Amazing Race aftur til Íslands Stefán Ó. Jónsson skrifar 5. október 2017 06:45 Hér ræðir Katrín Tanja Davíðsdóttir við keppendur á Ingólfstorgi, umvafin kraftaköllum, og undir hljómar söngur Bartóna. Skjáskot Tökur á þrítugustu þáttaröð rauveruleikaþáttanna The Amazing Race eru hafnar og svo virðist sem keppendur þurfi, aftur, að koma til Íslands. Þessi kapphlaupsratleikur hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsti þátturinn var frumsýndur árið 2001. 11 tveggja manna lið ferðast um heiminn og leysa þrautir í fjarlægum löndum, það fyrsta til að skila sér svo í mark eftir flakkið hlýtur vegleg peningaverðlaun. Í þessari nýjustu þáttaröð virðast liðin þurfa að brasa ýmislegt á Íslandi ef marka má aðdáendur þáttanna. Hafa þeir verið duglegir við að birta myndir af svaðilförum liðanna, sem voru hér á landi í upphafi vikunnar. Hér að neðan má sjá fyrstu vísbendinguna sem liðin fengu í hendurnar. Þar er þeim sagt að koma sér til Íslands, nánar tiltekið að Geitárgljúfri. Aðdáandi náði þessari mynd af fyrstu vísbendingu keppendanna.Reality Fan ForumÁ myndunum og myndskeiðunum hér að neðan má sjá liðin á hlaupum eftir Laugaveginum, í Hljómskálagarðinum og drekka þorskalýsi með kraftaköllum á Ingólfstorgi þar sem karlakórinn Bartónar mætti þeim einnig með kröftugum Krummavísum.Keppendur í The Amazing Race hafa áður verið sendir til Íslands, nánar tiltekið í sjöttu þáttaröð sem sýnd var á Stöð 2 á árunum 2004 til 2005. Það að Íslandi hafi brugðið fyrir í þátttunum var sögð vera „ein mesta landkynning sögunnar.“ - hvorki meira né minna. Ekki er búið að gefa út hvenær nákvæmlega þrítugasta þáttaröðin verður frumsýnd en gert er ráð fyrir því að það verði í lok þessa árs eða upphafi árs 2018. Fleiri myndir af ævintýrum keppendanna má nálgast á spjallborði aðdáendanna, með því að smella hér..Hér að neðan er myndasafn, hægt er að fletta í gegnum þær með því að smella á örvarnar sem birtast við brún myndanna. A post shared by John Gilpatrick (@jl.gilpatrick) on Oct 2, 2017 at 9:59am PDTEins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan var mikill hamagangur í öskjunni þegar keppendur mættu á Leifsstöð. Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Tökur á þrítugustu þáttaröð rauveruleikaþáttanna The Amazing Race eru hafnar og svo virðist sem keppendur þurfi, aftur, að koma til Íslands. Þessi kapphlaupsratleikur hefur notið mikilla vinsælda allt frá því að fyrsti þátturinn var frumsýndur árið 2001. 11 tveggja manna lið ferðast um heiminn og leysa þrautir í fjarlægum löndum, það fyrsta til að skila sér svo í mark eftir flakkið hlýtur vegleg peningaverðlaun. Í þessari nýjustu þáttaröð virðast liðin þurfa að brasa ýmislegt á Íslandi ef marka má aðdáendur þáttanna. Hafa þeir verið duglegir við að birta myndir af svaðilförum liðanna, sem voru hér á landi í upphafi vikunnar. Hér að neðan má sjá fyrstu vísbendinguna sem liðin fengu í hendurnar. Þar er þeim sagt að koma sér til Íslands, nánar tiltekið að Geitárgljúfri. Aðdáandi náði þessari mynd af fyrstu vísbendingu keppendanna.Reality Fan ForumÁ myndunum og myndskeiðunum hér að neðan má sjá liðin á hlaupum eftir Laugaveginum, í Hljómskálagarðinum og drekka þorskalýsi með kraftaköllum á Ingólfstorgi þar sem karlakórinn Bartónar mætti þeim einnig með kröftugum Krummavísum.Keppendur í The Amazing Race hafa áður verið sendir til Íslands, nánar tiltekið í sjöttu þáttaröð sem sýnd var á Stöð 2 á árunum 2004 til 2005. Það að Íslandi hafi brugðið fyrir í þátttunum var sögð vera „ein mesta landkynning sögunnar.“ - hvorki meira né minna. Ekki er búið að gefa út hvenær nákvæmlega þrítugasta þáttaröðin verður frumsýnd en gert er ráð fyrir því að það verði í lok þessa árs eða upphafi árs 2018. Fleiri myndir af ævintýrum keppendanna má nálgast á spjallborði aðdáendanna, með því að smella hér..Hér að neðan er myndasafn, hægt er að fletta í gegnum þær með því að smella á örvarnar sem birtast við brún myndanna. A post shared by John Gilpatrick (@jl.gilpatrick) on Oct 2, 2017 at 9:59am PDTEins og sést á myndbandinu hér fyrir neðan var mikill hamagangur í öskjunni þegar keppendur mættu á Leifsstöð.
Mest lesið Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Lífið Hrekkjavökubúningar sem er best að forðast Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Atli Steinn fann ástina á ný Lífið „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Lífið „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Tónlist Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira