Samþykktu hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 11. september 2017 23:38 Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, er væntanlega ekkert sérstaklega sáttur með nýjustu ályktun öryggisráðsins gegn sér. vísir/epa Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma fyrr í kvöld ályktun sem kveður á um hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu eftir að landið gerði öflugustu tilraun sína með kjarnavopn til þessa þann 3. september síðastliðinn. Ályktunin var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. Um er að ræða níundu ályktun ráðsins er varðar refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Norður-Kóreu og kveður hún á um takmarkanir á innflutningi hráolíu og bann við útflutningi á norður-kóreskum vefnaðarvörum. Vefnaðarvörur eru önnur helsta útflutningsafurð Norður-Kóreu og er tilgangur ályktunarinnar að svipta ríkið þeirri auðlind svo stjórnvöld hafi minna á milli handanna fyrir kjarnorku-og eldflaugaáætlun sína. Nærri 80 prósent af vefnaðarvörunum er selt til Kína og þá flytur Norður-Kórea mest af olíu inn frá Kína. Takmarkanir á innflutningi taka bæði til hráolíu og hreinsaðrar olíu. Norður-Kórea mun þannig ekki geta flutt inn meira en tvær milljónir af tunnum af hreinsaðri olíu á ári en talið er að í dag flytji landið inn allt að 4,5 milljónir tunna. „Við erum hætt að reyna að hvetja stjórnvöld í Norður-Kóreu til þess að breyta rétt. Núna erum við að stoppa þau við það að breyta rangt,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, í öryggisráðinu um aðgerðirnar. Norður-Kórea Tengdar fréttir Varar Norður-Kóreu við „útrýmingu“ Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain kallaði í dag eftir því að Bandaríkin myndu auka viðveru herafla síns í kringum Norður-Kóreu. 10. september 2017 22:54 Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10 Bandaríkin vilja stöðva olíusölu til Norður-Kóreu TIllaga að hertum refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu sem bandarísk stjórnvöld hyggjast leggja fram felur meðal annars í sér að bann verði lagt við sölu á olíu til einræðisríkisins. 6. september 2017 19:11 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Öryggisráð Sameinuðu þjóðanna samþykkti einróma fyrr í kvöld ályktun sem kveður á um hertar refsiaðgerðir gegn Norður-Kóreu eftir að landið gerði öflugustu tilraun sína með kjarnavopn til þessa þann 3. september síðastliðinn. Ályktunin var lögð fram af Bandaríkjunum sem breyttu drögunum að henni nokkuð til að fá stuðning Kína og Rússlands í öryggisráðinu. Um er að ræða níundu ályktun ráðsins er varðar refsiaðgerðir gegn stjórnvöldum í Norður-Kóreu og kveður hún á um takmarkanir á innflutningi hráolíu og bann við útflutningi á norður-kóreskum vefnaðarvörum. Vefnaðarvörur eru önnur helsta útflutningsafurð Norður-Kóreu og er tilgangur ályktunarinnar að svipta ríkið þeirri auðlind svo stjórnvöld hafi minna á milli handanna fyrir kjarnorku-og eldflaugaáætlun sína. Nærri 80 prósent af vefnaðarvörunum er selt til Kína og þá flytur Norður-Kórea mest af olíu inn frá Kína. Takmarkanir á innflutningi taka bæði til hráolíu og hreinsaðrar olíu. Norður-Kórea mun þannig ekki geta flutt inn meira en tvær milljónir af tunnum af hreinsaðri olíu á ári en talið er að í dag flytji landið inn allt að 4,5 milljónir tunna. „Við erum hætt að reyna að hvetja stjórnvöld í Norður-Kóreu til þess að breyta rétt. Núna erum við að stoppa þau við það að breyta rangt,“ sagði Nikki Haley, sendiherra Bandaríkjanna, í öryggisráðinu um aðgerðirnar.
Norður-Kórea Tengdar fréttir Varar Norður-Kóreu við „útrýmingu“ Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain kallaði í dag eftir því að Bandaríkin myndu auka viðveru herafla síns í kringum Norður-Kóreu. 10. september 2017 22:54 Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10 Bandaríkin vilja stöðva olíusölu til Norður-Kóreu TIllaga að hertum refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu sem bandarísk stjórnvöld hyggjast leggja fram felur meðal annars í sér að bann verði lagt við sölu á olíu til einræðisríkisins. 6. september 2017 19:11 Mest lesið Önnur sprunga opnast Innlent Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Erlent Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Innlent Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Erlent Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Innlent Fallegt og ekkert smágos Innlent Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Innlent Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Erlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Innlent Fleiri fréttir Fimm glæpamenn fluttir frá Bandaríkjunum til Esvatíní Handtekin fyrir að stunda kynlíf með munkum og kúga af þeim fé Að ráðast, eða ráðast ekki, á Moskvu Leggur til að frídögum verði fækkað um tvo Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Pútín lætur sér fátt um finnast Ekkja Navalní mótmælir tónleikum „náins vinar“ Pútín Leynd aflétt af leynilegri áætlun um móttöku Afgana Fyrirætlanir um búðir í Rafah vekja ágreining Rússar virðast hafa litlar áhyggjur af hótunum Trump Hótar Pútín með tollum ef friður næst ekki á fimmtíu dögum Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Segjast hafa „útrýmt“ banamönnum ofurstans Gisèle Pelicot sæmd æðstu heiðursorðu Frakka Hvetja foreldra til að bólusetja börnin sín eftir andlát vegna mislinga Reyna aftur að sigla til Gasa Veita yfirráðasvæði Frakklands meira sjálfstæði Kim lofar Rússum „skilyrðislausum stuðningi“ Hótar að svipta Rosie O'Donnell ríkisborgararétti Fjórir látnir eftir gríðarstóra loftárás Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Frakkar og Bretar ná saman um að skiptast á hælisleitendum Þriðjungur endurreisnarinnar gæti fallið á Rússa Liðsmenn Verkalýðsflokks Kúrda leggja niður vopn Fyrsta rafknúna flugvélin í dönsku innanlandsflugi Sex vikið úr starfi vegna banatilræðis gegn Trump Fannst lifandi inni í kistu tveimur dögum eftir að leit hófst Sjá meira
Varar Norður-Kóreu við „útrýmingu“ Öldungadeildarþingmaðurinn John McCain kallaði í dag eftir því að Bandaríkin myndu auka viðveru herafla síns í kringum Norður-Kóreu. 10. september 2017 22:54
Telja nýtt eldflaugaskot líklegt Yfirvöld Suður-Kóreu fylgjast nú náið með nágrönnum sínum i norðri og telja líklegt að til standi að gera frekari eldflaugatilraunir í Norður-Kóreu. 8. september 2017 11:10
Bandaríkin vilja stöðva olíusölu til Norður-Kóreu TIllaga að hertum refsiaðgerðum gegn Norður-Kóreu sem bandarísk stjórnvöld hyggjast leggja fram felur meðal annars í sér að bann verði lagt við sölu á olíu til einræðisríkisins. 6. september 2017 19:11