Verður Tesla með helming rafbílamarkaðarins árið 2020? Finnur Thorlacius skrifar 11. september 2017 10:45 Tesla Model 3. Spá Morgan Stanley Research og IHS fyrir rafmagnsbílamarkaðinn árið 2020 gerir ráð fyrir því að Tesla bílar muni telja um helming allra seldra rafmagnsbíla í heiminum á því ári. Í þeirri spá er gert ráð fyrir því að framleiðsla Tesla verði búin að ná 500.000 bíla framleiðslu á ári og jafnvel meira en það með komu hins tilvonandi Tesla Model Y bíls. Meginuppistaðan í sölu Tesla verður þó hinsvegar í Model 3 bílnum sem Tesla hefur nýverið hafið framleiðslu á. Biðlistinn eftir Tesla Model 3 bílum stendur nú í yfir 500.000 bílum. Ef af þessum framleiðsluvexti verður hjá Tesla er ljóst að Tesla mun þurfa að reisa nýjar bílaverksmiðjur þar sem núverandi verksmiðja í Fremont mun ekki afkasta framleiðslunni á Model S, X, 3 og Y bílum, en búast má við því að allar þessar gerðir verði enn í framleiðsu árið 2020. Spá Morgan Stanley Research og IHS hefur komið mörgum spánskt fyrir sjónir í ljósi mikillar áherslu kínverskra bílaframleiðenda á rafmagnsbílum. Ennfremur má búast við mikilli söluaukningu japanskra, þýskra og franskra bílaframleiðenda. Búist er við því að einungis Nissan Leaf bíllinn muni seljast í um 50.000 eintökum í ár samanborið við 84.000 heildarframleiðslu Tesla í fyrra. Því þarf mikil framleiðsuaukning að verða hjá Tesla á næstu 3 árum ef spá Morgan Stanley Research og IHS á að rætast, en líklega mun það þó ekki duga til. Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent
Spá Morgan Stanley Research og IHS fyrir rafmagnsbílamarkaðinn árið 2020 gerir ráð fyrir því að Tesla bílar muni telja um helming allra seldra rafmagnsbíla í heiminum á því ári. Í þeirri spá er gert ráð fyrir því að framleiðsla Tesla verði búin að ná 500.000 bíla framleiðslu á ári og jafnvel meira en það með komu hins tilvonandi Tesla Model Y bíls. Meginuppistaðan í sölu Tesla verður þó hinsvegar í Model 3 bílnum sem Tesla hefur nýverið hafið framleiðslu á. Biðlistinn eftir Tesla Model 3 bílum stendur nú í yfir 500.000 bílum. Ef af þessum framleiðsluvexti verður hjá Tesla er ljóst að Tesla mun þurfa að reisa nýjar bílaverksmiðjur þar sem núverandi verksmiðja í Fremont mun ekki afkasta framleiðslunni á Model S, X, 3 og Y bílum, en búast má við því að allar þessar gerðir verði enn í framleiðsu árið 2020. Spá Morgan Stanley Research og IHS hefur komið mörgum spánskt fyrir sjónir í ljósi mikillar áherslu kínverskra bílaframleiðenda á rafmagnsbílum. Ennfremur má búast við mikilli söluaukningu japanskra, þýskra og franskra bílaframleiðenda. Búist er við því að einungis Nissan Leaf bíllinn muni seljast í um 50.000 eintökum í ár samanborið við 84.000 heildarframleiðslu Tesla í fyrra. Því þarf mikil framleiðsuaukning að verða hjá Tesla á næstu 3 árum ef spá Morgan Stanley Research og IHS á að rætast, en líklega mun það þó ekki duga til.
Mest lesið Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Dregur úr vindi en áfram vetrarveður Veður Jólakindin Djásn á Stokkseyri Innlent Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Innlent Þak fauk nánast af hlöðu Innlent Alls kyns jól um allan heim Erlent