Varaforsetinn gekk út af fótboltaleik vegna mótmæla Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 8. október 2017 22:38 Pence sagðist ekki getað verið viðstaddur viðburð þar sem hermenn landsins og fáni væru virtir að vettugi. Vísir/Getty Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, gekk út af leik í NFL deildinni í dag eftir að nokkrir leikmenn neituðu að standa upp þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður. Pence sagðist ekki getað verið viðstaddur viðburð þar sem hermenn landsins og fáni væru virtir að vettugi. Frá þessu greindi Pence á Twitter síðu sinni í dag. Um var að ræða leik í heimaríki hans, Indiana og léku Indianapolis Colts á móti San Francisco 49ers. Donald Trump bandaríkjaforseti sagði sjálfur á Twitter að hann hefði beðið varaforsetann að fara ef leikmenn neituðu að standa upp í þjóðsöngnum og sagðist vera stoltur af Pence. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en mér finnst ekki til of mikils ætlast að NFL leikmenn beri virðingu fyrir fánanum,“ skrifaði Pence.I stand with @POTUS Trump, I stand with our soldiers, and I will always stand for our Flag and our National Anthem. pic.twitter.com/B0zP5M41MQ— Vice President Pence (@VP) October 8, 2017 I asked @VP Pence to leave stadium if any players kneeled, disrespecting our country. I am proud of him and @SecondLady Karen.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017 Leikmenn deildarinnar hafa undanfarnar vikur margir hverjir neitað að standa þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Aðdragandinn að þessu öllu saman er nokkuð langur en á síðasta leiktímabili neitaði Colin Kaepernick, fyrrum leikmaður San francisco 49ers í NFL-deildinni, að rísa á fætur þegar þjóðsöngurinn var spilaður í mótmælaskyni gegn kynþáttafordómum og harkalegum lögregluaðgerðum. Eftir mótmæli Kaepernick fóru fleiri leikmenn að leika þetta eftir og krjúpa á kné undir þjóðsöngnum, eða lyfta hnefa á loft. Þess má geta að Kaepernick er ekki á samningi hjá neinu liði í NFL-deildinni sem stendur og vilja margir meina að það megi rekja til mótmæla hans. Tengdar fréttir Steph Curry um forsíðu Sports Illustrated: Þetta er skelfilegt Stephen Curry er í aðalhlutverki á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins þar sem voru tekin fyrir mótmæli bandarískra íþróttamanna gegn því óréttlæti sem blökkumenn verða fyrir í Bandaríkjunum. 28. september 2017 19:45 Bandarískar íþróttastjörnur fordæma forsetann: „Heiður að heimsækja Hvíta húsið þangað til þú birtist“ Þekktustu íþróttastjörnur Bandaríkjanna hafa undanfarna daga fordæmt Donald Trump bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 24. september 2017 08:21 Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, gekk út af leik í NFL deildinni í dag eftir að nokkrir leikmenn neituðu að standa upp þegar bandaríski þjóðsöngurinn var spilaður. Pence sagðist ekki getað verið viðstaddur viðburð þar sem hermenn landsins og fáni væru virtir að vettugi. Frá þessu greindi Pence á Twitter síðu sinni í dag. Um var að ræða leik í heimaríki hans, Indiana og léku Indianapolis Colts á móti San Francisco 49ers. Donald Trump bandaríkjaforseti sagði sjálfur á Twitter að hann hefði beðið varaforsetann að fara ef leikmenn neituðu að standa upp í þjóðsöngnum og sagðist vera stoltur af Pence. „Allir eiga rétt á sinni skoðun en mér finnst ekki til of mikils ætlast að NFL leikmenn beri virðingu fyrir fánanum,“ skrifaði Pence.I stand with @POTUS Trump, I stand with our soldiers, and I will always stand for our Flag and our National Anthem. pic.twitter.com/B0zP5M41MQ— Vice President Pence (@VP) October 8, 2017 I asked @VP Pence to leave stadium if any players kneeled, disrespecting our country. I am proud of him and @SecondLady Karen.— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) October 8, 2017 Leikmenn deildarinnar hafa undanfarnar vikur margir hverjir neitað að standa þegar þjóðsöngurinn er spilaður. Aðdragandinn að þessu öllu saman er nokkuð langur en á síðasta leiktímabili neitaði Colin Kaepernick, fyrrum leikmaður San francisco 49ers í NFL-deildinni, að rísa á fætur þegar þjóðsöngurinn var spilaður í mótmælaskyni gegn kynþáttafordómum og harkalegum lögregluaðgerðum. Eftir mótmæli Kaepernick fóru fleiri leikmenn að leika þetta eftir og krjúpa á kné undir þjóðsöngnum, eða lyfta hnefa á loft. Þess má geta að Kaepernick er ekki á samningi hjá neinu liði í NFL-deildinni sem stendur og vilja margir meina að það megi rekja til mótmæla hans.
Tengdar fréttir Steph Curry um forsíðu Sports Illustrated: Þetta er skelfilegt Stephen Curry er í aðalhlutverki á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins þar sem voru tekin fyrir mótmæli bandarískra íþróttamanna gegn því óréttlæti sem blökkumenn verða fyrir í Bandaríkjunum. 28. september 2017 19:45 Bandarískar íþróttastjörnur fordæma forsetann: „Heiður að heimsækja Hvíta húsið þangað til þú birtist“ Þekktustu íþróttastjörnur Bandaríkjanna hafa undanfarna daga fordæmt Donald Trump bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 24. september 2017 08:21 Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30 Mest lesið Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Innlent Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Innlent Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Innlent Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Erlent Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Innlent Maðurinn er laus úr haldi Innlent Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Innlent Fleiri fréttir Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Sjá meira
Steph Curry um forsíðu Sports Illustrated: Þetta er skelfilegt Stephen Curry er í aðalhlutverki á forsíðu nýjasta Sports Illustrated blaðsins þar sem voru tekin fyrir mótmæli bandarískra íþróttamanna gegn því óréttlæti sem blökkumenn verða fyrir í Bandaríkjunum. 28. september 2017 19:45
Bandarískar íþróttastjörnur fordæma forsetann: „Heiður að heimsækja Hvíta húsið þangað til þú birtist“ Þekktustu íþróttastjörnur Bandaríkjanna hafa undanfarna daga fordæmt Donald Trump bandaríkjaforseta eftir að forsetinn sagði að reka ætti leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 24. september 2017 08:21
Trump vill reka leikmenn sem mótmæla undir þjóðsöngnum Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, vill að eigendur liða í bandarísku NFL deildinni reki leikmenn sem mótmæla undir bandaríska þjóðsöngnum. 23. september 2017 12:30