RÚV greiðir Guðmundi Spartakusi bætur Jakob Bjarnar og Kolbeinn Tumi Daðason skrifa 25. september 2017 12:40 Guðmundur fær peninga frá RÚV sem leiðréttir ekki fréttir sínar eða biðst afsökunar á þeim. Þá verða ummælin ekki dæmd ómerkt. En, víst má telja að Guðmundur Spartakus líti svo á að sáttin feli í sér viðurkenningu á réttmæti umkvartana hans. Ekkert verður af aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn fréttastjóra og þremur núverandi og fyrrverandi fréttamönnum RÚV. Guðmundur Spartakus hafði stefnt fyrrnefndum fjórum fyrir meiðyrði en fréttirnar sneru að fíkniefnasmygli í Brasilíu og Paragvæ. Stefnt var fyrir 28 ummæli í sjö fréttum í miðlum Ríkisútvarpsins á vikutímabili í maí í fyrra. Guðmundur krafðist í heildina tíu milljóna króna í bætur frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Fær greiddan málskostnað og miskabætur Lögmaður Guðmundar Spartakusar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Guðmundur Spartakus Ómarsson og Ríkisútvarpið hafa komist að samkomulagi um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og nánar tilgreindum fréttamönnum í desember 2016. Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur, en telst að öðru leyti trúnaðarmál.“ Vilhjálmur vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti en samkvæmt heimildum Vísis skiptir greiðslan til Guðmundar milljónum.RUV þarf ekki að biðjast afsökunar Í stefnu Guðmundar, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans samdi, sagði að ummælin væru ósönn, óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus. Þau væru til þess fallin að sverta stefnanda og þess krafist að þau verði öll ómerkt. Með sáttinni er ljóst að Guðmundur fær peninga frá RÚV sem leiðréttir ekki fréttir sínar eða biðst afsökunar á þeim. Þá verða ummælin ekki dæmd ómerkt. En, víst má telja að Guðmundur Spartakus lítur svo á að sáttin feli í sér viðurkenningu á réttmæti umkvartana sinna. Vísir náði stuttlega sambandi við Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra RÚV en hún var að hverfa inn á fund. Rakel sagðist ekkert geta tjáð sig um málið. Þá sagðist hún ekki vita til þess hvort sátt sem þessi hafi verið gerð hjá ríkisútvarpinu fyrr. Margrét Magnúsdóttir, lögmaður og skrifstofustjóri RÚV, þekki það betur.Athygli vekur að Sigmundi Erni Rúnarsson var sömuleiðis stefnt fyrir fréttaflutning af máli Guðmundar, með vísun í sama paragvæska miðil. Sigmundur var sýknaður í héraðsdómi en Guðmundur áfrýjaði málinu til Hæstaréttar þar sem það bíður meðferðar. Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50 Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45 Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Ekkert verður af aðalmeðferð í máli Guðmundar Spartakusar Ómarssonar gegn fréttastjóra og þremur núverandi og fyrrverandi fréttamönnum RÚV. Guðmundur Spartakus hafði stefnt fyrrnefndum fjórum fyrir meiðyrði en fréttirnar sneru að fíkniefnasmygli í Brasilíu og Paragvæ. Stefnt var fyrir 28 ummæli í sjö fréttum í miðlum Ríkisútvarpsins á vikutímabili í maí í fyrra. Guðmundur krafðist í heildina tíu milljóna króna í bætur frá Jóhanni Hlíðari Harðarsyni fréttamanni (8 milljónir), Rakel Þorbergsdóttur fréttastjóra (1 milljón), Pálma Jónassyni fréttamanni (700 þúsund) og Hjálmari Friðrikssyni fyrrverandi fréttamanni RÚV (300 þúsund krónur).Fær greiddan málskostnað og miskabætur Lögmaður Guðmundar Spartakusar, Vilhjálmur H. Vilhjálmsson, hefur sent frá sér yfirlýsingu vegna málsins. „Guðmundur Spartakus Ómarsson og Ríkisútvarpið hafa komist að samkomulagi um málalok vegna málshöfðunar Guðmundar á hendur Ríkisútvarpinu og nánar tilgreindum fréttamönnum í desember 2016. Samkomulagið felur í sér að Guðmundur fær greiddan málskostnað og miskabætur, en telst að öðru leyti trúnaðarmál.“ Vilhjálmur vill ekki tjá sig um málið að öðru leyti en samkvæmt heimildum Vísis skiptir greiðslan til Guðmundar milljónum.RUV þarf ekki að biðjast afsökunar Í stefnu Guðmundar, sem Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður hans samdi, sagði að ummælin væru ósönn, óviðurkvæmileg, tilhæfulaus og smekklaus. Þau væru til þess fallin að sverta stefnanda og þess krafist að þau verði öll ómerkt. Með sáttinni er ljóst að Guðmundur fær peninga frá RÚV sem leiðréttir ekki fréttir sínar eða biðst afsökunar á þeim. Þá verða ummælin ekki dæmd ómerkt. En, víst má telja að Guðmundur Spartakus lítur svo á að sáttin feli í sér viðurkenningu á réttmæti umkvartana sinna. Vísir náði stuttlega sambandi við Rakel Þorbergsdóttur, fréttastjóra RÚV en hún var að hverfa inn á fund. Rakel sagðist ekkert geta tjáð sig um málið. Þá sagðist hún ekki vita til þess hvort sátt sem þessi hafi verið gerð hjá ríkisútvarpinu fyrr. Margrét Magnúsdóttir, lögmaður og skrifstofustjóri RÚV, þekki það betur.Athygli vekur að Sigmundi Erni Rúnarsson var sömuleiðis stefnt fyrir fréttaflutning af máli Guðmundar, með vísun í sama paragvæska miðil. Sigmundur var sýknaður í héraðsdómi en Guðmundur áfrýjaði málinu til Hæstaréttar þar sem það bíður meðferðar.
Fjölmiðlar Tengdar fréttir Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50 Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45 Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00 Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg 100 gráðu heitt vatn fannst í Reykholti í Bláskógabyggð „Þetta kemur auðvitað bara mjög illa við fjölskyldulífið“ Sjá meira
Áfrýjar dómi vegna meintra meiðyrða Sigmundar Ernis Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur áfrýjað sýknudómi Héraðsdóms Reykjavíkur yfir Sigmundi Erni Rúnarssyni fjölmiðlamanni vegna fréttaflutnings af sér á síðasta ári. 7. júlí 2017 11:50
Guðmundi Spartakusi tókst ekki að fá Sigmund Erni dæmdan fyrir meiðyrði Vilhjálmur Vilhjálmsson lögmaður segir að málinu verði áfrýjað. 7. apríl 2017 11:45
Sigmundi Erni og RÚV stefnt vegna ummæla um Spartakus Guðmundur Spartakus Ómarsson hefur stefnt nokkrum fjölmiðlamönnum fyrir fréttaflutning af sér á síðasta ári. 10. febrúar 2017 07:00