Verða eins og Bob Ross við strigann í kvöld Stefán Þór Hjartarson skrifar 22. september 2017 10:45 Moses Hightower munu ekki spara neitt til á tónleikunum og hafa meðal annars með sér blásarasveit. Vísir/Anton Brink Í tilefni þess að Moses Hightower ætla að spila á stórglæsilegum útgáfutónleikum í kvöld í Háskólabíói fékk blaðamaður að vera fluga á vegg á æfingu sveitarinnar og meira að segja að koma nokkrum spurningum á framfæri til strákanna. Sveitina skipa þeir Andri Ólafsson, Daníel Friðrik Böðvarsson, Magnús Trygvason Eliassen, Steingrímur Karl Teague og Styrmir Hauksson.Þið eruð hljómsveit skipuð líklega uppteknustu tónlistarmönnum landsins – hvernig hefur gengið að fá alla á æfingar? Andri: „það hefur farið mikill tími í að finna tíma sem hentar.“ Danni: „Já, það getur oft verið snúið.“ Steini: „Þegar brassdeildin bætist við þyngist róðurinn en það hefst nú allt saman á endanum.“ Moses Hightower ætla ekki að spara neitt til í kvöld, eðlilega – því verður með þeim stórglæsileg blásarasveit. Platan Fjallaloft kom út síðastliðin júní og því hefur liðin nokkur tími síðan. Aðspurðir segjast Moses Hightowermenn hafa lent í því margoft síðan þá að fólk á götum úti spyrji þá hvenær og hvort útgáfutónleikar séu á dagskránni – þannig að það má gefa sér að viðtökurnar hafi verið góðar, eða hvað? „Nei, ekkert sérstakar,“ segir Danni og þeir hlæja allir. Andri: „næsta spurning!“ Maggi: „Þær hafa verið þokkalegar..“ Í gang dettur ákveðinn vandræðagangur um hverjir eigi að svara og Maggi þarf skyndilega að rjúka til Grindavíkur. Dulafullt. Loksins sammælast þeir um að Steini og Danni skuli svara spurningunni. Steini: „Ókei, við tökum þetta.“ Danni: „Það þýðir ekkert betri svör...“ Steini: „...en hugsanlega minnkar flækjustigið.“Viðtökurnar á plötunni, hafa þær verið góðar? Danni: „Já, eða þú veist, ég fylgist ekkert það mikið með því.“ Steini: „Okkur skilst að eitthvað fólk hafi verið að kaupa þetta. Okkur er sagt að við megum vel við una, það hefur komið okkur á óvart hversu mikið af fólki er að kaupa það sem við erum að gera.“ Danni: „Vantar ekki fólk til þess að skrifa um tónlist? Það þorir enginn að skrifa um tónlist á Íslandi. Það hefur í það minnsta minnkað.“ Steini: „Mhm...“ Danni: „En við skorum á einhvern að skrifa um plötuna. Það var þarna einn á facebook sem skrifaði að hann hafi ekki verið að fíla eitthvað lag með okkur muniði? Fjallaloft eða eitthvað.“Steini: „Já það var reyndar mjög næs“Danni: „Mér þykir það einmitt frábært, gaman að einhver sé að tjá sig um tónlist á netinu.“Steini: „Já, það er minni umræða í gangi í dag, þannig að við vissum í raun ekkert við hverju við ættum að búast. Miðað við það þá er eiginlega fáránlegt hvað okkur finnst platan hafa fengið góðar viðtökur. En maður getur einmitt ekki miðað við margt annað en sölunna á plötunni sjálfri. Væri gaman að heyra skoðanir fólks á því hvort við séum að gera eitthvað vel eða illa.“Andri: „Platan virðist vera að seljast, fólk kemur á tónleika en maður veit samt ekki neitt.“Steini: „Og þeir sem maður hittir tala fallega um þetta við mann og svona.“Blaðamaður tekur einnig undir það að það vanti meiri tónlistarumfjöllun – það er ekki hægt að skilja tónlistarfólkið okkar eftir hangandi þegar það gefur út plötur. En nóg um það – aftur að tónleikunum. Eruði með einhverja ritjúala sem þið takið fyrir svona tónleika? Bænahring? Tolleringu? Eða bara gamla góða signa sig og og fá sér sjúss? Danni: „Signa sig og fá sér sjúss?“ „Gamla góða?“ bætir Steini við hlæjandi. Andri: Það eru merkilega margir sem gera ráð fyrir því að.. eins og í Súlnasalnum 77’ þar sem allir voru blekaðir á öllum tónleikum. Alltaf. Svona halda margir að músíkbransinn sé ennþá, músíkantar = ógæfufólk.“ Andri: „Svo verða þau nokkuð hvumsa þegar ég segi þeim frá mínu daglega lífi. Þar sem fáir eru blekaðir, nokkurntíman.“ „Ég fæ mér samt alveg oft áfengi á kvöldin og svona,“ segir Danni og þeir hlæja og bætir svo við: „Við spilum aldrei fullir, eða jú við fáum okkur einstaka sinnum einn bjór í hléi. Steini: Já þegar við ætlum að flippa yfir okkur þá fáum við okkur einn bjór.“ Danni: Svo er reykt fyrir gigg og eftir gigg. Andri: Við höfum reyndar lengi tekið svona bænahringi, þar sem við krjúpum, höldumst í hendur og teljum ‘einn og einn einn, núll einn’. En segið mér nú, hvurslags sýningu mega gestir tónleikanna í kvöld búast við? Andri: „Kannastu við Bob Ross? Þetta verður svolítið… þar“ Danni: Hver er Bob Ross? Andri: „Veistu það ekki? You’re in. For. A. Treat! Þú getur búið til róf sem spannar flest allt í heimi þar sem Rick and Morty eru á öðrum endanum og Bob Ross á hinum. Svona ef við tölum um sjónvarpsefni.“ Steini: „Bíddu, er þetta gæjinn sem málar?“ Andri: „Já, með afróinn.“ Steini. „Já, það er rosaleg kyrrð yfir þeim manni. Hann málar bara svona fallega hluti í náttúrunni, með afróinn sinn og búinn að gera þetta í þú veist.. 30 ár eða eitthvað. Það eina sem gerist er að afróið verður bara grárra.“ Danni: „Jú, ætli þetta verði ekki einhverstaðar þar.“ Blaðamaður hefur ekki í sér að tilkynna þeim að Bob Ross lést árið 1995 og endar því viðtalið hérna. Eins fram hefur komið margoft eru tónleikarnir í kvöld í Háskólabíói og aðeins örfáir miðar eftir – en þá má nálgast á tix.is. Fyrir þá sem vilja fá smá forskot á stemmingunni má hér að neðan horfa á smá myndband af æfingu hjá sveitinni. Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira
Í tilefni þess að Moses Hightower ætla að spila á stórglæsilegum útgáfutónleikum í kvöld í Háskólabíói fékk blaðamaður að vera fluga á vegg á æfingu sveitarinnar og meira að segja að koma nokkrum spurningum á framfæri til strákanna. Sveitina skipa þeir Andri Ólafsson, Daníel Friðrik Böðvarsson, Magnús Trygvason Eliassen, Steingrímur Karl Teague og Styrmir Hauksson.Þið eruð hljómsveit skipuð líklega uppteknustu tónlistarmönnum landsins – hvernig hefur gengið að fá alla á æfingar? Andri: „það hefur farið mikill tími í að finna tíma sem hentar.“ Danni: „Já, það getur oft verið snúið.“ Steini: „Þegar brassdeildin bætist við þyngist róðurinn en það hefst nú allt saman á endanum.“ Moses Hightower ætla ekki að spara neitt til í kvöld, eðlilega – því verður með þeim stórglæsileg blásarasveit. Platan Fjallaloft kom út síðastliðin júní og því hefur liðin nokkur tími síðan. Aðspurðir segjast Moses Hightowermenn hafa lent í því margoft síðan þá að fólk á götum úti spyrji þá hvenær og hvort útgáfutónleikar séu á dagskránni – þannig að það má gefa sér að viðtökurnar hafi verið góðar, eða hvað? „Nei, ekkert sérstakar,“ segir Danni og þeir hlæja allir. Andri: „næsta spurning!“ Maggi: „Þær hafa verið þokkalegar..“ Í gang dettur ákveðinn vandræðagangur um hverjir eigi að svara og Maggi þarf skyndilega að rjúka til Grindavíkur. Dulafullt. Loksins sammælast þeir um að Steini og Danni skuli svara spurningunni. Steini: „Ókei, við tökum þetta.“ Danni: „Það þýðir ekkert betri svör...“ Steini: „...en hugsanlega minnkar flækjustigið.“Viðtökurnar á plötunni, hafa þær verið góðar? Danni: „Já, eða þú veist, ég fylgist ekkert það mikið með því.“ Steini: „Okkur skilst að eitthvað fólk hafi verið að kaupa þetta. Okkur er sagt að við megum vel við una, það hefur komið okkur á óvart hversu mikið af fólki er að kaupa það sem við erum að gera.“ Danni: „Vantar ekki fólk til þess að skrifa um tónlist? Það þorir enginn að skrifa um tónlist á Íslandi. Það hefur í það minnsta minnkað.“ Steini: „Mhm...“ Danni: „En við skorum á einhvern að skrifa um plötuna. Það var þarna einn á facebook sem skrifaði að hann hafi ekki verið að fíla eitthvað lag með okkur muniði? Fjallaloft eða eitthvað.“Steini: „Já það var reyndar mjög næs“Danni: „Mér þykir það einmitt frábært, gaman að einhver sé að tjá sig um tónlist á netinu.“Steini: „Já, það er minni umræða í gangi í dag, þannig að við vissum í raun ekkert við hverju við ættum að búast. Miðað við það þá er eiginlega fáránlegt hvað okkur finnst platan hafa fengið góðar viðtökur. En maður getur einmitt ekki miðað við margt annað en sölunna á plötunni sjálfri. Væri gaman að heyra skoðanir fólks á því hvort við séum að gera eitthvað vel eða illa.“Andri: „Platan virðist vera að seljast, fólk kemur á tónleika en maður veit samt ekki neitt.“Steini: „Og þeir sem maður hittir tala fallega um þetta við mann og svona.“Blaðamaður tekur einnig undir það að það vanti meiri tónlistarumfjöllun – það er ekki hægt að skilja tónlistarfólkið okkar eftir hangandi þegar það gefur út plötur. En nóg um það – aftur að tónleikunum. Eruði með einhverja ritjúala sem þið takið fyrir svona tónleika? Bænahring? Tolleringu? Eða bara gamla góða signa sig og og fá sér sjúss? Danni: „Signa sig og fá sér sjúss?“ „Gamla góða?“ bætir Steini við hlæjandi. Andri: Það eru merkilega margir sem gera ráð fyrir því að.. eins og í Súlnasalnum 77’ þar sem allir voru blekaðir á öllum tónleikum. Alltaf. Svona halda margir að músíkbransinn sé ennþá, músíkantar = ógæfufólk.“ Andri: „Svo verða þau nokkuð hvumsa þegar ég segi þeim frá mínu daglega lífi. Þar sem fáir eru blekaðir, nokkurntíman.“ „Ég fæ mér samt alveg oft áfengi á kvöldin og svona,“ segir Danni og þeir hlæja og bætir svo við: „Við spilum aldrei fullir, eða jú við fáum okkur einstaka sinnum einn bjór í hléi. Steini: Já þegar við ætlum að flippa yfir okkur þá fáum við okkur einn bjór.“ Danni: Svo er reykt fyrir gigg og eftir gigg. Andri: Við höfum reyndar lengi tekið svona bænahringi, þar sem við krjúpum, höldumst í hendur og teljum ‘einn og einn einn, núll einn’. En segið mér nú, hvurslags sýningu mega gestir tónleikanna í kvöld búast við? Andri: „Kannastu við Bob Ross? Þetta verður svolítið… þar“ Danni: Hver er Bob Ross? Andri: „Veistu það ekki? You’re in. For. A. Treat! Þú getur búið til róf sem spannar flest allt í heimi þar sem Rick and Morty eru á öðrum endanum og Bob Ross á hinum. Svona ef við tölum um sjónvarpsefni.“ Steini: „Bíddu, er þetta gæjinn sem málar?“ Andri: „Já, með afróinn.“ Steini. „Já, það er rosaleg kyrrð yfir þeim manni. Hann málar bara svona fallega hluti í náttúrunni, með afróinn sinn og búinn að gera þetta í þú veist.. 30 ár eða eitthvað. Það eina sem gerist er að afróið verður bara grárra.“ Danni: „Jú, ætli þetta verði ekki einhverstaðar þar.“ Blaðamaður hefur ekki í sér að tilkynna þeim að Bob Ross lést árið 1995 og endar því viðtalið hérna. Eins fram hefur komið margoft eru tónleikarnir í kvöld í Háskólabíói og aðeins örfáir miðar eftir – en þá má nálgast á tix.is. Fyrir þá sem vilja fá smá forskot á stemmingunni má hér að neðan horfa á smá myndband af æfingu hjá sveitinni.
Mest lesið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Khalid kemur út úr skápnum Lífið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi „Enginn þekkir mig og ég þekki engan, sem mér finnst þægilegt“ Laufey fagnaði með Oliviu Rodrigo og Chappell Roan Tileinkar lagið Grindvíkingum „Það hefur aldrei verið neinn ótti“ „Hugleikið hver fær að stunda kynlíf og hver ekki“ „Þetta er saga af villigötum“ „Enginn að fara að hringja í mig að fyrra bragði“ Kemur frá Sýrlandi og syngur á íslensku Space Odyssey opnar á nýjum stað Dr. Gunni spyr hvort það sé ekki bara búið að vera gaman Afhjúpað á hvaða dögum böndin spila á Airwaves Sjá meira