Erlendir fjölmiðlar um sigur Íslands: Björk, Sigur Rós og stóri gaurinn úr Ófærð, slakið á og dáist að þessum úrslitum Birgir Olgeirsson skrifar 6. október 2017 21:22 Íslensku leikmennirnir fagna einu af mörkunum þremur gegn Tyrklandi í kvöld. Vísir/EPA „Ísland með sláandi sigur í Tyrklandi,“ skrifar breska dagblaðið The Guardian um þriggja marka sigur karlalandsliðs Íslands á Tyrkjum á heimavelli þeirra nú í kvöld. Með sigrinum tyllti íslenska liðið sér á topp síns riðils í undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu og getur með sigri á Kósavó á Laugardalsvelli næstkomandi mánudagskvöld tryggt sér farseðilinn á HM í Rússlandi á næsta ári. Lýsing Guardian á sigri íslenska liðsins var ansi skrautleg. „Björk, Sigur Rós, og stóri gaurinn úr virkilega góðu en drungalegu dramaþáttunum á BBC 4, slakið bara á og dáist að þessum úrslitum,“ segir í lýsingunni en stóri gaurinn úr drungalegu en góðu dramaþáttunum er að sjálfsögðu leikarinn Ólafur Darri Ólafsson og verið að vísa í leik hans í Ófærð sem sýnd var undir enska heitinu Trapped á BBC 4 á Englandi. Breska ríkisútvarpið BBC gerir grín að fyrrverandi landsliðsþjálfara enska karlalandsliðsins, Roy Hodgson, sem lutu í lægra haldi fyrir íslenska liðinu í sextán liða úrslitum á EM í fótbolta í fyrra. Úrslit sem þóttu ansi skammarleg fyrir Breta og þá sérstaklega þjálfarann.BBC skýtur á Roy Hodgson eftir sigur Íslands á Tyrklandi í kvöld.EPA„Eins og staðan er núna er Ísland með tveggja stiga forystu á toppi I-riðils. Getur liðið komist á HM? Gerið Roy Hodgson kláran til að gefa sitt álit.“„Ísland er með yfirhöndina þegar það mætir Kósóvó í síðasta leiknum, á meðan Króatía þarf að fara til Úkraínu í erfiðan leik,“ skrifar Washington Post um stöðuna í riðli Íslands. Washington Post bendir á að komist Ísland í úrslitakeppni HM verði það fámennasta þjóðin til að gera það. Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira
„Ísland með sláandi sigur í Tyrklandi,“ skrifar breska dagblaðið The Guardian um þriggja marka sigur karlalandsliðs Íslands á Tyrkjum á heimavelli þeirra nú í kvöld. Með sigrinum tyllti íslenska liðið sér á topp síns riðils í undankeppni Heimsmeistaramótsins í knattspyrnu og getur með sigri á Kósavó á Laugardalsvelli næstkomandi mánudagskvöld tryggt sér farseðilinn á HM í Rússlandi á næsta ári. Lýsing Guardian á sigri íslenska liðsins var ansi skrautleg. „Björk, Sigur Rós, og stóri gaurinn úr virkilega góðu en drungalegu dramaþáttunum á BBC 4, slakið bara á og dáist að þessum úrslitum,“ segir í lýsingunni en stóri gaurinn úr drungalegu en góðu dramaþáttunum er að sjálfsögðu leikarinn Ólafur Darri Ólafsson og verið að vísa í leik hans í Ófærð sem sýnd var undir enska heitinu Trapped á BBC 4 á Englandi. Breska ríkisútvarpið BBC gerir grín að fyrrverandi landsliðsþjálfara enska karlalandsliðsins, Roy Hodgson, sem lutu í lægra haldi fyrir íslenska liðinu í sextán liða úrslitum á EM í fótbolta í fyrra. Úrslit sem þóttu ansi skammarleg fyrir Breta og þá sérstaklega þjálfarann.BBC skýtur á Roy Hodgson eftir sigur Íslands á Tyrklandi í kvöld.EPA„Eins og staðan er núna er Ísland með tveggja stiga forystu á toppi I-riðils. Getur liðið komist á HM? Gerið Roy Hodgson kláran til að gefa sitt álit.“„Ísland er með yfirhöndina þegar það mætir Kósóvó í síðasta leiknum, á meðan Króatía þarf að fara til Úkraínu í erfiðan leik,“ skrifar Washington Post um stöðuna í riðli Íslands. Washington Post bendir á að komist Ísland í úrslitakeppni HM verði það fámennasta þjóðin til að gera það.
Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti Sjá meira