Arctica hafnar því að hafa brotið reglur um kaupauka og stefnir FME Hörður Ægisson skrifar 5. október 2017 16:37 Í tilkynningu FME kemur fram að arðgreiðslur til B, C og D hluthafa félagsins, sem jafnfram voru starfsmenn félagsins, hafi numið samtals 668 milljónum króna á árunum 2012 til 2017. Fjármálaeftirlitið (FME) hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta verðbréfafyrirtækið Arctica Finance um 72 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki og reglum um kaupakerfi. Hefur FME krafist þess að Arctica láti þegar í stað af kaupaukagreiðslum í formi arðs til B, C og D hluthafa félagsins. Arctica hyggst hins vegar ekki una þeirri niðurstöðu og ætlar að höfða dómsmál í þeim tilgangi að fá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins hnekkt. „Arctica er undrandi á ákvörðun FME og er henni eindregið ósammála og telur hana ekki byggja á skýrum lagaheimildum,“ segir í fréttatilkynningu á heimasíðu félagsins. Arctica segir að allt frá stofnun þess árið 2009 hafi eftirlitið verið upplýst um eignarhald félagsins, arðgreiðslustefnu og útgreiddan arð án þess að athugasemdir hafi komið fram af hálfu FME. Í tilkynningu FME kemur fram að arðgreiðslur til B, C og D hluthafa félagsins, sem jafnframt voru starfsmenn félagsins, hafi numið samtals 668 milljónum króna á árunum 2012 til 2017. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri unnt að leggja þessar greiðslur að jöfnu við venjulegar arðgreiðslur af fjárfestingum í hlutabréfum heldur væru þær í reynd kaupaukar til starfsmanna. Samkvæmt reglum FME um kaupauka til starfsmanna fjármálafyrirtækja mega þær að hámarki nema 25 prósentum af árslaunum þeirra. Á meðal þess sem FME bendir á er að verulegur munur var á fjárfestingu starfsmannanna og þeirri hagnaðarvon sem þeir hefðu getað gert til hlutabréfanna væri horft til arðgreiðslna til hluthafa í B, C og D flokki á árunum 2011 til 2017. „Af því mætti ráða að verulegur munur væri á þeirri fjárhagslegu áhættu sem hluthafar B, C og D flokks hefðu tekið með fjárfestingum sínum og hagnaðarvonar þeirra,“ segir í tilkynningu FME. Þá segir Fjármálaeftirlitið að samþykktir Arctica kveði á um að við starfslok hjá félaginu skuli hluthafi í B, C og D flokki sæta innlausn á framreiknuðu nafnverði. „Sú litla fjárhagslega áhætta sem hluthafar hefðu tekið með fjárfestingu í bréfunum hefði orðið enn minni við það að þeir gátu verið vissir um að við starfslok fengju þeir bréfin innleyst á sama gengi og þeir keyptu þau á. Arctica hefur gengið lengra við starfslok starfsmanna og bætt við nafnverðið fjárhæð sem svaraði til hlutdeildar hinna seldu hluta í þeim arði sem viðkomandi flokkur átti rétt til á því tímamarki sem starfslok viðkomandi starfsmanns áttu sér stað. Fjármáleftirlitið taldi síðastnefnda atriðið sýna að félagið hefði sjálft meðhöndlað arðgreiðslurnar sem hluta af launum starfsmannanna,“ að því er fram kemur í tilkynningunni. Arctica segir í tilkynningu að í þeim tilgangi að tryggja sjálfstæði og óhæði félagsins hafi engum öðrum en starfsmönnum staðið til boða að eignast hlut í félaginu. „Félagið greiðir hófleg en sanngjörn laun, en þeir starfsmenn sem eiga hlut í félaginu njóta arðs af fjárfestingu sinni séu skilyrði fyrir útgreiðslu arðs uppfyllt.“ Þá bendir Arctica á að arðgreiðslur til hluthafa samkvæmt ákveðinni arðgreiðslustefnu séu á engan hátt tengdar vinnuframlagi einstakra starfsmanna og geti því ekki talist kaupaukagreiðslur í skilningi laga um fjármálafyrirtæki, líkt og FME heldur fram í ákvörðun sinni. Við ákvörðun sektarfjárhæðar FME var meðal annars litið til þes að brotið náðu yfir „sex ára tímabil, að stór hluti starfsmanna naut kaupaukagreiðslnanna, að kaupaukarnir voru bundnir við árangur þeirrar deildar sem viðkomandi starfsmaður starfaði í, að kaupaukarnir voru í sumum tilvikum margföld föst laun viðkomandi starfsmanns og að regluverði félagsins var greiddur kaupauki.“ Stærstu A-hluthafar Arctica eru Bjarni Þórður Bjarnason, aðstoðarframkvæmdastjóri félagsins, með 50,25 prósenta hlut en Stefán Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Arctica, á hins vegar 33,5 prósenta hlut. Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur komist að þeirri niðurstöðu að sekta verðbréfafyrirtækið Arctica Finance um 72 milljónir króna fyrir að hafa brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki og reglum um kaupakerfi. Hefur FME krafist þess að Arctica láti þegar í stað af kaupaukagreiðslum í formi arðs til B, C og D hluthafa félagsins. Arctica hyggst hins vegar ekki una þeirri niðurstöðu og ætlar að höfða dómsmál í þeim tilgangi að fá ákvörðun Fjármálaeftirlitsins hnekkt. „Arctica er undrandi á ákvörðun FME og er henni eindregið ósammála og telur hana ekki byggja á skýrum lagaheimildum,“ segir í fréttatilkynningu á heimasíðu félagsins. Arctica segir að allt frá stofnun þess árið 2009 hafi eftirlitið verið upplýst um eignarhald félagsins, arðgreiðslustefnu og útgreiddan arð án þess að athugasemdir hafi komið fram af hálfu FME. Í tilkynningu FME kemur fram að arðgreiðslur til B, C og D hluthafa félagsins, sem jafnframt voru starfsmenn félagsins, hafi numið samtals 668 milljónum króna á árunum 2012 til 2017. Fjármálaeftirlitið komst að þeirri niðurstöðu að ekki væri unnt að leggja þessar greiðslur að jöfnu við venjulegar arðgreiðslur af fjárfestingum í hlutabréfum heldur væru þær í reynd kaupaukar til starfsmanna. Samkvæmt reglum FME um kaupauka til starfsmanna fjármálafyrirtækja mega þær að hámarki nema 25 prósentum af árslaunum þeirra. Á meðal þess sem FME bendir á er að verulegur munur var á fjárfestingu starfsmannanna og þeirri hagnaðarvon sem þeir hefðu getað gert til hlutabréfanna væri horft til arðgreiðslna til hluthafa í B, C og D flokki á árunum 2011 til 2017. „Af því mætti ráða að verulegur munur væri á þeirri fjárhagslegu áhættu sem hluthafar B, C og D flokks hefðu tekið með fjárfestingum sínum og hagnaðarvonar þeirra,“ segir í tilkynningu FME. Þá segir Fjármálaeftirlitið að samþykktir Arctica kveði á um að við starfslok hjá félaginu skuli hluthafi í B, C og D flokki sæta innlausn á framreiknuðu nafnverði. „Sú litla fjárhagslega áhætta sem hluthafar hefðu tekið með fjárfestingu í bréfunum hefði orðið enn minni við það að þeir gátu verið vissir um að við starfslok fengju þeir bréfin innleyst á sama gengi og þeir keyptu þau á. Arctica hefur gengið lengra við starfslok starfsmanna og bætt við nafnverðið fjárhæð sem svaraði til hlutdeildar hinna seldu hluta í þeim arði sem viðkomandi flokkur átti rétt til á því tímamarki sem starfslok viðkomandi starfsmanns áttu sér stað. Fjármáleftirlitið taldi síðastnefnda atriðið sýna að félagið hefði sjálft meðhöndlað arðgreiðslurnar sem hluta af launum starfsmannanna,“ að því er fram kemur í tilkynningunni. Arctica segir í tilkynningu að í þeim tilgangi að tryggja sjálfstæði og óhæði félagsins hafi engum öðrum en starfsmönnum staðið til boða að eignast hlut í félaginu. „Félagið greiðir hófleg en sanngjörn laun, en þeir starfsmenn sem eiga hlut í félaginu njóta arðs af fjárfestingu sinni séu skilyrði fyrir útgreiðslu arðs uppfyllt.“ Þá bendir Arctica á að arðgreiðslur til hluthafa samkvæmt ákveðinni arðgreiðslustefnu séu á engan hátt tengdar vinnuframlagi einstakra starfsmanna og geti því ekki talist kaupaukagreiðslur í skilningi laga um fjármálafyrirtæki, líkt og FME heldur fram í ákvörðun sinni. Við ákvörðun sektarfjárhæðar FME var meðal annars litið til þes að brotið náðu yfir „sex ára tímabil, að stór hluti starfsmanna naut kaupaukagreiðslnanna, að kaupaukarnir voru bundnir við árangur þeirrar deildar sem viðkomandi starfsmaður starfaði í, að kaupaukarnir voru í sumum tilvikum margföld föst laun viðkomandi starfsmanns og að regluverði félagsins var greiddur kaupauki.“ Stærstu A-hluthafar Arctica eru Bjarni Þórður Bjarnason, aðstoðarframkvæmdastjóri félagsins, með 50,25 prósenta hlut en Stefán Þór Bjarnason, framkvæmdastjóri Arctica, á hins vegar 33,5 prósenta hlut.
Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Gjaldþrot olíuleitarfélags upp á 12 milljarða Viðskipti innlent Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Loka verslun Útilífs í Smáralind Viðskipti innlent Sleppur við vangreiðslugjaldið hjá Parka Neytendur Afbókaði dýra ferð þremur dögum fyrir brottför og fær endurgreitt Neytendur „Eitt sinn var ég ekki svo lánsöm að tilheyra stóru vinkonusamfélagi“ Atvinnulíf Andri Sævar og Svava til Daga Viðskipti innlent Fleiri fréttir Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Sjá meira