Vísar meintri stríðsyfirlýsingu Bandaríkjanna á bug Stefán Ó. Jónsson skrifar 26. september 2017 06:42 Sarah Huckabee Sanders svarar spurningum fjölmiðlamanna í Hvíta húsinu. Vísir/AFP Bandarísk stjórnvöld vísa öllum yfirlýsingu um að Donald Trump hafi lýst yfir stríði gegn Norður-Kóreu til föðurhúsanna. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong-ho, sagði blaðamönnum í gær að „heimurinn ætti að minnast þess að það hafi verið Bandaríkin sem voru fyrri til og lýstu yfir stríði“ gegn ríki sínu. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, sagði þessi ummæli utanríkisráðherrans vera „fráleit.“ Stjórnvöld í Pjongjang ættu heldur að hætta ögrunum sínum um að skjóta niður herflugvélar Bandaríkjanna í heimshlutanum. Hótun Norður-Kóreu kom í kjölfar flugs nokkurra sprengjuflugvéla meðfram strönd ríkisins á sunnudag.Sjá einnig: Eldflaugamaðurinn mætir þeim elliæra Talsmaður Pentagonsins, höfuðstöðva bandaríska varnarmálaráðuneytisins, sagði þó að ef Kim Jong-un og ríkisstjórn hans myndi ekki draga úr hótunum sínum - „munum við sjá til þess að forsetinn fái úrræði til að eiga við Norður-Kóreu.“ Nágrannar þeirra í suðri fara fram á að ítrekuðum eggjunum Norður-Kóreu verði mætt af festu og kænsku. Utanríkisráðherra Suður-Kóreu varaði þó við því að hvers kyns átök á svæðinu gætu fljótt farið úr böndunum. Að sögn suður-kóreska miðilsins Yonhap hafa stjórnvöld í Pjongjang varið síðustu dögum í efla varnir meðfram ströndum ríkisins. Þá hafi þau flutt flugher sinn. Þrátt fyrir hatrammar yfirlýsingar á síðustu vikum telja sérfræðingar að litlar líkur séu á því að stríð muni brjótast út milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu. Norður-Kórea Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira
Bandarísk stjórnvöld vísa öllum yfirlýsingu um að Donald Trump hafi lýst yfir stríði gegn Norður-Kóreu til föðurhúsanna. Utanríkisráðherra Norður-Kóreu, Ri Yong-ho, sagði blaðamönnum í gær að „heimurinn ætti að minnast þess að það hafi verið Bandaríkin sem voru fyrri til og lýstu yfir stríði“ gegn ríki sínu. Talsmaður Hvíta hússins, Sarah Huckabee Sanders, sagði þessi ummæli utanríkisráðherrans vera „fráleit.“ Stjórnvöld í Pjongjang ættu heldur að hætta ögrunum sínum um að skjóta niður herflugvélar Bandaríkjanna í heimshlutanum. Hótun Norður-Kóreu kom í kjölfar flugs nokkurra sprengjuflugvéla meðfram strönd ríkisins á sunnudag.Sjá einnig: Eldflaugamaðurinn mætir þeim elliæra Talsmaður Pentagonsins, höfuðstöðva bandaríska varnarmálaráðuneytisins, sagði þó að ef Kim Jong-un og ríkisstjórn hans myndi ekki draga úr hótunum sínum - „munum við sjá til þess að forsetinn fái úrræði til að eiga við Norður-Kóreu.“ Nágrannar þeirra í suðri fara fram á að ítrekuðum eggjunum Norður-Kóreu verði mætt af festu og kænsku. Utanríkisráðherra Suður-Kóreu varaði þó við því að hvers kyns átök á svæðinu gætu fljótt farið úr böndunum. Að sögn suður-kóreska miðilsins Yonhap hafa stjórnvöld í Pjongjang varið síðustu dögum í efla varnir meðfram ströndum ríkisins. Þá hafi þau flutt flugher sinn. Þrátt fyrir hatrammar yfirlýsingar á síðustu vikum telja sérfræðingar að litlar líkur séu á því að stríð muni brjótast út milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu.
Norður-Kórea Mest lesið Svikahrappurinn gripinn glóðvolgur og grunaður um fleiri svik Innlent Segir andúð meiri í garð Miðflokksmanna en trans fólks Innlent Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Erlent Drekinn beraði vígtennurnar Erlent Rannsaka stórfellda líkamsárás í Seljahverfi Innlent Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Erlent Keyrðu hratt á hjólreiðastíg og tóku fram úr reiðhjólamönnum á háannatíma Innlent Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Erlent Vegaframkvæmdir við Höfðabakka valdi bæði umferðaröngþveiti og töfum Innlent Svikahrappur bankaði upp á og hafði peninga af eldri borgurum Innlent Fleiri fréttir Ætla að fella niður bólusetningarskyldu í Flórída Segja tilraunir með „fljúgandi Chernobyl“ hafnar Drekinn beraði vígtennurnar Tók dóttur sína og erfingja með til Kína Felldu ellefu í árás á bát meintra smyglara frá Venesúela Fjallar um afstöðu Elísabetar til Brexit og hvernig Kamilla varðist árás Kína sendir skilaboð til Bandaríkjanna og Trump svarar um hæl Vilja gera Úkraínu að tormeltum „stálbroddgelti“ Telja nú að enginn raðsundlaugarkúkari hafi verið á ferð Mátti ekki nota hermenn til löggæslu í Los Angeles „Rússar eru upp á náð Kínverja komnir“ Setja tæpar tvær billjónir í freigátur frá Bretlandi Að minnsta kosti fjórtánhundrað látnir í Afganistan Erfiður mánuður í vændum fyrir Repúblikana Vilja viðurkenna Palestínu en með skilyrðum Leiðtogar Rússlands, Írans og Norður-Kóreu viðstaddir kínverska hersýningu „Þetta er skipulag að fjöldabrottflutningum, markaðssett sem þróunaráætlun“ Talíbanar óska eftir aðstoð alþjóðasamfélagsins Vélmenni hlaðin sprengiefnum rífi niður byggingar Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Baðst afsökunar áður en hann hlaut fangelsisdóm fyrir vörslu barnaníðsefnis Telja Rússa hafa truflað flugvél forseta framkvæmdastjórnar ESB „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Refsivert að leita að ævisögu Navalní á netinu í Rússlandi Dómari stöðvaði flutning fylgdarlausra barna til Gvatemala Rúmlega sex hundruð látnir eftir skjálfta í Afganistan Handtekinn vegna morðsins á þingforsetanum fyrrverandi Vilja reisa gervigreindarborgir á rústum Gasa Vilja losna við lífsýni sem tengt var Ásu Felldu talsmann hernaðararms Hamas Sjá meira