May gæti látið Johnson taka poka sinn Kjartan Kjartansson skrifar 8. október 2017 14:06 Johnson hefur verið talinn grafa undan May. Vísir/AFP Breytingar á bresku ríkisstjórninni gætu verið í vændum og er talið að Theresa May, forsætisráðherra, gæti sparkað Boris Johnson, utanríkisráðherra, úr henni. Johnson hefur verið talinn grafa undan stöðu May innan Íhaldsflokksins og sem forsætisráðherra. Í viðtali við The Sunday Times segir lét May í veðri vaka að hún gæti hrist upp í ríkisstjórninni þegar hún var spurð út í áform sín með Johnson. „Ég er forsætisráðherrann og það er hluti af starfi mínu að gæta þess alltaf að ég sé með besta fólkið í ráðuneyti mínu, að nýta sem best mannauðinn sem mér stendur til boða innan flokksins,“ sagði May meðal annars, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þó að Johnson hafi lýst hollustu við May hafa gjörðir hans verið taldar grafa undan henni. Þannig skrifaði hann grein í Daily Telehraph þar sem lýsti allt annarri sýn á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en May hafði boðað. Johnson var talinn ögra May með greininni og vildu sumir flokksmenn að hann yrði rekinn í kjölfarið. Verulega hefur fjarað undan stöðu May eftir að ákvörðun hennar um að efna skyndilega til þingkosninga í sumar reyndist misheppnuð. Íhaldsflokkur hennar hafði mælst með afgerandi forystu í skoðanakönnunum en þegar til kastanna kom tapaði hann miklu fylgi. May þarf nú að reiða sig á lítinn flokk norður-írskra sambandssinna til að verja minnihlutastjórn hennar. Ræða May á flokksþingi í síðustu viku gekk ennfremur hrapalega. Þar mátti hún glíma við hastarlegt hóstakast, truflun hrekkjalóms og að hluti af sviðsmyndinni fyrir aftan hana byrjaði að detta í sundur á meðan á ræðu hennar stóð. Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Breytingar á bresku ríkisstjórninni gætu verið í vændum og er talið að Theresa May, forsætisráðherra, gæti sparkað Boris Johnson, utanríkisráðherra, úr henni. Johnson hefur verið talinn grafa undan stöðu May innan Íhaldsflokksins og sem forsætisráðherra. Í viðtali við The Sunday Times segir lét May í veðri vaka að hún gæti hrist upp í ríkisstjórninni þegar hún var spurð út í áform sín með Johnson. „Ég er forsætisráðherrann og það er hluti af starfi mínu að gæta þess alltaf að ég sé með besta fólkið í ráðuneyti mínu, að nýta sem best mannauðinn sem mér stendur til boða innan flokksins,“ sagði May meðal annars, að því er kemur fram í frétt Reuters-fréttastofunnar. Þó að Johnson hafi lýst hollustu við May hafa gjörðir hans verið taldar grafa undan henni. Þannig skrifaði hann grein í Daily Telehraph þar sem lýsti allt annarri sýn á útgöngu Breta úr Evrópusambandinu en May hafði boðað. Johnson var talinn ögra May með greininni og vildu sumir flokksmenn að hann yrði rekinn í kjölfarið. Verulega hefur fjarað undan stöðu May eftir að ákvörðun hennar um að efna skyndilega til þingkosninga í sumar reyndist misheppnuð. Íhaldsflokkur hennar hafði mælst með afgerandi forystu í skoðanakönnunum en þegar til kastanna kom tapaði hann miklu fylgi. May þarf nú að reiða sig á lítinn flokk norður-írskra sambandssinna til að verja minnihlutastjórn hennar. Ræða May á flokksþingi í síðustu viku gekk ennfremur hrapalega. Þar mátti hún glíma við hastarlegt hóstakast, truflun hrekkjalóms og að hluti af sviðsmyndinni fyrir aftan hana byrjaði að detta í sundur á meðan á ræðu hennar stóð.
Brexit Tengdar fréttir Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37 Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17 May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44 Mest lesið „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Mótmæli við leik Íslands og Ísrael Innlent Gæti þurft að reisa varnargarða á höfuðborgarsvæðinu Innlent Albanska manninum fylgt úr landi í fyrramálið Innlent Dæmdir í tengslum við einn stærsta stuld Íslandssögunnar Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Utanríkisráðherra farinn á samkomu harðlínu Brexit-sinna Breska utanríkisráðuneytið hýsir fögnuð vegna stofnunar nýrrar hugveitu sem boðar harða útgöngu Breta úr ESB í kvöld. Guðlaugur Þór Þórðarson er á meðal ræðumanna þar. 27. september 2017 10:37
Allt gekk á afturfótunum hjá May á þingi Íhaldsflokksins Ræða Theresu May breyttist í farsa þar sem hvert uppákoman rak aðra. 4. október 2017 21:17
May ætlar að halda áfram sem forsætisráðherra Bretlands Öll spjót standa nú á Theresu May, forsætisráðherra Bretlands og formanns Íhaldsflokksins, en fjöldi þingmanna er sagður vilja losna við hana eftir farsakennda ræðu á flokksþingi í gær. 5. október 2017 22:44