Elskar alla tísku Starri Freyr Jónsson skrifar 22. september 2017 22:00 Sólon Örn í uppáhaldsflíkinni sinni sem er GUE$$ bolur, keyptur á Brdr Store. Vísir/Eyþór Sólon Örn Sævarsson er 18 ára gamall Kópavogsbúi með mikinn áhuga á tónlist, hönnun og ljósmyndun. Hann starfar um þessar mundir hjá fjarskiptafyrirtækinu Hringdu við ýmiss konar grafísk verkefni en eyðir stærstum hluta frítímans í að semja tónlist. „Ég hef lengi spilað á ýmis hljóðfæri en byrjaði fyrir rúmu ári síðan að útsetja tónlist og hef gert fátt annað síðan. Hingað til hef ég ekki mikið verið að flagga tónlist minni en er þó frekar duglegur að henda tóndæmum inn á SoundCloud og geng þar undir nafninu Shiny Papa. Næstu skref er að bæta söngvurum við tónlist mína. Sjálfur hlusta ég á allar tónlistarstefnur en sem langmest „shadow rapp“ en á það til að búa til „dream pop“. Innblásturinn kemur helst frá $uicideboy$, Bones, Spooky Black og Beach House. Hingað til hef ég að mestu samið efnið sjálfur en hóf nýlega að brugga tónlist með trommaranum úr Korter í flog sem getur miklu meira en að spila á trommur.“ Sólon Örn fylgist með uppáhaldstónlistarmönnunum sínum á Instagram og fær mikinn innblástur frá rappsenunni. Hann semur tónlist undir listamannsnafninu Shiny Papa. Sólon Örn segir fatastíl sinn afar fjölbreyttan og hann klæðist nánast hverju sem er. „Áhugi minn á tísku byrjaði hægt og rólega í menntaskóla og áður en ég vissi af var ég farinn að eyða allt, allt of miklum peningum í föt. Ég elska alla tísku en er mest að vinna með „streetwear“ fatnað. Einnig fylgist ég með uppáhaldstónlistarmönnunum mínum á Instagram og fæ mikinn innblástur frá rappsenunni. Ég fylgist sömuleiðis stíft með /r/streetwear þræðinum á Reddit.“Carhartt buxur og taska sem Sólon Örn keypti í Berlín. "Húfuna keypti ég einhvers staðar hér landi og ég man hreinlega ekki hvaðan peysan kemur, ég á orðið alltof margar svartar hettupeysur."Vísir/EyþórÁttu þér uppáhaldsverslanir? Í útlöndum stekk ég alltaf í næstu Foot Locker en í Berlín á ég uppáhaldsbúð sem heitir Sneakers 'n Stuff. Mér finnst úrvalið vera frekar slappt á Íslandi en mér finnst Smash og Húrra oft gera góða hluti. Einnig reyni ég að kaupa föt í búðum sem selja notuð föt. Ég elska t.d. að kíkja í Fatamarkaðinn hjá Hlemmi eða í búðir Rauða krossins og leita að földum gimsteinum.Áttu eina uppáhaldsflík? Núna held ég mest upp á GUE$$ bolinn minn og Retro Jordan 1 skóna mína. Ef þú spyrð mig aftur eftir mánuð verður svarið örugglega ekki það sama.Áttu einhverja uppáhaldhönnuði? Uppáhaldsfatahönnuðurinn minn hlýtur að vera Tinker Hatfield. Ég held einnig mikið upp á Ralph Lauren og Gucci þessa stundina.Bestu og verstu fatakaupin? Ég lét nýlega sérsauma á mig belti í Berlín sem er eflaust með betri kaupum sem ég hef gert. Þau verstu eru Stone Island peysa sem ég keypti fyrir nokkru síðan. Hún kostaði alltof mikið og passar ekki einu sinni á mig þannig að hún er bara inni í skáp að safna ryki.Notar þú fylgihluti? Ég geng oft með hringa og er alltaf með eyrnalokka. Einnig safna ég sólgleraugum og á mikið af derhúfum.Buxurnar og peysan voru keypt í Weekday í Berlín. Sólgleraugun eru frá Armani.Vísir/Eyþór Tónlist Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira
Sólon Örn Sævarsson er 18 ára gamall Kópavogsbúi með mikinn áhuga á tónlist, hönnun og ljósmyndun. Hann starfar um þessar mundir hjá fjarskiptafyrirtækinu Hringdu við ýmiss konar grafísk verkefni en eyðir stærstum hluta frítímans í að semja tónlist. „Ég hef lengi spilað á ýmis hljóðfæri en byrjaði fyrir rúmu ári síðan að útsetja tónlist og hef gert fátt annað síðan. Hingað til hef ég ekki mikið verið að flagga tónlist minni en er þó frekar duglegur að henda tóndæmum inn á SoundCloud og geng þar undir nafninu Shiny Papa. Næstu skref er að bæta söngvurum við tónlist mína. Sjálfur hlusta ég á allar tónlistarstefnur en sem langmest „shadow rapp“ en á það til að búa til „dream pop“. Innblásturinn kemur helst frá $uicideboy$, Bones, Spooky Black og Beach House. Hingað til hef ég að mestu samið efnið sjálfur en hóf nýlega að brugga tónlist með trommaranum úr Korter í flog sem getur miklu meira en að spila á trommur.“ Sólon Örn fylgist með uppáhaldstónlistarmönnunum sínum á Instagram og fær mikinn innblástur frá rappsenunni. Hann semur tónlist undir listamannsnafninu Shiny Papa. Sólon Örn segir fatastíl sinn afar fjölbreyttan og hann klæðist nánast hverju sem er. „Áhugi minn á tísku byrjaði hægt og rólega í menntaskóla og áður en ég vissi af var ég farinn að eyða allt, allt of miklum peningum í föt. Ég elska alla tísku en er mest að vinna með „streetwear“ fatnað. Einnig fylgist ég með uppáhaldstónlistarmönnunum mínum á Instagram og fæ mikinn innblástur frá rappsenunni. Ég fylgist sömuleiðis stíft með /r/streetwear þræðinum á Reddit.“Carhartt buxur og taska sem Sólon Örn keypti í Berlín. "Húfuna keypti ég einhvers staðar hér landi og ég man hreinlega ekki hvaðan peysan kemur, ég á orðið alltof margar svartar hettupeysur."Vísir/EyþórÁttu þér uppáhaldsverslanir? Í útlöndum stekk ég alltaf í næstu Foot Locker en í Berlín á ég uppáhaldsbúð sem heitir Sneakers 'n Stuff. Mér finnst úrvalið vera frekar slappt á Íslandi en mér finnst Smash og Húrra oft gera góða hluti. Einnig reyni ég að kaupa föt í búðum sem selja notuð föt. Ég elska t.d. að kíkja í Fatamarkaðinn hjá Hlemmi eða í búðir Rauða krossins og leita að földum gimsteinum.Áttu eina uppáhaldsflík? Núna held ég mest upp á GUE$$ bolinn minn og Retro Jordan 1 skóna mína. Ef þú spyrð mig aftur eftir mánuð verður svarið örugglega ekki það sama.Áttu einhverja uppáhaldhönnuði? Uppáhaldsfatahönnuðurinn minn hlýtur að vera Tinker Hatfield. Ég held einnig mikið upp á Ralph Lauren og Gucci þessa stundina.Bestu og verstu fatakaupin? Ég lét nýlega sérsauma á mig belti í Berlín sem er eflaust með betri kaupum sem ég hef gert. Þau verstu eru Stone Island peysa sem ég keypti fyrir nokkru síðan. Hún kostaði alltof mikið og passar ekki einu sinni á mig þannig að hún er bara inni í skáp að safna ryki.Notar þú fylgihluti? Ég geng oft með hringa og er alltaf með eyrnalokka. Einnig safna ég sólgleraugum og á mikið af derhúfum.Buxurnar og peysan voru keypt í Weekday í Berlín. Sólgleraugun eru frá Armani.Vísir/Eyþór
Tónlist Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp Króli trúlofaður Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Steldu stílnum af Áslaugu Örnu Heitustu tískuskvísur landsins fögnuðu Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Flott klæddir feðgar Fagurfræði: Hvernig förðum við mismunandi húðtýpur? Hönnunarverðlaunin 2024: Verðlaunuð fyrir Smiðju Stappað á sjóðheitri tískusýningu hönnuða framtíðarinnar Galvaskar Gucci gellur á galakvöldi Líf og fjör hjá Íslendingum á virtri hátíð í Berlín Fagurfræði: Það sem flestir hræðast þegar kemur að förðun Sjá meira