Margir tónleikagestir felldu tár Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 28. september 2017 11:15 Guðrún hreyfði við Katalónunum með söng sínum. Vísir/Anton Brink Sópraninn Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söng með Sinfóníuhljómsveit Barcelona í Katalóníu um síðustu helgi. Lögin sem hún flutti voru Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns, í útsetningu fyrir sópran og hljómsveit eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson, og Söng Sólveigar úr Pétri Gaut eftir Edvard Grieg. „Þetta var líklega í fyrsta skipti sem Ave María Kaldalóns hefur verið flutt erlendis með sinfóníuhljómsveit,“ segir Guðrún Jóhanna. „Margir tónleikagestir felldu tár við að hlusta á þetta gullfallega lag, sem er eitt af vinsælustu íslensku sönglögunum.“ Sinfóníuhljómsveit Barcelona þykir ein af bestu hljómsveitum Evrópu. Það var aðalhljómsveitarstjóri hennar, Kazushi Ono, sem stjórnaði henni á tónleikunum síðasta laugardag, þeir voru liður í La Mercè, árlegri hausthátíð í borginni. Reykjavík er gestaborg hátíðarinnar í ár og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á staðnum. Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira
Sópraninn Guðrún Jóhanna Ólafsdóttir söng með Sinfóníuhljómsveit Barcelona í Katalóníu um síðustu helgi. Lögin sem hún flutti voru Ave María eftir Sigvalda Kaldalóns, í útsetningu fyrir sópran og hljómsveit eftir Hróðmar I. Sigurbjörnsson, og Söng Sólveigar úr Pétri Gaut eftir Edvard Grieg. „Þetta var líklega í fyrsta skipti sem Ave María Kaldalóns hefur verið flutt erlendis með sinfóníuhljómsveit,“ segir Guðrún Jóhanna. „Margir tónleikagestir felldu tár við að hlusta á þetta gullfallega lag, sem er eitt af vinsælustu íslensku sönglögunum.“ Sinfóníuhljómsveit Barcelona þykir ein af bestu hljómsveitum Evrópu. Það var aðalhljómsveitarstjóri hennar, Kazushi Ono, sem stjórnaði henni á tónleikunum síðasta laugardag, þeir voru liður í La Mercè, árlegri hausthátíð í borginni. Reykjavík er gestaborg hátíðarinnar í ár og Dagur B. Eggertsson borgarstjóri var á staðnum.
Mest lesið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Lífið Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Bíó og sjónvarp Robert Wilson er látinn Lífið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið Fleiri fréttir „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Galdrakarlinn í Oz aftur á fjalirnar Nýr barnakór Hallgrímskirkju stofnaður Bogi hljóp í skarðið fyrir Kristbjörgu Kjeld og ærði áhorfendur Risastór menningarhátíð á Flateyri Ofboðslega falleg berskjöldun Nýjum listaverkum komið upp á Héðinsreitnum Sjá meira