74 birtingar á land á þremur dögum Karl Lúðvíksson skrifar 25. september 2017 10:08 Gunnar Óskarsson með 11 punda sjóbirting úr Geirlandsá. Mynd: www.svfk.is Sjóbirtingsveiðin er að komast á fullt þessa dagana og veiðifréttir af sjóbirtingsslóðum eru góðar. Það er óhætt að segja að það sé góður gangur í Geirlandsá en samkvæmt fréttum af vef leigutakans, Stangaveiðifélags Keflavíkur, var veiðin í síðustu viku ansi góð. Þar kom þriggja daga mokveiði þegar 74 sjóbirtingum var landað á aðeins þremur dögum. Það sem hefur kippt veiðinni í gang er þetta vatnsveður sem hefur gengið yfir landið en það gerir það að verkum að þá hækkar vel í ánum og við það gengur sjóbirtingurinn af miklum krafti upp í þær. Holl sem var við veiðar 18-20. sept gekk líka mjög vel en hollið landaði 32 fiskum og sá stærsti var 84 sm sjóbirtingur sem veiddist í Ármótum á fluguna Frigga. Hollið sem tók svo við af þeim var búið að landa 42 birtingum eftir tvær vaktir og missa helling. Langmest er af 4-6 punda fiski og stærst 10 pund. Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði
Sjóbirtingsveiðin er að komast á fullt þessa dagana og veiðifréttir af sjóbirtingsslóðum eru góðar. Það er óhætt að segja að það sé góður gangur í Geirlandsá en samkvæmt fréttum af vef leigutakans, Stangaveiðifélags Keflavíkur, var veiðin í síðustu viku ansi góð. Þar kom þriggja daga mokveiði þegar 74 sjóbirtingum var landað á aðeins þremur dögum. Það sem hefur kippt veiðinni í gang er þetta vatnsveður sem hefur gengið yfir landið en það gerir það að verkum að þá hækkar vel í ánum og við það gengur sjóbirtingurinn af miklum krafti upp í þær. Holl sem var við veiðar 18-20. sept gekk líka mjög vel en hollið landaði 32 fiskum og sá stærsti var 84 sm sjóbirtingur sem veiddist í Ármótum á fluguna Frigga. Hollið sem tók svo við af þeim var búið að landa 42 birtingum eftir tvær vaktir og missa helling. Langmest er af 4-6 punda fiski og stærst 10 pund.
Mest lesið Fluguhnýtingarkeppni í tilefni 75 ára afmælis Veiðimannsins Veiði Laxinn mættur í Stóru Laxá Veiði Nýtt tölublað af Sportveiðiblaðinu komið út Veiði 16 laxar komnir úr Elliðaánum Veiði Fín veðurspá fyrir vatnaveiðina um helgina Veiði Zeldan er einföld en gjöful fluga Veiði Vann kappræður um seiðasleppingar og ræktun laxveiðiáa Veiði Boltar í hamslausu Tungufljóti Veiði Skemmtilegur tími framundan í Varmá Veiði Fyrstu laxarnir mættir í Tungufljótið Veiði