Ólafía nokkuð frá því að ná niðurskurðinum í Nýja Sjálandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 29. september 2017 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir í einni sandgryfjunni á hringnum í nótt. Vísir/Getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið keppni á McKayson LPGA-mótinu á Nýja Sjálandi en það dugði okkar konu ekki að spila annan hringinn á pari. Ólafía lék tvo fyrstu hringina á sex höggum yfir pari og var á endanum fimm höggum frá því að ná niðurskurðinum. Hún endar væntanlega í 110. sæti á mótinu. Ólafía fékk þrjá fugla í hringnum í nótt en einnig einn skramba og einn skolla. Ólafía fékk því skramba (tvöfaldan skolla) báða dagana en sá í nótt kom á sautjándu holu sem er par þrjú hola. Ólafía hafði fengið fyrsta fugl dagsins á sextándu eða holunni á undan. Ólafía fór út á tíundu holu í nótt og fékk síðan fugla á bæði fyrstu og fjórðu holu vallarins en skolli dagsins kom síðan á áttundu holu eða næstsíðustu holu dagsins. Ólafía púttaði betur en á fyrstu hringnum þegar hún þurfti 35 pútt en púttin voru fimm færri í nótt. Hún komst líka inn á flöt í réttum höggfjölda á þrettán holum af átján en hafði aðeins gert það á ellefu holum daginn áður. Ólafía var fyrir mótið í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni en hún fær engan pening fyrir þetta mót og mun því eflaust lækka eitthvað á næsta lista. Þetta var 21. mótið hennar á bandarísku mótaröðinni á þessu tímabili. Hún er samt í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hundrað efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í fyrsta forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili. Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hefur lokið keppni á McKayson LPGA-mótinu á Nýja Sjálandi en það dugði okkar konu ekki að spila annan hringinn á pari. Ólafía lék tvo fyrstu hringina á sex höggum yfir pari og var á endanum fimm höggum frá því að ná niðurskurðinum. Hún endar væntanlega í 110. sæti á mótinu. Ólafía fékk þrjá fugla í hringnum í nótt en einnig einn skramba og einn skolla. Ólafía fékk því skramba (tvöfaldan skolla) báða dagana en sá í nótt kom á sautjándu holu sem er par þrjú hola. Ólafía hafði fengið fyrsta fugl dagsins á sextándu eða holunni á undan. Ólafía fór út á tíundu holu í nótt og fékk síðan fugla á bæði fyrstu og fjórðu holu vallarins en skolli dagsins kom síðan á áttundu holu eða næstsíðustu holu dagsins. Ólafía púttaði betur en á fyrstu hringnum þegar hún þurfti 35 pútt en púttin voru fimm færri í nótt. Hún komst líka inn á flöt í réttum höggfjölda á þrettán holum af átján en hafði aðeins gert það á ellefu holum daginn áður. Ólafía var fyrir mótið í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni en hún fær engan pening fyrir þetta mót og mun því eflaust lækka eitthvað á næsta lista. Þetta var 21. mótið hennar á bandarísku mótaröðinni á þessu tímabili. Hún er samt í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hundrað efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í fyrsta forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili.
Golf Mest lesið Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Gary sem stal jólunum Enski boltinn Þakið ætlaði að rifna af Ally Pally eftir níu pílna leik Heta Sport Þrír boðaðir í viðtal: Víkingar gáfu KSÍ grænt ljós á að ræða við Arnar Fótbolti Tveir látnir úr sitthvorri áhöfninni í siglingakeppni í Sydney Sport Enginn verið jafn fljótur að tapa fjórum deildarleikjum Enski boltinn Telur daga McGregor í UFC talda Sport „Ég var að skjóta“ Enski boltinn Víkingur má ekki spila í Kópavogi og leitar vallar erlendis Fótbolti Liverpool hefur áhuga á framherja PSG Enski boltinn Fleiri fréttir Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Fór holu í höggi yfir húsið sitt Vann hæsta verðlaunafé sem golfkona hefur fengið McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Sjá meira