Amazing Race aftur til Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2017 06:45 Hér ræðir Katrín Tanja Davíðsdóttir við keppendur á Ingólfstorgi, umvafin kraftaköllum, og undir hljómar söngur Bartóna. Skjáskot Tökur á þrítugustu þáttaröð rauveruleikaþáttanna The Amazing Race eru hafnar og svo virðist sem keppendur þurfi, aftur, að koma til Íslands. Þessi kapphlaupsratleikur hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsti þátturinn var frumsýndur árið 2001. 11 tveggja manna lið ferðast um heiminn og leysa þrautir í fjarlægum löndum, það fyrsta til að skila sér svo í mark eftir flakkið hlýtur vegleg peningaverðlaun. Í þessari nýjustu þáttaröð virðast liðin þurfa að brasa ýmislegt á Íslandi ef marka má aðdáendur þáttanna. Hafa þeir verið duglegir við að birta myndir af svaðilförum liðanna, sem voru hér á landi í upphafi vikunnar. Hér að neðan má sjá fyrstu vísbendinguna sem liðin fengu í hendurnar. Þar er þeim sagt að koma sér til Íslands, nánar tiltekið að Geitárgljúfri. Aðdáandi náði þessari mynd af fyrstu vísbendingu keppendanna.Reality Fan ForumÁ myndunum og myndskeiðunum hér að neðan má sjá liðin á hlaupum eftir Laugaveginum, í Hljómskálagarðinum og drekka þorskalýsi með kraftaköllum á Ingólfstorgi þar sem karlakórinn Bartónar mætti þeim einnig með kröftugum Krummavísum.Keppendur í The Amazing Race hafa áður verið sendir til Íslands, nánar tiltekið í sjöttu þáttaröð sem sýnd var á Stöð 2 á árunum 2004 til 2005. Það að Íslandi hafi brugðið fyrir í þátttunum var sögð vera „ein mesta landkynning sögunnar.“ - hvorki meira né minna. Ekki er búið að gefa út hvenær nákvæmlega þrítugasta þáttaröðin verður frumsýnd en gert er ráð fyrir því að það verði í lok þessa árs eða upphafi árs 2018. Fleiri myndir af ævintýrum keppendanna má nálgast á spjallborði aðdáendanna, með því að smella hér..Hér að neðan er myndasafn, hægt er að fletta í gegnum þær með því að smella á örvarnar sem birtast við brún myndanna. A post shared by John Gilpatrick (@jl.gilpatrick) on Oct 2, 2017 at 9:59am PDTEins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan var mikill hamagangur í öskjunni þegar keppendur mættu á Leifsstöð. Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira
Tökur á þrítugustu þáttaröð rauveruleikaþáttanna The Amazing Race eru hafnar og svo virðist sem keppendur þurfi, aftur, að koma til Íslands. Þessi kapphlaupsratleikur hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsti þátturinn var frumsýndur árið 2001. 11 tveggja manna lið ferðast um heiminn og leysa þrautir í fjarlægum löndum, það fyrsta til að skila sér svo í mark eftir flakkið hlýtur vegleg peningaverðlaun. Í þessari nýjustu þáttaröð virðast liðin þurfa að brasa ýmislegt á Íslandi ef marka má aðdáendur þáttanna. Hafa þeir verið duglegir við að birta myndir af svaðilförum liðanna, sem voru hér á landi í upphafi vikunnar. Hér að neðan má sjá fyrstu vísbendinguna sem liðin fengu í hendurnar. Þar er þeim sagt að koma sér til Íslands, nánar tiltekið að Geitárgljúfri. Aðdáandi náði þessari mynd af fyrstu vísbendingu keppendanna.Reality Fan ForumÁ myndunum og myndskeiðunum hér að neðan má sjá liðin á hlaupum eftir Laugaveginum, í Hljómskálagarðinum og drekka þorskalýsi með kraftaköllum á Ingólfstorgi þar sem karlakórinn Bartónar mætti þeim einnig með kröftugum Krummavísum.Keppendur í The Amazing Race hafa áður verið sendir til Íslands, nánar tiltekið í sjöttu þáttaröð sem sýnd var á Stöð 2 á árunum 2004 til 2005. Það að Íslandi hafi brugðið fyrir í þátttunum var sögð vera „ein mesta landkynning sögunnar.“ - hvorki meira né minna. Ekki er búið að gefa út hvenær nákvæmlega þrítugasta þáttaröðin verður frumsýnd en gert er ráð fyrir því að það verði í lok þessa árs eða upphafi árs 2018. Fleiri myndir af ævintýrum keppendanna má nálgast á spjallborði aðdáendanna, með því að smella hér..Hér að neðan er myndasafn, hægt er að fletta í gegnum þær með því að smella á örvarnar sem birtast við brún myndanna. A post shared by John Gilpatrick (@jl.gilpatrick) on Oct 2, 2017 at 9:59am PDTEins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan var mikill hamagangur í öskjunni þegar keppendur mættu á Leifsstöð.
Mest lesið Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum Lífið „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ Lífið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið „Mig langaði að segja þessar sögur“ Lífið Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Fleiri fréttir Ljósbrot hlaut aðalverðlaun í Gautaborg Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerðina Sjón og Eggers leiða hesta sína saman í nýjum varúlfahryllingi Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Sigurjón minnist David Lynch: „Jonni, við verðum að gera eitthvað fyrir Ísland“ Kvikmyndirnar sem beðið er eftir 2025 Embla og Timothée Chalamet glæsileg á dreglinum Krefur Disney um tíu milljarða dala Þakkar fleiru en Demi Moore fyrir langþráð metár Vestfirski hryllingstryllirinn frumsýndur vestanhafs Snerting skaut Deadpool ref fyrir rass 2024 Sjá meira