Sendi Sergio Garcia skilaboð á Twitter 206 daga í röð og það bar árangur Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 11:30 Sergio Garcia og Mark Johnson er í bakgrunni. Vísir/Getty Póstmaður frá Peterborough sýndi mikla þrautseigju á Twitter og það skilaði sér á endanum. Hann fékk að upplifa drauminn sinn. Mark Johnson er mikill golfáhugamaður og einnig mikill aðdáandi spænska kylfingsins Sergio Garcia. Draumastarfið var að fá að vera kylfuberi hjá Masters-meistaranum og honum varð að ósk sinni. Það þurfti hinsvegar stanslaust áreiti á Twitter til. BBC segir frá. Johnson sendi Sergio Garcia skilaboð á Twitter 206 daga í röð og notaði myllumerkið #Letmecaddieforyou eða #leyfðuméraðverakylfuberinnþinn. Sergio Garcia svaraði honum loksins í janúar og sagðist vera búinn að finna mót sem hann gæti borið kylfurnar fyrir sig. Mótið sem um ræðir var Masters Pro-Am event sem fer þessa dagana fram á Close House golfvellinum. „Hann gafst bara ekki upp,“ sagði Sergio Garcia við BBC í léttum tón. „Hann var frábær í dag og við áttum góðan dag saman,“ sagði Garcia. „Hann byrjaði á því að ná fugli á fyrstu holu og ég skrifa það á mig en síðan missti ég golfpokann,“ sagði Mark Johnson og bætti við: „Hápunkturinn var bara að hitta hann. Hann er góður strákur og ég sagði bara við hann að fara og vinna mótið,“ sagði þessi póstmaður frá Peterborough. Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira
Póstmaður frá Peterborough sýndi mikla þrautseigju á Twitter og það skilaði sér á endanum. Hann fékk að upplifa drauminn sinn. Mark Johnson er mikill golfáhugamaður og einnig mikill aðdáandi spænska kylfingsins Sergio Garcia. Draumastarfið var að fá að vera kylfuberi hjá Masters-meistaranum og honum varð að ósk sinni. Það þurfti hinsvegar stanslaust áreiti á Twitter til. BBC segir frá. Johnson sendi Sergio Garcia skilaboð á Twitter 206 daga í röð og notaði myllumerkið #Letmecaddieforyou eða #leyfðuméraðverakylfuberinnþinn. Sergio Garcia svaraði honum loksins í janúar og sagðist vera búinn að finna mót sem hann gæti borið kylfurnar fyrir sig. Mótið sem um ræðir var Masters Pro-Am event sem fer þessa dagana fram á Close House golfvellinum. „Hann gafst bara ekki upp,“ sagði Sergio Garcia við BBC í léttum tón. „Hann var frábær í dag og við áttum góðan dag saman,“ sagði Garcia. „Hann byrjaði á því að ná fugli á fyrstu holu og ég skrifa það á mig en síðan missti ég golfpokann,“ sagði Mark Johnson og bætti við: „Hápunkturinn var bara að hitta hann. Hann er góður strákur og ég sagði bara við hann að fara og vinna mótið,“ sagði þessi póstmaður frá Peterborough.
Golf Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Handbolti Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Enski boltinn Pabbi Doncic: „Luka á þetta ekki skilið“ Körfubolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Fótbolti Rashford genginn í raðir Villa Fótbolti „Andlegur styrkur“ einkennir topplið Tindastóls Körfubolti Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Handbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í besta sæti Íslendings Lék Lo Romero völlinn á 58 höggum og sjáðu hann enda á svakalegu höggi Vann undrabarnið og braut blað í íslenskri golfsögu Gunnlaugur vann en Evrópa tapaði Allt jafnt fyrir lokadaginn Sögufrægur golfvöllur í hættu vegna eldanna í Los Angeles Kylfurnar eftir í Amsterdam en Gunnlaugur nýtur sín meðal þeirra bestu Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Sjá meira