Hrikaleg byrjun á fyrstu holu hjá Ólafíu á Nýja Sjálandi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. september 2017 07:00 Ólafía Þórunn Kristinsdóttir. Mynd/LET/Tristan Jones Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf keppni í nótt á LPGA móti á Nýja Sjálandi en þetta er 21. mótið á bandarísku atvinnumannamótaröðinni á þessu ári hjá henni. Það fór ekki vel hjá okkar konu á þessum fyrsta hring og byrjunin var skelfileg. Ólafía Þórunn fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holu og síðan sex skolla til viðbótar. Hún endaði á því að spila á 78 höggum eða sex höggum yfir pari. Ólafía er í 114. sæti eftir fyrsta hringinn og þarf að spila miklu miklu betur á öðrum hring ætli hún að ná niðurskurðinum á mótinu. Ólafía náði þó fugli á tveimur holum í röð á hringnum en hún spilaði holur 9 og 10 báðar á einu höggi undir pari. Það voru hinsvegar einu fuglarnir hennar í nótt. Ólafía Þórunn var fyrir mótið í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni og besti árangur hennar á einu móti er 4. sæti. Hún er því í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu þar sem hún reynir að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hundrað efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í fyrsta forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili. Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir hóf keppni í nótt á LPGA móti á Nýja Sjálandi en þetta er 21. mótið á bandarísku atvinnumannamótaröðinni á þessu ári hjá henni. Það fór ekki vel hjá okkar konu á þessum fyrsta hring og byrjunin var skelfileg. Ólafía Þórunn fékk tvöfaldan skolla á fyrstu holu og síðan sex skolla til viðbótar. Hún endaði á því að spila á 78 höggum eða sex höggum yfir pari. Ólafía er í 114. sæti eftir fyrsta hringinn og þarf að spila miklu miklu betur á öðrum hring ætli hún að ná niðurskurðinum á mótinu. Ólafía náði þó fugli á tveimur holum í röð á hringnum en hún spilaði holur 9 og 10 báðar á einu höggi undir pari. Það voru hinsvegar einu fuglarnir hennar í nótt. Ólafía Þórunn var fyrir mótið í 69. sæti peningalistans á LPGA mótaröðinni og besti árangur hennar á einu móti er 4. sæti. Hún er því í góðri stöðu fyrir lokakaflann á tímabilinu þar sem hún reynir að halda keppnisrétti sínum á sterkustu mótaröð heims. Hundrað efstu halda keppnisréttinum í lok tímabilsins og 80 efstu eru í fyrsta forgangshópnum hvað varðar aðgengi að mótum á næsta tímabili.
Golf Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Russell á ráspól í fyrramálið Formúla 1 Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Enski boltinn Héldu hreinu í fyrsta sinn manni færri megnið af leiknum Fótbolti Andy Murray þjálfar erkióvininn Sport Óli Valur til Blika og sagður sá dýrasti á Íslandi Íslenski boltinn Cecilía búin að loka og læsa marki Inter Fótbolti Líta á tilboðið í Gylfa sem grín Íslenski boltinn Diljá Ýr á skotskónum og OH Leuven á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira