Viðgerð á Herjólfi frestað fram á haust Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 22. september 2017 12:30 Elliði Vignisson bæjarstjóri segir að Vestmannaeyjabær verði að taka yfir rekstur Herjólfs. Vísir/Eyþór Vegagerðin tilkynnti í dag að viðgerð á Herjólfi hafi verið frestað en skipið hefur verið í slipp í Hafnarfirði síðan í byrjun vikunnar. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar gagnrýnir upplýsingaflæðið í tengslum við viðgerðirnar. Norska ferjan Röst sem er svipað skip og Herjólfur hefur sinnt siglingum í Landeyjarhöfn á meðan Herjólfur var í viðgerð. Í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að þegar kom í ljós kom að ekki fengist leyfi fyrir Röst til siglinga í Þorlákshöfn og ekki í Landeyjahöfn eftir 30. september var reynt að flýta sem kostur er viðgerð á Herjólfi. „Reynt var að fá undanþágu fyrir siglingar Rastar í Landeyjahöfn fyrstu dagana í október en norska siglingastofnunin hafnaði þeirri beiðni eiganda skipsins í gær. Því var sú ákvörðun tekin í beinu framhaldi af því að fresta viðgerðinni og gera Herjólf tilbúinn til siglinga þannig að ekki kæmi til þess að hlé yrði á siglingum til Vestmannaeyja. “Undanþágubeiðni hafnaðVegagerðin hefur þegar hafið leit að öðru skipi sem geti fengið leyfi til þess að sigla í Landeyjarhöfn og Þorlákshöfn eftir 1.október. Rekstur Herjólfs er bundinn í þurrleigu- og rekstrarsamningum við Eimskip. Eimskip er ábyrgt fyrir rekstri skipsins, viðhaldi og viðgerðum þess. Skemmdirnar á Herjólfi komu í ljós í reglubundnu eftirliti í slipptöku Herjólfs á vegum Eimskip síðastliðið vor. Skemmdirnar eru í sérsmíðuðum stjórnborðs niðurfærslugír aðalvélar skipsins.Varahlutir sem þurfi í viðgerðina seinkaði ítrekað og þar sem norska siglingarstofnunin hafnaði undanþágubeiðninni fyrir Röst var ákveðið að fresta viðgerðunum á Herjólfi þangað til í Haust. Nú er unnið að því að koma Herjólfi á ný í haffært ástand þannig að skipið geti hafið áætlanasiglingar frá Vestmannaeyjum sem fyrst. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar skrifaði pistil um Herjólf áður en tilkynningin barst frá Vegagerðinni. Þar gagnrýnir hann harðlega upplýsingaflæðið í kringum viðgerðina. Þar skrifar hann „Herjólfur er í slipp í Hafnafirði. Búið er að taka upp gírinn. Því miður er varahluturinn hinsvegar ekki á leið til landsins. Næsta skref er því að loka gírnum og sigla Herjólfi aftur til Eyja, jafn biluðum og hann var.“Lásu um viðgerðina á FacebookElliði segir engu líkara en að Vestmanneyjarbæ, fulltrúa heimamanna, komi þetta ekki við. „Enn hefur til dæmis ekki komið formleg tilkynning um að Herjólfur þurfi í slipp, né heldur að hann sé í slipp, hvað þá að okkur sé tilkynnt formlega að viðgerðin gangi ekki eftir. Við lásum um það á Facebook. Niðurstaðan er því þessi: Herjólfur var bilaður og verður það áfram. Búið verður að taka hann úr drift í næstum tvær vikur þegar hann kemur jafn bilaður til baka. Beinn útlagður kostnaður ríkisins hleypur á tugum milljóna og kostnaður samfélgsins ómældur. Hver ber ábyrgðina?“ Elliði segir að þetta gangi ekki svona og að Vestmannaeyjarbær þurfi að taka yfir reksturs Herjólfs. Tilkynningin frá Vegagerðinni um viðgerðina var svo send út skömmu fyrir hádegi í dag. Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Vegagerðin tilkynnti í dag að viðgerð á Herjólfi hafi verið frestað en skipið hefur verið í slipp í Hafnarfirði síðan í byrjun vikunnar. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar gagnrýnir upplýsingaflæðið í tengslum við viðgerðirnar. Norska ferjan Röst sem er svipað skip og Herjólfur hefur sinnt siglingum í Landeyjarhöfn á meðan Herjólfur var í viðgerð. Í tilkynningu Vegagerðarinnar kemur fram að þegar kom í ljós kom að ekki fengist leyfi fyrir Röst til siglinga í Þorlákshöfn og ekki í Landeyjahöfn eftir 30. september var reynt að flýta sem kostur er viðgerð á Herjólfi. „Reynt var að fá undanþágu fyrir siglingar Rastar í Landeyjahöfn fyrstu dagana í október en norska siglingastofnunin hafnaði þeirri beiðni eiganda skipsins í gær. Því var sú ákvörðun tekin í beinu framhaldi af því að fresta viðgerðinni og gera Herjólf tilbúinn til siglinga þannig að ekki kæmi til þess að hlé yrði á siglingum til Vestmannaeyja. “Undanþágubeiðni hafnaðVegagerðin hefur þegar hafið leit að öðru skipi sem geti fengið leyfi til þess að sigla í Landeyjarhöfn og Þorlákshöfn eftir 1.október. Rekstur Herjólfs er bundinn í þurrleigu- og rekstrarsamningum við Eimskip. Eimskip er ábyrgt fyrir rekstri skipsins, viðhaldi og viðgerðum þess. Skemmdirnar á Herjólfi komu í ljós í reglubundnu eftirliti í slipptöku Herjólfs á vegum Eimskip síðastliðið vor. Skemmdirnar eru í sérsmíðuðum stjórnborðs niðurfærslugír aðalvélar skipsins.Varahlutir sem þurfi í viðgerðina seinkaði ítrekað og þar sem norska siglingarstofnunin hafnaði undanþágubeiðninni fyrir Röst var ákveðið að fresta viðgerðunum á Herjólfi þangað til í Haust. Nú er unnið að því að koma Herjólfi á ný í haffært ástand þannig að skipið geti hafið áætlanasiglingar frá Vestmannaeyjum sem fyrst. Elliði Vignisson bæjarstjóri Vestmannaeyjabæjar skrifaði pistil um Herjólf áður en tilkynningin barst frá Vegagerðinni. Þar gagnrýnir hann harðlega upplýsingaflæðið í kringum viðgerðina. Þar skrifar hann „Herjólfur er í slipp í Hafnafirði. Búið er að taka upp gírinn. Því miður er varahluturinn hinsvegar ekki á leið til landsins. Næsta skref er því að loka gírnum og sigla Herjólfi aftur til Eyja, jafn biluðum og hann var.“Lásu um viðgerðina á FacebookElliði segir engu líkara en að Vestmanneyjarbæ, fulltrúa heimamanna, komi þetta ekki við. „Enn hefur til dæmis ekki komið formleg tilkynning um að Herjólfur þurfi í slipp, né heldur að hann sé í slipp, hvað þá að okkur sé tilkynnt formlega að viðgerðin gangi ekki eftir. Við lásum um það á Facebook. Niðurstaðan er því þessi: Herjólfur var bilaður og verður það áfram. Búið verður að taka hann úr drift í næstum tvær vikur þegar hann kemur jafn bilaður til baka. Beinn útlagður kostnaður ríkisins hleypur á tugum milljóna og kostnaður samfélgsins ómældur. Hver ber ábyrgðina?“ Elliði segir að þetta gangi ekki svona og að Vestmannaeyjarbær þurfi að taka yfir reksturs Herjólfs. Tilkynningin frá Vegagerðinni um viðgerðina var svo send út skömmu fyrir hádegi í dag.
Tengdar fréttir Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16 Mest lesið Þjóðvarðlið virkjað eftir að ICE skaut mann til bana Erlent Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Innlent Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Innlent Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Innlent „Eftir þetta getur enginn treyst honum“ Erlent Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Innlent Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Innlent Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Innlent Annar maður skotinn til bana af ICE Erlent Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Innlent Fleiri fréttir Gripnir á 165 á áttatíu götu og á 157 á sextíu götu Tvö pör handtekin grunuð um líkamsárásir Munaði litlu að nýliði skákaði borgarstjóra Stóra verkefnið að vinna aftur traust borgarbúa Gríðarleg vonbrigði að reyndri konu sé ekki treyst Pétur Marteinsson kjörinn oddviti Samfylkingarinnar í Reykjavík Samfylkingin valdi sér borgarstjóraefni Valið á milli gömlu og nýju Samfylkingarinnar Gullhúðað afnám jafnlaunavottunar Tvöfalt fleiri aldraðir leituðu hjálpar vegna ofbeldis Vandræðagangur með skilaboð á versta tíma fyrir Heiðu Leita að öðrum til að taka við Ísafjarðarfluginu Allir hafi áhuga á Íslandi Biður Dóru Björt afsökunar eftir deilur um vetrarþjónustu Þrjátíu prósent Samfylkingarfélaga greitt atkvæði það sem af er Algengast að börn beiti foreldra sína ofbeldi og prófkjör Samfylkingarinnar „Enda ekki í nokkru einasta ástandi til að vera meðal fólks“ Árásarmaðurinn svartklæddi reyndist vera ættingi Stigmögnun í nágrannaerjum: „Hann vildi keyra á mig“ Gengst nú við skilaboðunum umdeildu Hægt að nálgast vottorð um að makinn hafi rangt fyrir sér Um 900 manns nú með lögheimili í Grindavík „Það átti að taka mig í karphúsið“ Selenskí undir miklum þrýstingi Tímamótaviðræður hafnar og ögurstund hjá Samfylkingunni Eldur í sendibíl á Miklubraut Arnar Grétarsson í stjórnmálin Gjörbreytt Langahlíð fyrir milljarð Segist ekki muna eftir að hafa sent skilaboðin „Einhver SA prins mættur til að láta sem allt sé bara kózý“ Sjá meira
Afleysingaskip fyrir Herjólf má ekki sigla til Þorlákshafnar Ferjan heitir Röst og er gerð út í Norður-Noregi. Hún er heldur minni en Herjólfur og ristir grynnra. 12. september 2017 08:16