Bein útsending: Íbúum í Jacksonville sagt að flýja söguleg flóð Kjartan Kjartansson, Stefán Ó. Jónsson og Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifa 11. september 2017 05:52 Skútum og bátum hefur skolað upp á land í veðurofsanum á Flórída. Vísir/AFP Hitabeltisstormurinn Irma hefur færst yfir norðurhluta Flórída í dag og stefnir inn á land. Þó að dregið hafi úr vindstyrknum heldur úrhellisrigning áfram og varað er við lífshættulegum sjávarflóðum. Sýslumaðurinn í Jacksonville skipaði fólki í nágrenni St. Johns og fleiri áa sem renna í gegnum borgina að rýma svæðin. Flóð í ánum hafa þegar slegið met en því er spáð að þau verði enn verri á háflóði um kl. 18 að íslenskum tíma. Tjón af völdum Irmu er enn að koma í ljós. Florida Keys, eyjarnar sem Irma skall fyrst og af mestum krafti á í gærmorgun, eru enn einangraðar frá meginlandinu en fregnir hafa borist af gríðarlegu tjóni þar. Rafmagnslínur hafa farið í sundur um allt Flórída og er áætlað að rúm 60% íbúa ríkisins séu án rafmagns. Yfirvöld hafa víða varað fólk við að vera á ferðinni vegna hættu af völdum braks og rafmagnslína sem geta legið á vegum sem vatn hefur flætt yfir. Af þeim fréttum sem borist hafa fram að þessu bendir margt til þess að Flórída hafi sloppið betur en á horfðist að mörgu leyti. „Við áttum von á Bic Mac en við fengum ostborgara fyrir börn,“ lýsti Richard Rand frá lögreglunni á Norður-Miami-strönd Irmu. Borgarstjóri Miami sagði á blaðamannafundi í dag að rúm 70% borgarinnar væru án rafmagns eftir storminn. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá beina útsendingu NBC2 í Flórída.
Hitabeltisstormurinn Irma hefur færst yfir norðurhluta Flórída í dag og stefnir inn á land. Þó að dregið hafi úr vindstyrknum heldur úrhellisrigning áfram og varað er við lífshættulegum sjávarflóðum. Sýslumaðurinn í Jacksonville skipaði fólki í nágrenni St. Johns og fleiri áa sem renna í gegnum borgina að rýma svæðin. Flóð í ánum hafa þegar slegið met en því er spáð að þau verði enn verri á háflóði um kl. 18 að íslenskum tíma. Tjón af völdum Irmu er enn að koma í ljós. Florida Keys, eyjarnar sem Irma skall fyrst og af mestum krafti á í gærmorgun, eru enn einangraðar frá meginlandinu en fregnir hafa borist af gríðarlegu tjóni þar. Rafmagnslínur hafa farið í sundur um allt Flórída og er áætlað að rúm 60% íbúa ríkisins séu án rafmagns. Yfirvöld hafa víða varað fólk við að vera á ferðinni vegna hættu af völdum braks og rafmagnslína sem geta legið á vegum sem vatn hefur flætt yfir. Af þeim fréttum sem borist hafa fram að þessu bendir margt til þess að Flórída hafi sloppið betur en á horfðist að mörgu leyti. „Við áttum von á Bic Mac en við fengum ostborgara fyrir börn,“ lýsti Richard Rand frá lögreglunni á Norður-Miami-strönd Irmu. Borgarstjóri Miami sagði á blaðamannafundi í dag að rúm 70% borgarinnar væru án rafmagns eftir storminn. Fréttin hefur verið uppfærð. Hér að neðan má sjá beina útsendingu NBC2 í Flórída.
Fellibylurinn Irma Mest lesið Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Sjá meira