Kærasta fjöldamorðingjans var grunlaus um hvað væri í vændum Kjartan Kjartansson skrifar 4. október 2017 22:55 Fjöldi skotvopna fannst á herbergi morðingjans á Mandalay Bay-hótelinu þaðan sem hann skaut hundruð manna. Vísir/AFP Fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í Las Vegas á sunnudagskvöld var góður, umhyggjusamur og rólyndur maður, að sögn kærustu hans. Hún segist hafa verið grunlaus um hvers konar voðaverk hann hefði í hyggju. Marilou Danley var stödd erlendis á meðan kærasti hennar, 64 ára gamall karlmaður á eftirlaunum, skaut tónleikagesti í Las Vegas til bana með sjálfvirkum skotvopnum út um glugga 32. hæðar hótels. Morðinginn svipti sig lífi áður en lögreglumenn gátu haft hendur í hári hans. Konan kom til Bandaríkjanna í gær og yfirheyrðu alríkislögreglumenn hana í dag, að sögn Washington Post. „Hann sagði aldrei neitt við mig eða gerði nokkuð sem ég vissi af sem ég skildi sem einhvers konar viðvörun um að eitthvað hræðilegt í líkingu við þetta ætti eftir að gerast,“ sagði í yfirlýsingu frá Danley sem lögmaður hennar las upp fyrir fjölmiðla í dag.Talin lykilvitni um hvað morðingjanum gekk tilDanley segist hafa farið til Filippseyja vegna þess að kærasti hennar hafi greitt fyrir hana far svo hún gæti heimsótt fjölskyldu þar. Bandaríksir fjölmiðlar hafa sagt frá því að fjöldamorðinginn hafi sent hundrað þúsund dollara þangað en Danley segir að féð hafi átt að fara í fasteignakaup fyrir fjölskylduna. „Ég var þakklát en í hreinskilni óttaðist ég í fyrstu um að óvænta heimferðin og svo peningarnir hafi verið leið til að hætta með mér. Það hvarflaði aldrei að mér á nokkurn hátt að hann væri að undirbúa ofbeldisverk gegn nokkrum manni,“ sagði í yfirlýsingunni. Lögreglan er engu nær um hvaða ástæður fjöldamorðinginn taldi sig hafa fyrir að myrða tugi ókunngra tónleikagesta. Danley er talin lykilvitni sem geti hugsanlega brugðið ljósi á hvað manninum gekk til. Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00 Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira
Fjöldamorðinginn sem myrti 58 manns í Las Vegas á sunnudagskvöld var góður, umhyggjusamur og rólyndur maður, að sögn kærustu hans. Hún segist hafa verið grunlaus um hvers konar voðaverk hann hefði í hyggju. Marilou Danley var stödd erlendis á meðan kærasti hennar, 64 ára gamall karlmaður á eftirlaunum, skaut tónleikagesti í Las Vegas til bana með sjálfvirkum skotvopnum út um glugga 32. hæðar hótels. Morðinginn svipti sig lífi áður en lögreglumenn gátu haft hendur í hári hans. Konan kom til Bandaríkjanna í gær og yfirheyrðu alríkislögreglumenn hana í dag, að sögn Washington Post. „Hann sagði aldrei neitt við mig eða gerði nokkuð sem ég vissi af sem ég skildi sem einhvers konar viðvörun um að eitthvað hræðilegt í líkingu við þetta ætti eftir að gerast,“ sagði í yfirlýsingu frá Danley sem lögmaður hennar las upp fyrir fjölmiðla í dag.Talin lykilvitni um hvað morðingjanum gekk tilDanley segist hafa farið til Filippseyja vegna þess að kærasti hennar hafi greitt fyrir hana far svo hún gæti heimsótt fjölskyldu þar. Bandaríksir fjölmiðlar hafa sagt frá því að fjöldamorðinginn hafi sent hundrað þúsund dollara þangað en Danley segir að féð hafi átt að fara í fasteignakaup fyrir fjölskylduna. „Ég var þakklát en í hreinskilni óttaðist ég í fyrstu um að óvænta heimferðin og svo peningarnir hafi verið leið til að hætta með mér. Það hvarflaði aldrei að mér á nokkurn hátt að hann væri að undirbúa ofbeldisverk gegn nokkrum manni,“ sagði í yfirlýsingunni. Lögreglan er engu nær um hvaða ástæður fjöldamorðinginn taldi sig hafa fyrir að myrða tugi ókunngra tónleikagesta. Danley er talin lykilvitni sem geti hugsanlega brugðið ljósi á hvað manninum gekk til.
Skotárás í Las Vegas Tengdar fréttir Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09 Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00 Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06 Mest lesið „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Innlent Engin byssa reyndist vera í bílnum Innlent Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Innlent Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Erlent Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Innlent Meira að segja happ þegar frystihúsið brann Innlent Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar Innlent 27 daga frostlausum kafla lokið Veður Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Erlent Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fleiri fréttir Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Sjá meira
Millifærði hundrað þúsund dali á reikning á Filippseyjum Sambýliskona árásarmannsins Stephen Paddock er komin til Bandaríkjanna. 4. október 2017 07:09
Keypti 33 byssur á einu ári Stephen Paddock hafði breytt tólf rifflum til að skjóta mörgum skotum úr þeim á skömmum tíma. 4. október 2017 14:00
Birtu myndband úr myndavélum lögregluþjóna sem skotið var á Á myndbandinu má sjá hve mikið óvissa var á svæðinu og einnig má sjá lögregluþjóna leita skjóls segar Stephen Paddock skaut í áttina að þeim. 4. október 2017 11:06