Forsætisráðherra Japans boðar til þingkosninga vegna Norður-Kóreu Þórgnýr Einar Albertsson skrifar 26. september 2017 06:00 Shinzo Abe forsætisráðherra vill endurnýja umboð sitt. vísir/epa Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, boðaði í gær til þingkosninga. Kjörtímabilinu átti að ljúka á næsta ári en nú er ljóst að Abe mun rjúfa þing á fimmtudaginn. Ekki er búið að greina frá því hvenær kjördagur verður en japanskir fjölmiðlar halda því fram að 22. október sé líklegasta dagsetningin. Abe sagði í gær að ákvörðunin væri tekin þar sem hann vildi endurnýja umboð sitt til að takast á við öryggiskreppuna sem hefur orðið í landinu vegna vaxandi ógnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefur tvisvar skotið eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi undanfarinn mánuð. Þá tilkynnti forsætisráðherrann einnig um innspýtingu í mennta- og velferðarkerfi Japans. Til stendur að verja nærri tveimur billjónum króna en Abe sagði innspýtinguna nauðsynlega til þess að undirbúa þjóðina fyrir framtíðina. Ástæðuna fyrir því að Abe hefur boðað til kosninga má rekja til þess að flokkur hans mælist nú vinsælli en undanfarna mánuði, að því er BBC greinir frá. Halda greinendur BBC því fram að með því að boða til kosninga ári á undan áætlun sé hægt að nýta sér þann meðbyr sem flokkurinn hefur fengið vegna ástandsins á Kóreuskaga. Stuðningur við Abe mældist til að mynda tæp þrjátíu prósent í júlí en nú í september styður um helmingur japönsku þjóðarinnar forsætisráðherrann. Veik staða stjórnarandstöðu bendir einnig til þess að Abe muni vinna góðan sigur í kosningunum. Frjálslyndir demókratar, flokkur Abe, mældist með 41 prósents fylgi í nýlegri könnun TV Tokyo. Til samanburðar mældist stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Demókratar, með um sjö prósenta fylgi. Frjálslyndir demókratar hafa verið í samsteypustjórn með Komeito-flokknum á kjörtímabilinu með rúmlega tvo þriðju hluta þingsæta. Meirihlutinn er svo stór þar sem Abe vill breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að staða hersins verði formlega viðurkennd. Miðað við skoðanakannanir er óvíst hvort sá ofurmeirihluti haldi. Fleiri ríki en Japan gripu til aðgerða í gær vegna ástandsins á Kóreuskaga. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ákvað í gær að útvíkka hið umdeilda ferðabann sitt svo það nái einnig til ríkisborgara Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. Hingað til hefur bannið einungis náð til fimm múslimaríkja, það er Líbýu, Írans, Sýrlands, Jemens og Sómalíu. Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið. Hefur Trump kallað Kim geðveikan eldflaugamann og Kim kallað Trump elliæran geðsjúkling. Í tilkynningu í gær sagði Trump að bannið væri útvíkkað vegna þess að það væri forgangsmál að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Ekki væri boðlegt að veita fólki inngöngu í landið sem ekki væri hægt að ganga úr skugga um að myndi ekki valda skaða. Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira
Shinzo Abe, forsætisráðherra Japans, boðaði í gær til þingkosninga. Kjörtímabilinu átti að ljúka á næsta ári en nú er ljóst að Abe mun rjúfa þing á fimmtudaginn. Ekki er búið að greina frá því hvenær kjördagur verður en japanskir fjölmiðlar halda því fram að 22. október sé líklegasta dagsetningin. Abe sagði í gær að ákvörðunin væri tekin þar sem hann vildi endurnýja umboð sitt til að takast á við öryggiskreppuna sem hefur orðið í landinu vegna vaxandi ógnar sem stafar af Norður-Kóreu. Einræðisríkið hefur tvisvar skotið eldflaugum í gegnum japanska lofthelgi undanfarinn mánuð. Þá tilkynnti forsætisráðherrann einnig um innspýtingu í mennta- og velferðarkerfi Japans. Til stendur að verja nærri tveimur billjónum króna en Abe sagði innspýtinguna nauðsynlega til þess að undirbúa þjóðina fyrir framtíðina. Ástæðuna fyrir því að Abe hefur boðað til kosninga má rekja til þess að flokkur hans mælist nú vinsælli en undanfarna mánuði, að því er BBC greinir frá. Halda greinendur BBC því fram að með því að boða til kosninga ári á undan áætlun sé hægt að nýta sér þann meðbyr sem flokkurinn hefur fengið vegna ástandsins á Kóreuskaga. Stuðningur við Abe mældist til að mynda tæp þrjátíu prósent í júlí en nú í september styður um helmingur japönsku þjóðarinnar forsætisráðherrann. Veik staða stjórnarandstöðu bendir einnig til þess að Abe muni vinna góðan sigur í kosningunum. Frjálslyndir demókratar, flokkur Abe, mældist með 41 prósents fylgi í nýlegri könnun TV Tokyo. Til samanburðar mældist stærsti stjórnarandstöðuflokkurinn, Demókratar, með um sjö prósenta fylgi. Frjálslyndir demókratar hafa verið í samsteypustjórn með Komeito-flokknum á kjörtímabilinu með rúmlega tvo þriðju hluta þingsæta. Meirihlutinn er svo stór þar sem Abe vill breyta stjórnarskrá ríkisins á þá vegu að staða hersins verði formlega viðurkennd. Miðað við skoðanakannanir er óvíst hvort sá ofurmeirihluti haldi. Fleiri ríki en Japan gripu til aðgerða í gær vegna ástandsins á Kóreuskaga. Ríkisstjórn Donalds Trump Bandaríkjaforseta ákvað í gær að útvíkka hið umdeilda ferðabann sitt svo það nái einnig til ríkisborgara Norður-Kóreu, Venesúela og Tsjad. Hingað til hefur bannið einungis náð til fimm múslimaríkja, það er Líbýu, Írans, Sýrlands, Jemens og Sómalíu. Bandaríkjaforseti og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu, hafa átt í hatrömmum deilum undanfarið. Hefur Trump kallað Kim geðveikan eldflaugamann og Kim kallað Trump elliæran geðsjúkling. Í tilkynningu í gær sagði Trump að bannið væri útvíkkað vegna þess að það væri forgangsmál að tryggja öryggi Bandaríkjamanna. Ekki væri boðlegt að veita fólki inngöngu í landið sem ekki væri hægt að ganga úr skugga um að myndi ekki valda skaða.
Birtist í Fréttablaðinu Norður-Kórea Mest lesið Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Leita enn sönnunargagna og rannsaka bílinn sem var notaður Innlent Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Erlent Framstuðarinn horfinn í morgun: „Ég á enga óvini svo ég viti til“ Innlent Hörfa frá Kúrsk Erlent Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Erlent Tollar Trump á stál og ál taka gildi Erlent Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Erlent Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Innlent Fleiri fréttir Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Slökktu á rafmagninu á Gasa Segir Bandaríkjaforseta sýna Grænlendingum lítilsvirðingu Trump útilokar ekki samdrátt í kjölfar efnahagsaðgerða sinna 6,5 stiga skjálfti við Jan Mayen Seðlabankastjórinn Carney verður forsætisráðherra Kanada Sjá meira