Sport

Allt sem UFC stendur fyrir fer út um gluggann ef Conor berst næst við Diaz

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Ferguson er ekki hrifinn af því að Conor berjist næst við Nate Diaz. Það yrði þriðji bardagi þeirra.
Ferguson er ekki hrifinn af því að Conor berjist næst við Nate Diaz. Það yrði þriðji bardagi þeirra. vísir/getty
Það styttist í að þeir Tony Ferguson og Kevin Lee berjist um bráðabirgðabeltið í léttvigt UFC. Það belti veitir viðkomandi líka réttinn á að berjast við Conor McGregor um aðalbeltið í þyngdarflokknum.

Þrátt fyrir það er allt tal um næsta bardaga í þá átt að hann muni berjast næst við Nate Diaz í bardaga sem er ekki upp á neitt nema peninga. Það fer eðlilega illa í aðra bardagakappa í léttvigtinni.

„Næsti bardagi Conors ætti að vera gegn mér eða Kevin. Þessi tík sem Conor er þarf að verja titilinn sinn eða gefa hann frá sér. Ef ekki og hann fer í bardaga gegn Diaz þá er allt sem UFC stendur fyrir farið út um gluggann,“ segir Ferguson pirraður.

Enn hefur ekkert verið staðfest með næsta bardaga Conors en hann er að skoða sín mál með umboðsmanni sínum þessa dagana.

MMA

Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×