynslóð um heil 80 kíló og það verður að teljast athyglivert fyrir ekki stærri bíl. Hann er nú aðeins 970 kíló og fyrir vikið hafa aksturseiginleikar hans batnað. Bíllinn kemur á 17 tommu álfelgum, er með flottan vindkljúf að aftan og töffaralegum körfusætum að framan. Sportlegt leðurstýrið er stagað með rauðum þræði og pedalarnir eru úr burstuðu áli, sem og skiptingarhnúðurinn. Suzuki Swift Sport er bíll til að skemmta sér á og því kemur hann aðeins með 6 gíra beinskiptingu. Þar sem Suzuki Swift Sport hefur ávallt verið frábært leiktæki sem unaður er að henda í beygjurnar má búast við því að enn hafi verið aukið á ánægjuna með auknu afli og minni vigt. Kannski er það ánægjulegasta við þennan bíl að hann er ávallt mjög ódýr kostur.Ekki er baksvipurinn til að væla yfir. Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent
Einn af þeim bílum sem frumsýndir eru nú á bílasýningunni í Frankfurt sem opnaði fyrir blaðamönnum í morgun er nýr Suzuki Swift Sport. Ekki er langt síðan Suzuki kynnti til sögunnar nýja kynslóð Swift og nú kemur Sport útgáfa hans til sögunnar, öflugri en nokkru sinni fyrr. Skipt hefur verið út 1,6 lítra vélinni og sett í staðinn 1,4 lítra vél með forþjöppu og með henni skilar hann 138 hestöflum og 230 Nm togi. Togið fer upp um 70 Nm þó svo að hestöflunum hafi aðeins fjölgað um 4. Það sem kannski meira máli skiptir er að Suzuki hefur tekist að létta bílinn frá fyrri kynslóð um heil 80 kíló og það verður að teljast athyglivert fyrir ekki stærri bíl. Hann er nú aðeins 970 kíló og fyrir vikið hafa aksturseiginleikar hans batnað. Bíllinn kemur á 17 tommu álfelgum, er með flottan vindkljúf að aftan og töffaralegum körfusætum að framan. Sportlegt leðurstýrið er stagað með rauðum þræði og pedalarnir eru úr burstuðu áli, sem og skiptingarhnúðurinn. Suzuki Swift Sport er bíll til að skemmta sér á og því kemur hann aðeins með 6 gíra beinskiptingu. Þar sem Suzuki Swift Sport hefur ávallt verið frábært leiktæki sem unaður er að henda í beygjurnar má búast við því að enn hafi verið aukið á ánægjuna með auknu afli og minni vigt. Kannski er það ánægjulegasta við þennan bíl að hann er ávallt mjög ódýr kostur.Ekki er baksvipurinn til að væla yfir.
Mest lesið Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Erlent Ekki ráðist í bólusetningarátak gegn Covid-19 Innlent Með töskurnar fullar af marijúana Innlent Ráðstöfun séreignarsparnaðar inn á húsnæðislán bara tímabundin Innlent Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Erlent Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Innlent Tuttugu prósent meira fjármagn í utanríkismál á næsta ári Innlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Efast um að Bandaríkin leyfi sjálfstætt Grænland Erlent