Milljónir heimila án rafmagns í Flórída Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 12. september 2017 06:00 Rafmagnsleysið þýðir að íbúar hafa þurft að grípa til prímusa og gamaldags eldstæða. vísir/afp Sex milljónir heimila í Flórída voru án rafmagns í gær eftir að fjórða stigs fellibylurinn Irma gekk þar á land. Þýðir það að heimili um 62 prósenta íbúa voru rafmagnslaus þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Bylurinn var staddur yfir miðju Flórídaríkis í gær og á leið í norðvestur. Hann hafði þó veikst eftir að hann gekk á land og flokkaðist sem annars stigs hitabeltisóveður í gær. Talið er að fjórir hið minnsta hafi farist í óveðri gærdagsins í Bandaríkjunum. 37 létu lífið þegar stormurinn gekk yfir Karíbahafseyjar. Þar af dóu tíu á Kúbu. Rick Scott ríkisstjóri flaug yfir Keys-svæðið, sem er syðst í ríkinu, í gær. Í viðtali við Miami Herald sagði hann að raflínur hefðu slitnað víðsvegar um ríkið. „Fjölmargir vegir eru einnig ófærir þannig að allir þurfa að sýna þolinmæði á meðan við vinnum okkur út úr þessu.“ Scott sagði að þeir Flórídabúar sem rýmdu svæðið og flúðu til nærliggjandi ríkja þyrftu að bíða í þó nokkurn tíma áður en þeir gætu snúið heim. Koma þyrfti á rafmagni á ný, gera við vatnslagnir og samgöngumannvirki.Donald Trump Bandaríkjaforseti og Melania forsetafrú minntust þeirra sem fórust í árásunum 11. september 2001 í gær.vísir/afp„Fólk þarf að forðast það nú að gera mistök eins og á til að gerast við þessar aðstæður. Fólk fer oft þar sem rafmagnslínur liggja á jörðinni, þar sem er ekki óhætt að vera. Það er svo mikið tjón víðs vegar um ríkið,“ sagði ríkisstjórinn. Samkvæmt Miami Herald mega íbúar Flórída búast við því að farsímar þeirra nái sambandi á ný innan skamms. Hins vegar gætu verið dagar eða jafnvel vikur þar til rafmagn verður komið á að nýju. Segir jafnframt að í Miami-Dade-sýslu sé nærri milljón án rafmagns en tekist hafi að koma því á á um tvö hundruð þúsund heimilum nú þegar. Donald Trump Bandaríkjaforseti samþykkti í gær að lýsa yfir hamfaraástandi í Flórída og opnaði þar með á að ríkið fengi styrki frá alríkisstjórninni til að hjálpa til við uppbyggingu. Áður hefur verið fjallað um að sjóðir Almannavarna Bandaríkjanna séu að tæmast en stutt er frá því fellibylurinn Harvey gekk yfir Texas og Louisiana. „Slæmu fréttirnar eru þær að þetta er einhvers konar risavaxið skrímsli,“ sagði Trump við blaðamenn í gær og bætti því við að tjónið væri afar mikið og dýrt yrði að endurbyggja ríkið. „Nú höfum við hins vegar bara áhyggjur af mannslífum, ekki peningum,“ sagði forsetinn. Þá lofaði hann síðar um daginn að alríkisstjórnin myndi beita sér af fullum krafti til að hjálpa íbúum Flórída. „Þetta eru gríðarlega alvarlegar hamfarir og við munum nýta öll okkar úrræði til að hjálpa samlöndum okkar. Þegar Bandaríkjamenn eru í neyð taka Bandaríkjamenn höndum saman. Við erum eitt ríki,“ sagði forsetinn á minningarathöfn þar sem fórnarlamba hryðjuverkaárásanna sem framdar voru 11. september árið 2001 var minnst. Einkarekna veðurstofan AccuWeather birti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem tjónið af völdum Irmu og Harvey er metið á um 290 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar um þrjátíu billjónum króna eða 1,5 prósentum af vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna. Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Sex milljónir heimila í Flórída voru án rafmagns í gær eftir að fjórða stigs fellibylurinn Irma gekk þar á land. Þýðir það að heimili um 62 prósenta íbúa voru rafmagnslaus þegar Fréttablaðið fór í prentun í gær. Bylurinn var staddur yfir miðju Flórídaríkis í gær og á leið í norðvestur. Hann hafði þó veikst eftir að hann gekk á land og flokkaðist sem annars stigs hitabeltisóveður í gær. Talið er að fjórir hið minnsta hafi farist í óveðri gærdagsins í Bandaríkjunum. 37 létu lífið þegar stormurinn gekk yfir Karíbahafseyjar. Þar af dóu tíu á Kúbu. Rick Scott ríkisstjóri flaug yfir Keys-svæðið, sem er syðst í ríkinu, í gær. Í viðtali við Miami Herald sagði hann að raflínur hefðu slitnað víðsvegar um ríkið. „Fjölmargir vegir eru einnig ófærir þannig að allir þurfa að sýna þolinmæði á meðan við vinnum okkur út úr þessu.“ Scott sagði að þeir Flórídabúar sem rýmdu svæðið og flúðu til nærliggjandi ríkja þyrftu að bíða í þó nokkurn tíma áður en þeir gætu snúið heim. Koma þyrfti á rafmagni á ný, gera við vatnslagnir og samgöngumannvirki.Donald Trump Bandaríkjaforseti og Melania forsetafrú minntust þeirra sem fórust í árásunum 11. september 2001 í gær.vísir/afp„Fólk þarf að forðast það nú að gera mistök eins og á til að gerast við þessar aðstæður. Fólk fer oft þar sem rafmagnslínur liggja á jörðinni, þar sem er ekki óhætt að vera. Það er svo mikið tjón víðs vegar um ríkið,“ sagði ríkisstjórinn. Samkvæmt Miami Herald mega íbúar Flórída búast við því að farsímar þeirra nái sambandi á ný innan skamms. Hins vegar gætu verið dagar eða jafnvel vikur þar til rafmagn verður komið á að nýju. Segir jafnframt að í Miami-Dade-sýslu sé nærri milljón án rafmagns en tekist hafi að koma því á á um tvö hundruð þúsund heimilum nú þegar. Donald Trump Bandaríkjaforseti samþykkti í gær að lýsa yfir hamfaraástandi í Flórída og opnaði þar með á að ríkið fengi styrki frá alríkisstjórninni til að hjálpa til við uppbyggingu. Áður hefur verið fjallað um að sjóðir Almannavarna Bandaríkjanna séu að tæmast en stutt er frá því fellibylurinn Harvey gekk yfir Texas og Louisiana. „Slæmu fréttirnar eru þær að þetta er einhvers konar risavaxið skrímsli,“ sagði Trump við blaðamenn í gær og bætti því við að tjónið væri afar mikið og dýrt yrði að endurbyggja ríkið. „Nú höfum við hins vegar bara áhyggjur af mannslífum, ekki peningum,“ sagði forsetinn. Þá lofaði hann síðar um daginn að alríkisstjórnin myndi beita sér af fullum krafti til að hjálpa íbúum Flórída. „Þetta eru gríðarlega alvarlegar hamfarir og við munum nýta öll okkar úrræði til að hjálpa samlöndum okkar. Þegar Bandaríkjamenn eru í neyð taka Bandaríkjamenn höndum saman. Við erum eitt ríki,“ sagði forsetinn á minningarathöfn þar sem fórnarlamba hryðjuverkaárásanna sem framdar voru 11. september árið 2001 var minnst. Einkarekna veðurstofan AccuWeather birti í gær niðurstöður rannsóknar sinnar þar sem tjónið af völdum Irmu og Harvey er metið á um 290 milljarða Bandaríkjadala sem samsvarar um þrjátíu billjónum króna eða 1,5 prósentum af vergri landsframleiðslu Bandaríkjanna.
Fellibylurinn Irma Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Hafi ekki verið pínd dögum saman heldur vaknað með áverkana Innlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Fleiri fréttir Trump náðar eiturlyfjabarón huldunetsins Ný lög sögð leyfa giftingar allt að níu ára stúlkna Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Söguleg snjókoma í suðurhluta Bandaríkjanna Verður forsætisráðherra Írlands á ný Túaregar björguðu spænskum manni úr klóm Íslamska ríkisins 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka „Við erum Grænlendingar, við erum ekki Bandaríkjamenn eða Danir“ Tilnefning Hegseths samþykkt úr nefnd Náðaði fólk sem beitti lögregluþjóna ofbeldi Yfir níu kílómetrum á sekúndu á vindasömustu plánetunni Gera umfangsmikið áhlaupa á Vesturbakkanum Dularfullar kúlur innihalda ösku, mettaðar fitusýrur og saurgerla Segir Hitler-samanburð þreyttan Gera ráð fyrir að þúsundir líka sé að finna í húsarústunum 66 látnir í bruna á tyrknesku skíðahóteli Fjöldi fólks í óvissu og óöryggi eftir fyrsta dag Trump í embætti Musk sakaður um að heilsa „að nasistasið“ Donald Trump forseti Bandaríkjanna: „Gullöld Bandaríkjanna hefst núna“ Fetar í fótspor eiginmannsins og stofnar rafmynt Vopnahlé skref í rétta átt en varanlegur friður ekki í sjónmáli Biden náðar Fauci, Milley og Cheney í forvarnarskyni Játaði að hafa myrt þrjár ungar stúlkur í Southport Nord Stream-skemmdarverkin stærsti metanlekinn sem sést hefur Bein útsending: Trump sver embættiseið Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent