Konan á læknastofunni Lára G. Sigurðardóttir skrifar 9. október 2017 07:00 „Ég spái aldrei í því hvað ég er gömul“ svaraði hún létt á brún á læknastofunni þegar ég spurði hvernig hún færi að því að eldast svona vel. „Og mér lyndir vel við ungt fólk sem eldra og hugsa aldrei um aldursmun. Síðan er ég alltaf með nóg af verkefnum.“ Þegar við kvöddumst lagði hún hönd á öxl mína og bætti við: „Síðan fer ég í göngutúra, sund og hjóla.“ Það er eins og sumir séu sífellt að bæta lífi við árin meðan aðrir virðast aðallega bæta árum við lífið. Hvað gerir suma svona drífandi og kraftmikla? Ætli áhugi á lífinu láti mann gleyma aldrinum? Getur verið að árin iði af lífi þegar við setjum athygli á það sem við getum gert og leyfum okkur að vera ung í hjarta? Árið 1979 gerði dr. Ellen Langer, prófessor við sálfræðideild Harvard háskóla, rannsókn á 75 ára körlum. Ellen fékk þá til að ferðast með huganum tuttugu ár aftur í tímann með því að láta þá ganga um með gömul persónuskilríki, klæða sig og spjalla eins og árið væri 1959. Þeir sáu heiminn aftur með sínum 55 ára augum. Dr. Langer lék forvitni á að vita hvort hugsanir okkar gætu mótað hvernig líkaminn eldist. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að mennirnir bættu sig á öllum sviðum – þeir urðu liðugri, sýndu betri líkamsstöðu og aukinn styrkleika í höndum, sjónin batnaði, greindin jókst og þeir stóðu sig betur á minnisprófum. Síðan litu þeir unglegri út. Vissulega bætir líkaminn við sig árum en manns stærsta hindrun er oft eigin hugur. Við getum valið um að vera sífellt að minnast á hversu gömul við séum orðin eða hugsað eins og áttræða konan á læknastofunni og látið aldurinn ekki flækjast fyrir okkur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Mest lesið Vindmyllufyrirtæki í áskrift hjá íslenskum almenningi Linda Jónsdóttir Skoðun Metnaðarfull markmið og stórir sigrar Halla Helgadóttir Skoðun Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun Er sjálfbærni bara fyrir raungreinafólk? Saga Helgason Skoðun Hvers virði er vara ef hún er ekki seld? Jón Jósafat Björnsson Skoðun Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Icelandic Learning is a Gendered Health Issue Logan Lee Sigurðsson Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Mannúð og hugrekki - gegn stríðsglæpum og þjóðarmorði Ólafur Ingólfsson Skoðun Sjö mýtur um loftslagsbreytingar Kristinn Már Hilmarsson,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
„Ég spái aldrei í því hvað ég er gömul“ svaraði hún létt á brún á læknastofunni þegar ég spurði hvernig hún færi að því að eldast svona vel. „Og mér lyndir vel við ungt fólk sem eldra og hugsa aldrei um aldursmun. Síðan er ég alltaf með nóg af verkefnum.“ Þegar við kvöddumst lagði hún hönd á öxl mína og bætti við: „Síðan fer ég í göngutúra, sund og hjóla.“ Það er eins og sumir séu sífellt að bæta lífi við árin meðan aðrir virðast aðallega bæta árum við lífið. Hvað gerir suma svona drífandi og kraftmikla? Ætli áhugi á lífinu láti mann gleyma aldrinum? Getur verið að árin iði af lífi þegar við setjum athygli á það sem við getum gert og leyfum okkur að vera ung í hjarta? Árið 1979 gerði dr. Ellen Langer, prófessor við sálfræðideild Harvard háskóla, rannsókn á 75 ára körlum. Ellen fékk þá til að ferðast með huganum tuttugu ár aftur í tímann með því að láta þá ganga um með gömul persónuskilríki, klæða sig og spjalla eins og árið væri 1959. Þeir sáu heiminn aftur með sínum 55 ára augum. Dr. Langer lék forvitni á að vita hvort hugsanir okkar gætu mótað hvernig líkaminn eldist. Í stuttu máli var niðurstaðan sú að mennirnir bættu sig á öllum sviðum – þeir urðu liðugri, sýndu betri líkamsstöðu og aukinn styrkleika í höndum, sjónin batnaði, greindin jókst og þeir stóðu sig betur á minnisprófum. Síðan litu þeir unglegri út. Vissulega bætir líkaminn við sig árum en manns stærsta hindrun er oft eigin hugur. Við getum valið um að vera sífellt að minnast á hversu gömul við séum orðin eða hugsað eins og áttræða konan á læknastofunni og látið aldurinn ekki flækjast fyrir okkur.
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Börn, foreldrar og skólar í vanda: Hvernig eigum við að nálgast verkefnið? Margrét Sigmarsdóttir,Bergljót Gyða Guðmundsdóttir,Arndís Þorsteinsdóttir,Edda Vikar Guðmundsdóttir Skoðun
Skipta ekki öll börn jafn miklu máli? Greiðslur Reykjavíkurborgar fyrir nám barna utan sveitarfélags Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun