Rakel: Ráðum ekki örlögum okkar Henry Birgir Gunnarsson skrifar 28. september 2017 06:00 Rakel fagnar í leik fyrr í sumar. Spurning hvort hún fagni í leikslok í dag? vísir/anton Breiðablik á frekar óvæntan möguleika á því að verða Íslandsmeistari í fótbolta í dag en þarf að klára sitt og treysta á aðstoð frá FH ef dagurinn á að vera fullkominn í Kópavogi. Staðan fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna er þannig að bæði Þór/KA og Breiðablik geta orðið meistarar. Þór/KA þarf að vinna sinn leik en takist það ekki þá geta Blikar stolið titlinum. „Þetta leit ekkert vel út á tímabili og var langsótt. Við ákváðum að pæla ekkert í öðrum. Bara klára okkar leiki og sjá svo til hvernig það færi. Það hefur ekkert breyst því við ráðum örlögum okkar ekki sjálfar. Við verðum að gera okkar og vona svo það besta,“ segir Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Blika og fyrrum leikmaður Þórs/KA. Það hjálpar Blikaliðinu ekki að síðustu vikur hefur liðið sleppt tveimur lykilmönnum. Fyrst fór Fanndís Friðriksdóttir og nú er Berglind Björg Þorvaldsdóttir farin en hún skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Stjörnunni í síðasta leik. „Það eru ekki margir eftir í leikmannahópnum hjá okkur,“ segir Rakel og hlær. „Breiðablik vildi ekki standa í vegi fyrir þeim og við sem stöndum eftir verðum að klára verkefnið.“ Blikastúlkur spila við Grindavík í kvöld en þökk sé Grindavík á Breiðablik möguleika á titlinum. Grindavík vann nefnilega óvæntan 3-2 sigur á Þór/KA í síðustu umferð. „Þær eru með hörkulið og þetta verður allt annað en auðvelt,“ segir Rakel en verður fylgst með gangi mála á Akureyri? „Ég held við græðum ekkert á því að spá í þeim leik. Við slökkvum bara á netinu, spilum okkar leik og sjáum svo til í lokin. Það eru smá líkur að þetta falli með okkur en minni. Við höldum samt í vonina.“ Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira
Breiðablik á frekar óvæntan möguleika á því að verða Íslandsmeistari í fótbolta í dag en þarf að klára sitt og treysta á aðstoð frá FH ef dagurinn á að vera fullkominn í Kópavogi. Staðan fyrir lokaumferðina í Pepsi-deild kvenna er þannig að bæði Þór/KA og Breiðablik geta orðið meistarar. Þór/KA þarf að vinna sinn leik en takist það ekki þá geta Blikar stolið titlinum. „Þetta leit ekkert vel út á tímabili og var langsótt. Við ákváðum að pæla ekkert í öðrum. Bara klára okkar leiki og sjá svo til hvernig það færi. Það hefur ekkert breyst því við ráðum örlögum okkar ekki sjálfar. Við verðum að gera okkar og vona svo það besta,“ segir Rakel Hönnudóttir, fyrirliði Blika og fyrrum leikmaður Þórs/KA. Það hjálpar Blikaliðinu ekki að síðustu vikur hefur liðið sleppt tveimur lykilmönnum. Fyrst fór Fanndís Friðriksdóttir og nú er Berglind Björg Þorvaldsdóttir farin en hún skoraði bæði mörkin í 2-0 sigri á Stjörnunni í síðasta leik. „Það eru ekki margir eftir í leikmannahópnum hjá okkur,“ segir Rakel og hlær. „Breiðablik vildi ekki standa í vegi fyrir þeim og við sem stöndum eftir verðum að klára verkefnið.“ Blikastúlkur spila við Grindavík í kvöld en þökk sé Grindavík á Breiðablik möguleika á titlinum. Grindavík vann nefnilega óvæntan 3-2 sigur á Þór/KA í síðustu umferð. „Þær eru með hörkulið og þetta verður allt annað en auðvelt,“ segir Rakel en verður fylgst með gangi mála á Akureyri? „Ég held við græðum ekkert á því að spá í þeim leik. Við slökkvum bara á netinu, spilum okkar leik og sjáum svo til í lokin. Það eru smá líkur að þetta falli með okkur en minni. Við höldum samt í vonina.“
Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Englendingar gætu verið með sjö lið í Meistaradeildinni á næstu leiktíð Enski boltinn „Að fá að gera þetta alla daga er draumur“ Handbolti Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti „Ég er ánægður en á sama tíma er ég brjálaður“ Körfubolti Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Íslenski boltinn Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Fótbolti Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Fótbolti „Vorum með bakið upp við vegg og urðum að vinna“ Sport Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Fleiri fréttir Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Helena Ósk tryggði Valskonum sæti í undanúrslitunum Þór/KA konur áfram í undanúrslit eftir sigur í Árbænum Tveggja leikja bann fyrir glórulausa tæklingu Fyrirliði Vestra veðjaði á leiki í Bestu deildinni 55 ára Rúnar smurði hann í skeytin með bæði hægri og vinstri Valur fær manninn sem var efstur á óskalistanum Kveður Selfyssinga óvænt: „Það er synd að kveðja á þennan hátt“ Baðst afsökunar á tæklingunni í Garðabænum Skrautlegt mark, glæsimark og allt brjálað í sigri KR „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ FH sækir liðsstyrk út fyrir landsteinana Trúir á Óla Kristjáns og Jesú Krist Í skýjunum með að hreppa Þórdísi Hrönn Níu mörk þegar KR vann ÍBV QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Fylkismenn komust áfram á kostnað Íslandsmeistara Blika Valskonur með fullt hús og markatöluna 15-1 Thomsen mættur aftur í íslenska boltann Pedersen með tvö og Valsmenn í undanúrslit Auðun tekur við Þrótti Vogum „Fjölskyldan spurði hvort ég gæti ekki fundið hlýrra land“ Sveinn Margeir mögulega ekkert með Víkingum í sumar Víðir með Vestmannaeyingum í sumar Daði Berg frá Víkingi til Vestra Víkingar skipta um gír Sjá meira