Fyrsti snjalljakkinn á leið í búðir Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 25. september 2017 13:56 Snjalltæknin er að ryðja sér til rúms út um allt. Mynd/Google Rúmt ár er nú liðið frá því að Google og Levi's tilkynntu um að þróun væri hafin á fyrsta snjalljakkanum. Jakkinn er nú að koma í valdar Levi's búðir. Sérstakur skynjari sem festur er við ermina nemur skipanir og miðlar þeim áfram í síma eða annað snjalltæki. Jakkinn byggir á tækni sem ATAP, tilraunastofa Google, hefur þróað í samvinnu við Levi's og nefnist Jacquard. Efnið í vinstri ermi jakkans, sem er að öðru leyti ósköp venjulegur gallajakki, nemur handahreyfingar á svipaðan hátt og skjár snjallsíma.Hér má sjá þær skipanir sem snjalljakkinn skilurLítið tæki, sem komið er fyrir á ermalíni jakkans, sér svo um að miðla skipununum áfram í síma. Segja má að ermin skilji fjórar handahreyfingar og er hægt að skilgreina hvað þrjár af þeim gera í forriti sem sett er upp í símanum sem tengdur er við ermina. Hægt er að stjórna tónlist, láta símann finna bestu leiðina að fyrirfram skilgreindu heimilisfangi auk þess sem að ermin lætur vita hvenær símtal eða skilaboð eru að berast. Ef marka má umfjöllun The Verge um jakkann virðist aðal markhópurinn fyrir jakkann vera þeir sem nota reiðhjól sem aðalferðamáta. Til að mynda nemur tæknin hvenær eigandinn fer í jakkann og stillist þá sá sími sem tengdur er við jakkann á sérstaka reiðhjólastillingu. Tíminn verður að leiða í ljós hvort að snjalljakkinn festist í sessi. Hann mun fara í sölu í völdum Levi's búðum í vikunni og í netverslun Levi's þann 2. október. Og verðið? Litlir 350 dollarar, rétt tæpar 40 þúsund krónurSjá má kynningarmyndband Google og Levi's hér. Þar fyrir neðan má sjá blaðamann The Verge lýsa sinni upplifun af jakkanum. Tækni Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira
Rúmt ár er nú liðið frá því að Google og Levi's tilkynntu um að þróun væri hafin á fyrsta snjalljakkanum. Jakkinn er nú að koma í valdar Levi's búðir. Sérstakur skynjari sem festur er við ermina nemur skipanir og miðlar þeim áfram í síma eða annað snjalltæki. Jakkinn byggir á tækni sem ATAP, tilraunastofa Google, hefur þróað í samvinnu við Levi's og nefnist Jacquard. Efnið í vinstri ermi jakkans, sem er að öðru leyti ósköp venjulegur gallajakki, nemur handahreyfingar á svipaðan hátt og skjár snjallsíma.Hér má sjá þær skipanir sem snjalljakkinn skilurLítið tæki, sem komið er fyrir á ermalíni jakkans, sér svo um að miðla skipununum áfram í síma. Segja má að ermin skilji fjórar handahreyfingar og er hægt að skilgreina hvað þrjár af þeim gera í forriti sem sett er upp í símanum sem tengdur er við ermina. Hægt er að stjórna tónlist, láta símann finna bestu leiðina að fyrirfram skilgreindu heimilisfangi auk þess sem að ermin lætur vita hvenær símtal eða skilaboð eru að berast. Ef marka má umfjöllun The Verge um jakkann virðist aðal markhópurinn fyrir jakkann vera þeir sem nota reiðhjól sem aðalferðamáta. Til að mynda nemur tæknin hvenær eigandinn fer í jakkann og stillist þá sá sími sem tengdur er við jakkann á sérstaka reiðhjólastillingu. Tíminn verður að leiða í ljós hvort að snjalljakkinn festist í sessi. Hann mun fara í sölu í völdum Levi's búðum í vikunni og í netverslun Levi's þann 2. október. Og verðið? Litlir 350 dollarar, rétt tæpar 40 þúsund krónurSjá má kynningarmyndband Google og Levi's hér. Þar fyrir neðan má sjá blaðamann The Verge lýsa sinni upplifun af jakkanum.
Tækni Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirmennilegir fjórmenningar Gagnrýni Calvin Harris orðinn faðir Lífið Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Fleiri fréttir „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Sjá meira