Segir íbúa Puerto Rico vilja fá allt upp í hendurnar Samúel Karl Ólason skrifar 30. september 2017 12:11 Donald Trump er ekki sáttur við ummæli borgarstjóra San Juan. Vísir/GEtty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir íbúum Puerto Rico á Twitter í dag og sagði þá vilja fá allt upp í hendurnar. Neyðarástand ríkir nú á eyjunni sem varð verulega illa úti vegna fellibylsins Maríu sem skall þar á fyrir tíu dögum. Minnst sextán eru látnir og innviði eyjunnar eru í rúst. Þá kennir Trump demókrötum um það að borgarstjóri San Juan hafi gagnrýnt Trump harðlega. „Demókratar eru búnir að segja borgarstjóra San Juan, sem hrósaði mér mjög fyrir einungis nokkrum dögum, að hún verði að vera andstyggileg við Trump. Borgarstjórinn og aðrir í Puerto Rico hafa sýnt mjög slæma stjórnunarhæfileika og hafa ekki getað fengið verkamenn þeirra til að hjálpa. Þeir vilja fá allt upp í hendurnar en þetta ætti að vera samfélagslegt átak. Tíu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú á eyjunni að vinna frábært starf. Herinn og viðbragðsaðilar hafa, þrátt fyrir ekkert rafmagn, enga vegi, síma og fleira, unnið frábært starf. Puerto Rico gereyðilagðist.“The Mayor of San Juan, who was very complimentary only a few days ago, has now been told by the Democrats that you must be nasty to Trump.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 ...Such poor leadership ability by the Mayor of San Juan, and others in Puerto Rico, who are not able to get their workers to help. They....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 ...want everything to be done for them when it should be a community effort. 10,000 Federal workers now on Island doing a fantastic job.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 The military and first responders, despite no electric, roads, phones etc., have done an amazing job. Puerto Rico was totally destroyed.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 Þá hefur forsetinn einnig skammast yfir fjölmiðlum vegna umfjöllunar þeirra um Puerto Rico. Hann sagði þá dekkja myndina og draga úr starfsanda viðbragðsaðila. Trump sagði það ósanngjarnt. Þar að auki sagði forsetinn að hann ætlaði að ferðast til Puerto Rico í næstu viku og að vonandi gæti hann komið við á Jómfrúaeyjum.Fake News CNN and NBC are going out of their way to disparage our great First Responders as a way to "get Trump." Not fair to FR or effort!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 The Fake News Networks are working overtime in Puerto Rico doing their best to take the spirit away from our soldiers and first R's. Shame!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 I will be going to Puerto Rico on Tuesday with Melania. Will hopefully be able to stop at the U.S. Virgin Islands (people working hard).— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 Þúsundir íbúa Puerto Rico skortir drykkjarvatn og aðrar nauðsynjar og hafa ekki aðgang að rafmagni né fjarskiptum. Þá er búist við mikilli rigningu nú um helgina og að hún muni hægja enn frekar á því hjálparstarfi sem á sér stað. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir viðbrögðin vegna hamfaranna í Puerto Rico. Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda Trump.Sjá einnig: „Þið eruð að drepa okkur“Meðal þess sem Trump hefur verið gagnrýndur er að setja hjálparstarf í samhengi við skuldir eyjunnar og það hve ríkið virðist hafa brugðist mun betur við þegar Harvey og Irma skullu á Texas og Flórída. Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, skammaðist yfir íbúum Puerto Rico á Twitter í dag og sagði þá vilja fá allt upp í hendurnar. Neyðarástand ríkir nú á eyjunni sem varð verulega illa úti vegna fellibylsins Maríu sem skall þar á fyrir tíu dögum. Minnst sextán eru látnir og innviði eyjunnar eru í rúst. Þá kennir Trump demókrötum um það að borgarstjóri San Juan hafi gagnrýnt Trump harðlega. „Demókratar eru búnir að segja borgarstjóra San Juan, sem hrósaði mér mjög fyrir einungis nokkrum dögum, að hún verði að vera andstyggileg við Trump. Borgarstjórinn og aðrir í Puerto Rico hafa sýnt mjög slæma stjórnunarhæfileika og hafa ekki getað fengið verkamenn þeirra til að hjálpa. Þeir vilja fá allt upp í hendurnar en þetta ætti að vera samfélagslegt átak. Tíu þúsund starfsmenn ríkisins eru nú á eyjunni að vinna frábært starf. Herinn og viðbragðsaðilar hafa, þrátt fyrir ekkert rafmagn, enga vegi, síma og fleira, unnið frábært starf. Puerto Rico gereyðilagðist.“The Mayor of San Juan, who was very complimentary only a few days ago, has now been told by the Democrats that you must be nasty to Trump.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 ...Such poor leadership ability by the Mayor of San Juan, and others in Puerto Rico, who are not able to get their workers to help. They....— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 ...want everything to be done for them when it should be a community effort. 10,000 Federal workers now on Island doing a fantastic job.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 The military and first responders, despite no electric, roads, phones etc., have done an amazing job. Puerto Rico was totally destroyed.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 Þá hefur forsetinn einnig skammast yfir fjölmiðlum vegna umfjöllunar þeirra um Puerto Rico. Hann sagði þá dekkja myndina og draga úr starfsanda viðbragðsaðila. Trump sagði það ósanngjarnt. Þar að auki sagði forsetinn að hann ætlaði að ferðast til Puerto Rico í næstu viku og að vonandi gæti hann komið við á Jómfrúaeyjum.Fake News CNN and NBC are going out of their way to disparage our great First Responders as a way to "get Trump." Not fair to FR or effort!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 The Fake News Networks are working overtime in Puerto Rico doing their best to take the spirit away from our soldiers and first R's. Shame!— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 I will be going to Puerto Rico on Tuesday with Melania. Will hopefully be able to stop at the U.S. Virgin Islands (people working hard).— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) September 30, 2017 Þúsundir íbúa Puerto Rico skortir drykkjarvatn og aðrar nauðsynjar og hafa ekki aðgang að rafmagni né fjarskiptum. Þá er búist við mikilli rigningu nú um helgina og að hún muni hægja enn frekar á því hjálparstarfi sem á sér stað. Ríkisstjórn Trump hefur verið gagnrýnd harðlega fyrir viðbrögðin vegna hamfaranna í Puerto Rico. Carmen Yulín Cruz, borgarstjóri San Juan, hefur verið meðal hörðustu gagnrýnenda Trump.Sjá einnig: „Þið eruð að drepa okkur“Meðal þess sem Trump hefur verið gagnrýndur er að setja hjálparstarf í samhengi við skuldir eyjunnar og það hve ríkið virðist hafa brugðist mun betur við þegar Harvey og Irma skullu á Texas og Flórída.
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Innlent Fleiri fréttir Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Var að streyma á TikTok þegar hann féll til jarðar og lést Loftárásir í kjölfar ákalls Trumps Flogið á ný í München eftir mögulegt drónaflug Skipar Ísraelum að hætta að sprengja Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Sjá meira