Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Grindavík - Fjölnir 2-1 │ Andri Rúnar jafnaði markametið Smári Jökull Jónsson skrifar 30. september 2017 17:15 Fjölnir valtaði 4-0 yfir Grindvíkinga í Grafarvoginum fyrr í sumar Vísir/Andri Marinó Andri Rúnar Bjarnason framherji Grindavíkur jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði sigurmark Grindavíkur í 2-1 sigrinum gegn Fjölni í Grindavík í dag. Markið er hans nítjánda í sumar en hann misnotaði vítaspyrnu fyrr í leiknum. Leikurinn fór rólega af stað og greinilegt að Grindvíkingar ætluðu að hjálpa sínum manni í tilraun hans við markametið. Lítið markvert gerðist fyrr en á 21.mínútu en þá átti títtnefndur Andri Rúnar góðan sprett inn í vítateig gestanna. Þar var hann felldur og vítaspyrna dæmd. Andri Rúnar steig sjálfur á punktinn. Hann skaut hins vegar í stöngina á marki Fjölnis en þaðan barst boltinn till Milos Zeravica sem skoraði örugglega. Eftir þetta var lítið um að vera í fyrri hálfleik. Fjölnismenn mættu hins vegar afar grimmir til leiks eftir hlé. Þeir tóku völdin strax í upphafi og uppskáru mark á 54.mínútu þegar Ingimundur Níels Óskarsson jafnaði metin eftir fína fyrirgjöf frá Mario Tadejevic. Grindvíkingar voru að spila illa og áttu í mestu vandræðum með að halda boltanum og byggja upp sóknir. Andri Rúnar beið einni uppi á topp en þjónustan við hann var lítil sem engin. Fjölnismenn fengu færin og hefðu átt að skora fleiri mörk. Andra Rúnari fór hins vegar að leiðast þófið og gerði sig líklegan í nokkur skipti undir lokin. Á 88.mínútu fékk hann síðan boltann úti á kanti, lék inn í teiginn og átti þrumuskot sem Jökull í marki Fjölnis réði ekki við. Allt trylltist á pöllunum og Andri Rúnar fagnaði vel og innilega. Eftir þetta fengu Fjölnismenn heldur betur færin til að jafna. Hans Viktor Guðmundsson fékk tvö dauðafæri sem hann misnotaði og það voru Grindvíkingar sem fögnuðu sigri, fremur óverðuskuldað miðað við gang leiksins. Með sigrinum fara heimamenn alla leið í 5.sæti deildarinnar sem er frábær árangur fyrir nýliða. Fjölnismenn enda hins vegar í 10.sæti Pepsi-deildarinnar, sætinu fyrir ofan fallsætin tvö.Af hverju vann Grindavík?Já, það er góð spurning sem erfitt er að finna svar við. Einfaldast er líklega að segja að Andri Rúnar Bjarnason hafi gert allt til þess að ná markametinu. Sigurmarkið átti hann einn og hann sýndi þá hversu mikið hann vildi ná metinu sem allir hafa talað um síðustu vikurnar. Fjölnismenn voru betri aðilinn, fengu fleiri færi og voru líklegri til að ná inn marki áður en Andri Rúnar tók til sinna ráða. Það er hins vegar ekki spurt að því og þeir geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki skorað fleiri mörk í dag.Þessir stóðu upp úr:Kristijan Jajalo átti fínan leik í marki heimamanna og varði oft á tíðum vel. Hann var öryggið uppmálað og gat lítið gert þegar Ingimundur Níels skoraði fyrir gestina. Grindvíkingar munu væntanlega gera allt til að halda þessum öfluga markmanni í sínum röðum fyrir næsta tímabil. Sigurjón Rúnarsson spilaði sinn fyrsta leik í vörn Grindvíkinga og gerði það nær óaðfinnanlega þó svo að stundum hafi hann átt í erfiðleikum með að koma boltanum frá sér. Fransisco Lemaur var sömuleiðis fínn í vörninni en miðjumenn Grindvíkinga voru heillum horfnir í dag. Hjá Fjölni var Birnir Snær Ingason ógnandi og Ægir Jarl Jónasson var ágætur sömuleiðis.Hvað gekk illa?Fjölni gekk ekki nógu vel að nýta þau færi sem þeir fengu og Þórir Guðjónsson, þeirra helsti framherji, komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Heimamönnum gekk hrikalega illa að byggja upp sóknir í síðari hálfleik og áttu óteljandi misheppnaðar sendingar. Óli Stefán þjálfari sagði í viðtali eftir leik að þeir hefðu oft spilað betur í sumar án þess að fá stig og sagði kærkomið að fá ruslastig eins og hann kallaði þau.Hvað gerist næst?Pepsi-deildinni er lokið og nú fara leigubílasögurnar af stað. Óli Stefán Flóventsson er samningslaus en vildi lítið gefa upp um framhaldið hjá honum. Eftir velgengnina í sumar er ekki ólíklegt að önnur lið fari að bera víurnar í hann. Ágúst Gylfason sagðist ætla að halda áfram með Fjölni en þeir þurfa að skoða sín mál. Félagið er með eitt öflugasta unglingastarfið á landinu og Ágúst talaði um að á næsta ári yrðu færri erlendir leikmenn í herbúðum félagsins og fleiri yngri leikmenn fengju tækifæri. Það verður áhugavert að sjá hvort það skili betri árangri í Grafarvoginum.Maður leiksins: Kristijan Jajalo, Grindavík.Einkunnir allra leikmanna má sjá með því að smella á flipann liðin hér fyrir ofan. Andri Rúnar: Hugurinn leitar útAndri Rúnar jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði nítjánda mark sitt í deildinni í dag.vísir/stefán„Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason eftir 2-1 sigur Grindavíkur á Fjölni þar sem hann jafnaði markamet efstu deildar með sínu nítjánda marki í Pepsi-deildinni í sumar. Markið kom á 88.mínútu en Grindvíkingar höfðu alls ekki verið líklegir til að skora fram að því í síðari hálfleiknum. „Ég var kominn með krampa þegar tuttugu mínútur voru eftir en ég var allan tímann bara að hugsa um að skora og það tókst.“ Andri Rúnar er þar með kominn í hóp með góðum mönnum. Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson áttu markametið saman og nú bætist Andri Rúnar við. Hvernig líst honum á félagsskapinn? „Það er geggjað. Gummi hringdi í mig áðan og ég spurði hvenær við færum út að borða saman strákarnir, vonandi verður það fljótlega,“ sagði Andri brosandi. Andri Rúnar kom til Grindavíkur frá Víkingi fyrir tímabilið og sagði að Óli Stefán Flóventsson þjálfari og Milan Stefán Jankovic aðstoðarþjálfari Grindavíkur eigi stóran þátt í hans velgengni. „Ég held að mörkin tali sínu máli. Það er magnað afrek, þó ég segi sjálfur frá, að ná í nitján mörk. Óli er geggjaður þjálfari og hann og Janko gerðu mig að miklu betri leikmanni heldur en ég var.“ Andri Rúnar er samningslaus eftir tímabilið en sagði ekkert komið á hreint hvað gerist eftir 15.október þegar samningur hans rennur út. „Ég er með menn sem eru að hjálpa mér í þessu. Hugurinn leitar út og vonandi gengur það eftir,“ sagði Andri Rúnar en hann sagði ekkert ákveðið hvort hann yrði áfram í Grindavík ef hann myndi spila á Íslandi. „Ég veit það ekki, það eina sem ég veit að ef ég verð áfram þá skora ég 20 mörk á næsta ári.“ Óli Stefán: Ekkert lið haft sambandÓli Stefán Flóventsson.Vísir/Andri Marínó„Þetta er einn daprasti leikur sem við spilum í seinni umferðinni en við fáum þrjú stig. Við höfum spilað fína leiki án þess að fá stig og þetta er fótboltinn í hnotskurn,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir 2-1 sigur á Fjölni í Grindavík í dag. „Ég verð að gefa strákunum hrós fyrir að halda áfram og þó svo að við höfum slitnað mikið sundur í dag þá er hrikalega gott að ná í svona ruslasigur.“ Óli Stefán sagði það ekki hafa truflað menn í undirbúningi að margir voru að tala um Andra Rúnar og markametið. „Nei, við náðum að loka vel á það og hann líka. Einbeitingin fór á það að hafa gaman og klára tímabilið á góðum nótum. Ég held að við höfum ekki minnst á markametið í vikunni.“ Óli Stefán sagðist vera stoltur af afreki Andra Rúnars og þeirri staðreynd að hann hafi jafnað markametið. „Andri Rúnar er ótrúlega góður í fótbolta. Hann er líka frábær náungi, er leiðtogi og gefur mikið af sér til ungu strákanna. Við erum rosalega ánægðir og stoltir af þessu afreki hjá honum. Ég gæti ekki verið ánægðari.“ „Á fyrsta fundi í fyrrahaust lofaði ég honum að ég myndi gera hann að betri leikmanni. Ég held að við getum öll verið sammála um það að hann er örlítið betri en á fyrsta fundi.“ Í gær fóru af stað sögusagnir um að Óli Stefán myndi hætta með liðið eftir tímabilið. Hann sagði ekkert ljóst hvað myndi gerast og sagðist þrá fríið sem framundan er. „Eina sem ég get sagt er að ég er samningslaus eftir tvær vikur og ég vil komast í frí. Ég er mjög þreyttur, þetta hefur verið erfitt tímabil og mikið í gangi. Ég hef gefið mig allan í þetta og ég er orðinn lúinn. Ég á tvær vikur eftir og virði það auðvitað,“ sagði Óli Stefán og sagði ekkert annað lið hafa haft samband við hann. „Nei, ekki neitt,“ sagði Óli Stefán að lokum. Ágúst: Vorum miklu betri frá fyrstu mínútuÁgúst Gylfason þjálfari Fjölnis.vísir/anton„Ég vil óska Grindvíkingum til hamingju og Andra Rúnari með að hafa jafnað metið. Við vorum hins vegar miklu betri aðilinn á vellinum frá fyrstu mínútu og með ólíkindum að við höfum tapað. Við fengum aragrúa af færum og það er svekkjandi að tapa,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis eftir leikinn gegn Grindavík í dag. „Eftir á að hyggja þá náum við að halda sætinu í deildinni sem var markmiðið í síðustu 4-5 leikjunum. Ef við hefðum unnið í dag þá hefðum við lent í 7.sæti en lendum í 10.sæti í staðinn. Það er sætið fyrir ofan fallið og við verðum að taka því og gera betur á næsta ári.“ Ágúst á eitt ár eftir af samningi sínum við Fjölni og segist ætla að vera áfram í Grafarvoginum. „Ég á eitt ár eftir og ég verð áfram hjá Fjölni, það er bara þannig. Við förum fljótt í samningamál. Við erum með eitthvað af útlendingum og svo mikið af ungum strákum sem er auðvitað jákvætt.“ „Við þurfum að bæta við 2-3 leikmönnum og verðum kannski með færri útlendinga. Við stefnum á að vera töluvert ofar í töflunni en á þessu ári,“ sagði Ágúst að lokum. Pepsi Max-deild karla
Andri Rúnar Bjarnason framherji Grindavíkur jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði sigurmark Grindavíkur í 2-1 sigrinum gegn Fjölni í Grindavík í dag. Markið er hans nítjánda í sumar en hann misnotaði vítaspyrnu fyrr í leiknum. Leikurinn fór rólega af stað og greinilegt að Grindvíkingar ætluðu að hjálpa sínum manni í tilraun hans við markametið. Lítið markvert gerðist fyrr en á 21.mínútu en þá átti títtnefndur Andri Rúnar góðan sprett inn í vítateig gestanna. Þar var hann felldur og vítaspyrna dæmd. Andri Rúnar steig sjálfur á punktinn. Hann skaut hins vegar í stöngina á marki Fjölnis en þaðan barst boltinn till Milos Zeravica sem skoraði örugglega. Eftir þetta var lítið um að vera í fyrri hálfleik. Fjölnismenn mættu hins vegar afar grimmir til leiks eftir hlé. Þeir tóku völdin strax í upphafi og uppskáru mark á 54.mínútu þegar Ingimundur Níels Óskarsson jafnaði metin eftir fína fyrirgjöf frá Mario Tadejevic. Grindvíkingar voru að spila illa og áttu í mestu vandræðum með að halda boltanum og byggja upp sóknir. Andri Rúnar beið einni uppi á topp en þjónustan við hann var lítil sem engin. Fjölnismenn fengu færin og hefðu átt að skora fleiri mörk. Andra Rúnari fór hins vegar að leiðast þófið og gerði sig líklegan í nokkur skipti undir lokin. Á 88.mínútu fékk hann síðan boltann úti á kanti, lék inn í teiginn og átti þrumuskot sem Jökull í marki Fjölnis réði ekki við. Allt trylltist á pöllunum og Andri Rúnar fagnaði vel og innilega. Eftir þetta fengu Fjölnismenn heldur betur færin til að jafna. Hans Viktor Guðmundsson fékk tvö dauðafæri sem hann misnotaði og það voru Grindvíkingar sem fögnuðu sigri, fremur óverðuskuldað miðað við gang leiksins. Með sigrinum fara heimamenn alla leið í 5.sæti deildarinnar sem er frábær árangur fyrir nýliða. Fjölnismenn enda hins vegar í 10.sæti Pepsi-deildarinnar, sætinu fyrir ofan fallsætin tvö.Af hverju vann Grindavík?Já, það er góð spurning sem erfitt er að finna svar við. Einfaldast er líklega að segja að Andri Rúnar Bjarnason hafi gert allt til þess að ná markametinu. Sigurmarkið átti hann einn og hann sýndi þá hversu mikið hann vildi ná metinu sem allir hafa talað um síðustu vikurnar. Fjölnismenn voru betri aðilinn, fengu fleiri færi og voru líklegri til að ná inn marki áður en Andri Rúnar tók til sinna ráða. Það er hins vegar ekki spurt að því og þeir geta sjálfum sér um kennt að hafa ekki skorað fleiri mörk í dag.Þessir stóðu upp úr:Kristijan Jajalo átti fínan leik í marki heimamanna og varði oft á tíðum vel. Hann var öryggið uppmálað og gat lítið gert þegar Ingimundur Níels skoraði fyrir gestina. Grindvíkingar munu væntanlega gera allt til að halda þessum öfluga markmanni í sínum röðum fyrir næsta tímabil. Sigurjón Rúnarsson spilaði sinn fyrsta leik í vörn Grindvíkinga og gerði það nær óaðfinnanlega þó svo að stundum hafi hann átt í erfiðleikum með að koma boltanum frá sér. Fransisco Lemaur var sömuleiðis fínn í vörninni en miðjumenn Grindvíkinga voru heillum horfnir í dag. Hjá Fjölni var Birnir Snær Ingason ógnandi og Ægir Jarl Jónasson var ágætur sömuleiðis.Hvað gekk illa?Fjölni gekk ekki nógu vel að nýta þau færi sem þeir fengu og Þórir Guðjónsson, þeirra helsti framherji, komst aldrei almennilega í takt við leikinn. Heimamönnum gekk hrikalega illa að byggja upp sóknir í síðari hálfleik og áttu óteljandi misheppnaðar sendingar. Óli Stefán þjálfari sagði í viðtali eftir leik að þeir hefðu oft spilað betur í sumar án þess að fá stig og sagði kærkomið að fá ruslastig eins og hann kallaði þau.Hvað gerist næst?Pepsi-deildinni er lokið og nú fara leigubílasögurnar af stað. Óli Stefán Flóventsson er samningslaus en vildi lítið gefa upp um framhaldið hjá honum. Eftir velgengnina í sumar er ekki ólíklegt að önnur lið fari að bera víurnar í hann. Ágúst Gylfason sagðist ætla að halda áfram með Fjölni en þeir þurfa að skoða sín mál. Félagið er með eitt öflugasta unglingastarfið á landinu og Ágúst talaði um að á næsta ári yrðu færri erlendir leikmenn í herbúðum félagsins og fleiri yngri leikmenn fengju tækifæri. Það verður áhugavert að sjá hvort það skili betri árangri í Grafarvoginum.Maður leiksins: Kristijan Jajalo, Grindavík.Einkunnir allra leikmanna má sjá með því að smella á flipann liðin hér fyrir ofan. Andri Rúnar: Hugurinn leitar útAndri Rúnar jafnaði markamet efstu deildar þegar hann skoraði nítjánda mark sitt í deildinni í dag.vísir/stefán„Þetta er mikill léttir, mjög mikill. Það var komin ágætis pressa frá ykkur öllum og fínt að jafna þetta,“ sagði Andri Rúnar Bjarnason eftir 2-1 sigur Grindavíkur á Fjölni þar sem hann jafnaði markamet efstu deildar með sínu nítjánda marki í Pepsi-deildinni í sumar. Markið kom á 88.mínútu en Grindvíkingar höfðu alls ekki verið líklegir til að skora fram að því í síðari hálfleiknum. „Ég var kominn með krampa þegar tuttugu mínútur voru eftir en ég var allan tímann bara að hugsa um að skora og það tókst.“ Andri Rúnar er þar með kominn í hóp með góðum mönnum. Pétur Pétursson, Guðmundur Torfason, Þórður Guðjónsson og Tryggvi Guðmundsson áttu markametið saman og nú bætist Andri Rúnar við. Hvernig líst honum á félagsskapinn? „Það er geggjað. Gummi hringdi í mig áðan og ég spurði hvenær við færum út að borða saman strákarnir, vonandi verður það fljótlega,“ sagði Andri brosandi. Andri Rúnar kom til Grindavíkur frá Víkingi fyrir tímabilið og sagði að Óli Stefán Flóventsson þjálfari og Milan Stefán Jankovic aðstoðarþjálfari Grindavíkur eigi stóran þátt í hans velgengni. „Ég held að mörkin tali sínu máli. Það er magnað afrek, þó ég segi sjálfur frá, að ná í nitján mörk. Óli er geggjaður þjálfari og hann og Janko gerðu mig að miklu betri leikmanni heldur en ég var.“ Andri Rúnar er samningslaus eftir tímabilið en sagði ekkert komið á hreint hvað gerist eftir 15.október þegar samningur hans rennur út. „Ég er með menn sem eru að hjálpa mér í þessu. Hugurinn leitar út og vonandi gengur það eftir,“ sagði Andri Rúnar en hann sagði ekkert ákveðið hvort hann yrði áfram í Grindavík ef hann myndi spila á Íslandi. „Ég veit það ekki, það eina sem ég veit að ef ég verð áfram þá skora ég 20 mörk á næsta ári.“ Óli Stefán: Ekkert lið haft sambandÓli Stefán Flóventsson.Vísir/Andri Marínó„Þetta er einn daprasti leikur sem við spilum í seinni umferðinni en við fáum þrjú stig. Við höfum spilað fína leiki án þess að fá stig og þetta er fótboltinn í hnotskurn,“ sagði Óli Stefán Flóventsson þjálfari Grindavíkur eftir 2-1 sigur á Fjölni í Grindavík í dag. „Ég verð að gefa strákunum hrós fyrir að halda áfram og þó svo að við höfum slitnað mikið sundur í dag þá er hrikalega gott að ná í svona ruslasigur.“ Óli Stefán sagði það ekki hafa truflað menn í undirbúningi að margir voru að tala um Andra Rúnar og markametið. „Nei, við náðum að loka vel á það og hann líka. Einbeitingin fór á það að hafa gaman og klára tímabilið á góðum nótum. Ég held að við höfum ekki minnst á markametið í vikunni.“ Óli Stefán sagðist vera stoltur af afreki Andra Rúnars og þeirri staðreynd að hann hafi jafnað markametið. „Andri Rúnar er ótrúlega góður í fótbolta. Hann er líka frábær náungi, er leiðtogi og gefur mikið af sér til ungu strákanna. Við erum rosalega ánægðir og stoltir af þessu afreki hjá honum. Ég gæti ekki verið ánægðari.“ „Á fyrsta fundi í fyrrahaust lofaði ég honum að ég myndi gera hann að betri leikmanni. Ég held að við getum öll verið sammála um það að hann er örlítið betri en á fyrsta fundi.“ Í gær fóru af stað sögusagnir um að Óli Stefán myndi hætta með liðið eftir tímabilið. Hann sagði ekkert ljóst hvað myndi gerast og sagðist þrá fríið sem framundan er. „Eina sem ég get sagt er að ég er samningslaus eftir tvær vikur og ég vil komast í frí. Ég er mjög þreyttur, þetta hefur verið erfitt tímabil og mikið í gangi. Ég hef gefið mig allan í þetta og ég er orðinn lúinn. Ég á tvær vikur eftir og virði það auðvitað,“ sagði Óli Stefán og sagði ekkert annað lið hafa haft samband við hann. „Nei, ekki neitt,“ sagði Óli Stefán að lokum. Ágúst: Vorum miklu betri frá fyrstu mínútuÁgúst Gylfason þjálfari Fjölnis.vísir/anton„Ég vil óska Grindvíkingum til hamingju og Andra Rúnari með að hafa jafnað metið. Við vorum hins vegar miklu betri aðilinn á vellinum frá fyrstu mínútu og með ólíkindum að við höfum tapað. Við fengum aragrúa af færum og það er svekkjandi að tapa,“ sagði Ágúst Gylfason þjálfari Fjölnis eftir leikinn gegn Grindavík í dag. „Eftir á að hyggja þá náum við að halda sætinu í deildinni sem var markmiðið í síðustu 4-5 leikjunum. Ef við hefðum unnið í dag þá hefðum við lent í 7.sæti en lendum í 10.sæti í staðinn. Það er sætið fyrir ofan fallið og við verðum að taka því og gera betur á næsta ári.“ Ágúst á eitt ár eftir af samningi sínum við Fjölni og segist ætla að vera áfram í Grafarvoginum. „Ég á eitt ár eftir og ég verð áfram hjá Fjölni, það er bara þannig. Við förum fljótt í samningamál. Við erum með eitthvað af útlendingum og svo mikið af ungum strákum sem er auðvitað jákvætt.“ „Við þurfum að bæta við 2-3 leikmönnum og verðum kannski með færri útlendinga. Við stefnum á að vera töluvert ofar í töflunni en á þessu ári,“ sagði Ágúst að lokum.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti