Samkennd á netinu Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 20. september 2017 07:00 Ég hef lengi fylgst með því hvernig fólk hefur fengið tækifæri í auknum mæli til þess að sýna samkennd á netinu. Það er æ algengara að fólk tilkynni andlát, tjái sig um missi eða minnist látinna ástvina í gegnum samfélagsmiðla. Það hefur einnig gerst á síðustu árum að margir sem greinast með alvarlega sjúkdóma og eru að fara í gegnum langvarandi meðferðir tjái sig á þessu almannarými. Búnir eru til Fb-hópar vina, ástvina og jafnvel kunningja. Þar er fólk að tjá sig um andlega og líkamlega líðan sína frá degi til dags. Þorsteinn Gylfason heimspekingur var eitt sinn spurður að því hvað væri menning og hann svaraði: Menning er að vanda sig. Mér til gleði sé ég að það hefur skapast á þessum vettvangi falleg menning og það heyrir til undantekninga ef fólk vandar sig ekki. Sum senda hjarta, þau sem eiga kannski djúpa reynslu gefa hluttekningarorð af mikilli visku, eða fólk sem farið hefur í gegnum hliðstæða sjúkdóma segir frá því sem reynst hefur því vel. Þegar ég sé þessi samskipti hlýnar mér um hjartarætur og ég hugsa: Þetta eru hendur Guðs í heiminum. Nú þegar rannsóknir sýna að tölvu- og snjallsímanotkun eykur á þunglyndi og kvíða ungmenna þá er ljós í myrkrinu að það skuli vera hægt að nota netið til þess að sýna samkennd og fá tækifæri til þess að setja sig í spor annarra og finna til. Nú erum við að fara inn í kosningaferli og það sem ég kvíði fyrir er það að horfa upp á fullorðið fólk kasta skömminni á milli sín og niðurlægja hvert annað þannig að unga fólkið okkar hristi höfuðið og vilji ekki vera með. Nú ríður á að vera ekki upptekinn af því að vera hreinni en aðrir en muna að við erum samferða í öllum aðstæðum lífsins og við þurfum að vanda okkur. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Gerum betur Hilmar Björnsson Skoðun
Ég hef lengi fylgst með því hvernig fólk hefur fengið tækifæri í auknum mæli til þess að sýna samkennd á netinu. Það er æ algengara að fólk tilkynni andlát, tjái sig um missi eða minnist látinna ástvina í gegnum samfélagsmiðla. Það hefur einnig gerst á síðustu árum að margir sem greinast með alvarlega sjúkdóma og eru að fara í gegnum langvarandi meðferðir tjái sig á þessu almannarými. Búnir eru til Fb-hópar vina, ástvina og jafnvel kunningja. Þar er fólk að tjá sig um andlega og líkamlega líðan sína frá degi til dags. Þorsteinn Gylfason heimspekingur var eitt sinn spurður að því hvað væri menning og hann svaraði: Menning er að vanda sig. Mér til gleði sé ég að það hefur skapast á þessum vettvangi falleg menning og það heyrir til undantekninga ef fólk vandar sig ekki. Sum senda hjarta, þau sem eiga kannski djúpa reynslu gefa hluttekningarorð af mikilli visku, eða fólk sem farið hefur í gegnum hliðstæða sjúkdóma segir frá því sem reynst hefur því vel. Þegar ég sé þessi samskipti hlýnar mér um hjartarætur og ég hugsa: Þetta eru hendur Guðs í heiminum. Nú þegar rannsóknir sýna að tölvu- og snjallsímanotkun eykur á þunglyndi og kvíða ungmenna þá er ljós í myrkrinu að það skuli vera hægt að nota netið til þess að sýna samkennd og fá tækifæri til þess að setja sig í spor annarra og finna til. Nú erum við að fara inn í kosningaferli og það sem ég kvíði fyrir er það að horfa upp á fullorðið fólk kasta skömminni á milli sín og niðurlægja hvert annað þannig að unga fólkið okkar hristi höfuðið og vilji ekki vera með. Nú ríður á að vera ekki upptekinn af því að vera hreinni en aðrir en muna að við erum samferða í öllum aðstæðum lífsins og við þurfum að vanda okkur. Höfundur er pistlahöfundur Fréttablaðsins.
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun