Svona lítur fallbaráttan í Pepsi-deildinni út: Ólsarar ískaldir en Eyjamenn á siglinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 20. september 2017 23:30 FH getur haft mikil áhrif á fallbaráttuna en fyrrverandi meistararnir eiga eftir að mæta Fjölni, Ólsurum og Blikum. Vísir/Eyþór Þegar tvær umferðir (plús leikur Fjölnis og FH á morgun) eru eftir í Pepsi-deild karla í fótbolta eru fimm lið enn þá í fallhættu. Tölfræðilega má taka sjötta liðið, Víking Reykjavík, inn í dæmið en með sigri á Ólsurum á mánudaginn svo gott sem tryggði Fossvogsliðið sér sæti í deildinni þar sem sex stigum og 17 mörkum munar á Víkingsliðunum tveimur. Skagamenn lifa enn í voninni en þeir geta fallið í sófanum heima síðdegis á morgun takist Fjölni að hirða stig af FH á heimavelli sínum í Grafarvoginum. Skagamenn eru samt sem áður næst heitasta liðið í fallbaráttunni með sex stig í síðustu fimm leikjum en þar af hefur liðið ekki tapað í þremur leikjum í röð.Skaginn er sama og fallinn og Fjölnir eru í miklu basli.vísir/ernirFjölnir í vandræðum Fjölnismenn eru í miklum vandræðum en þeir eru búnir að safna fimm stigum í síðustu fimm leikjum og hafa ekki unnið í þremur leikjum í röð. Þeir eiga óárennilegt prógram eftir en Fjölnismanna bíða leikir gegn FH, KR og Grindavík. Eyjamenn eru heitastir í fallbaráttunni en liðið er búið að vinna þrjá leiki af síðustu fimm, þar af tvo á útivelli og safna níu stigum af fimmtán mögulegum. Stigin 22 sem liðið er komið með dugar liðinu til að halda sæti sínu í deildinni tapi Ólsarar síðustu tveimur leikjum sínum. Ólafsvíkingar eru ansi líklegir til að kveðja deild þeirra bestu liðið en liðið er það ískaldasta í fallbaráttunni. Lærisveinar Ejubs Purisevic eru aðeins búnir að fá eitt stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum og er með markatöluna -13 á þeim tíma.Milos Milojevic er ekki sloppinn við fallið.vísir/antonBlikar ekki sloppnir Ólsarar eiga mjög erfiðan leik gegn FH næst og gætu fallið á sunnudaginn með tapi sigri Fjölnir annað hvort FH á morgun eða vængbrotið lið KR í 21. umferðinni. KR verður án Finns Orra Margeirssonar, Pálma Rafns Pálmasonar, Skúla Jóns Friðgeirssonar og André Bjerregaard. Óvæntasta liðið í fallbaráttunni er Breiðablik sem eru þó búið að safna sex stigum af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum. Það var gegn tveimur neðstu liðum deildarinnar; ÍA og Ólafsvík, en Kópavogsliðið er nú búið að tapa þremur leikjum í röð. Blikar fá sjóðheita Eyjamenn í heimsókn á sunnudaginn og verða enn í fallbaráttu með tapi nái Ólsarar óvæntu stigi eða hvað þá öðrum sigri á móti FH. Strákarnir hans Milosar Milojevic halda sæti sínu í deildinni sama hvað tapi Ólsarar á móti FH.Stigasöfnun fallbaráttuliðanna í síðustu fimm leikjum:12. sæti: ÍA 5 stig af 15 mögulegum (Markatala -1) Ekki tapað í þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: Víkingur R. (ú) Víkingur Ó. (h)11. sæti: Víkingur Ólafsvík 1 stig af 15 mögulegum (-13) Ekki unnið í fimm leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: FH (h) ÍA (ú)10. sæti: Fjölnir 5 stig af 15 mögulegum (-4) Ekki unnið í þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: FH (h) KR (h) Grindavík (ú)9. sæti: ÍBV 9 stig af 15 mögulegum (+3) Unnið tvo útileiki í síðustu fimmLeikir sem liðið á eftir: Breiðablik (ú) KA (h)8. sæti: Breiðablik 6 stig af 15 mögulegum (+1) Tapað þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: ÍBV (h) FH (ú) Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Þegar tvær umferðir (plús leikur Fjölnis og FH á morgun) eru eftir í Pepsi-deild karla í fótbolta eru fimm lið enn þá í fallhættu. Tölfræðilega má taka sjötta liðið, Víking Reykjavík, inn í dæmið en með sigri á Ólsurum á mánudaginn svo gott sem tryggði Fossvogsliðið sér sæti í deildinni þar sem sex stigum og 17 mörkum munar á Víkingsliðunum tveimur. Skagamenn lifa enn í voninni en þeir geta fallið í sófanum heima síðdegis á morgun takist Fjölni að hirða stig af FH á heimavelli sínum í Grafarvoginum. Skagamenn eru samt sem áður næst heitasta liðið í fallbaráttunni með sex stig í síðustu fimm leikjum en þar af hefur liðið ekki tapað í þremur leikjum í röð.Skaginn er sama og fallinn og Fjölnir eru í miklu basli.vísir/ernirFjölnir í vandræðum Fjölnismenn eru í miklum vandræðum en þeir eru búnir að safna fimm stigum í síðustu fimm leikjum og hafa ekki unnið í þremur leikjum í röð. Þeir eiga óárennilegt prógram eftir en Fjölnismanna bíða leikir gegn FH, KR og Grindavík. Eyjamenn eru heitastir í fallbaráttunni en liðið er búið að vinna þrjá leiki af síðustu fimm, þar af tvo á útivelli og safna níu stigum af fimmtán mögulegum. Stigin 22 sem liðið er komið með dugar liðinu til að halda sæti sínu í deildinni tapi Ólsarar síðustu tveimur leikjum sínum. Ólafsvíkingar eru ansi líklegir til að kveðja deild þeirra bestu liðið en liðið er það ískaldasta í fallbaráttunni. Lærisveinar Ejubs Purisevic eru aðeins búnir að fá eitt stig af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum og er með markatöluna -13 á þeim tíma.Milos Milojevic er ekki sloppinn við fallið.vísir/antonBlikar ekki sloppnir Ólsarar eiga mjög erfiðan leik gegn FH næst og gætu fallið á sunnudaginn með tapi sigri Fjölnir annað hvort FH á morgun eða vængbrotið lið KR í 21. umferðinni. KR verður án Finns Orra Margeirssonar, Pálma Rafns Pálmasonar, Skúla Jóns Friðgeirssonar og André Bjerregaard. Óvæntasta liðið í fallbaráttunni er Breiðablik sem eru þó búið að safna sex stigum af fimmtán mögulegum í síðustu fimm leikjum. Það var gegn tveimur neðstu liðum deildarinnar; ÍA og Ólafsvík, en Kópavogsliðið er nú búið að tapa þremur leikjum í röð. Blikar fá sjóðheita Eyjamenn í heimsókn á sunnudaginn og verða enn í fallbaráttu með tapi nái Ólsarar óvæntu stigi eða hvað þá öðrum sigri á móti FH. Strákarnir hans Milosar Milojevic halda sæti sínu í deildinni sama hvað tapi Ólsarar á móti FH.Stigasöfnun fallbaráttuliðanna í síðustu fimm leikjum:12. sæti: ÍA 5 stig af 15 mögulegum (Markatala -1) Ekki tapað í þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: Víkingur R. (ú) Víkingur Ó. (h)11. sæti: Víkingur Ólafsvík 1 stig af 15 mögulegum (-13) Ekki unnið í fimm leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: FH (h) ÍA (ú)10. sæti: Fjölnir 5 stig af 15 mögulegum (-4) Ekki unnið í þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: FH (h) KR (h) Grindavík (ú)9. sæti: ÍBV 9 stig af 15 mögulegum (+3) Unnið tvo útileiki í síðustu fimmLeikir sem liðið á eftir: Breiðablik (ú) KA (h)8. sæti: Breiðablik 6 stig af 15 mögulegum (+1) Tapað þremur leikjum í röðLeikir sem liðið á eftir: ÍBV (h) FH (ú)
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Alfreð brosti breitt: „Hafði hárrétt fyrir mér sem betur fer“ Handbolti Óvinur Íslands heldur nú með Íslandi Handbolti Engar hópferðir Íslendinga til Herning Handbolti Þjálfari Dana um Ísland: „Nokkrir af bestu handboltamönnum heims“ Handbolti „Þeir virðast bara vilja brjóta múra fyrir hann“ Handbolti ICE-fulltrúar á Vetrarólympíuleikunum: „Þetta er hersveit sem drepur“ Sport Farseðill á næsta stórmót í höfn Handbolti Búnir að tímasetja leik Íslands og Danmerkur Handbolti Sjáðu Viktor skora hjá Barcelona fyrir framan landsliðsþjálfarann Fótbolti Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti Fleiri fréttir Varafyrirliða FH sagt að finna sér nýtt félag Berglind Björg ólétt Fram fær liðsstyrk úr Mosó og markvörðurinn framlengir Heiðdís leggur skóna á hilluna Víkingur og Þróttur mætast í úrslitaleik Reykjavíkurmótsins Elísa fer frá Val til Breiðabliks Oliver hættur í fótbolta vegna meiðsla Rugluðust á nafni nýja leikmannsins Sigurður Bjartur á leið til Spánar? Stjarnan selur Adolf Daða til FH Þór/KA fær þrjá leikmenn frá Stólunum á fimm leikmanna degi Fyrirliði FHL er mættur í Laugardalinn Telma eltir þjálfarann í Garðabæinn Hringdu dag og nótt til að klófesta Guðmund: „Konan var að verða geðveik á þeim“ Bryndís Arna er komin heim og samdi við Breiðablik Gummi Tóta orðinn leikmaður ÍA Þróttur skellti KR í Reykjavíkurmótinu KR fær tvo unga Ganverja Breytingar hjá Breiðabliki „Á eftir bolta kemur barn“ Viðar Örn leitaði sér aðstoðar við áfengis- og spilafíkn Trúin eykst á Suðurnesjum með komu McLaughlin Blikar farnir að fylla í skörðin Víkingur og Breiðablik mætast í fyrsta leik Bestu deildarinnar Rafael Máni eltir rætur sínar upp á Skaga Tveir ungir varnarmenn til FH Kristín Dís áfram í herbúðum Blika Miðbær Reykjavíkur er Íslandsmeistari Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Róbert með þrennu í sigri KR Sjá meira
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti
Um 150 Íslendingar í höllinni: „Fjárhagslega höfum við ekki bolmagn í að kaupa mörg hundruð miða“ Handbolti