Mál gegn Öldu Hrönn fellt niður Birgir Olgeirsson skrifar 4. október 2017 17:57 Alda Hrönn Jóhannsdóttir. „Ég fagna því að mál, þar sem ég var ranglega sökuð um að hafa misbeitt valdi í starfi mínu hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, hafi nú verið fellt niður,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir í yfirlýsingu vegna niðurstöðu héraðssaksóknara í LÖKE-málinu. Alda Hrönn rannsakaði LÖKE-málið á sínum tíma þegar hún var staðgengill lögreglustjóra á Suðurnesjunum. Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður og starfsmaður Nova kærðu Öldu Hrönn fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra, aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn hennar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin. Lúðvík Bergvinsson, settur héraðssaksóknari í málinu, tók ákvörðun um að fella niður rannsókn á hendur Öldu en Bogi Nilsson, sem var settur ríkissaksóknari í málinu, ákvað að snúa þeirri ákvörðun við vegna ummæli sem lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði Lúðvík við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook, nokkrum dögum eftir að ákvörðun sets héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins lá fyrir. Nú hefur málið verið fellt niður á ný og segir Alda Hrönn að hún sé enda með öllu saklaus af því sem kærandinn, sakborningur í málinu sem hún kom að rannsókn á, sakaði hana um og byggði kæru sína á. „Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína,“ segir Alda Hrönn í yfirlýsingunni. „Allt hefur þetta vakið mig til umhugsunar um hvort eðlilegt sé að kæra megi fólk persónulega fyrir það eitt að sinna störfum sínum. Vissulega er óheppilegt hvernig fjölmiðlaumfjöllun getur leikið grunaða í viðkvæmum sakamálarannsóknum eins og þeirri sem kærandinn var hluti af. Sérstaklega þegar grunur leiðir ekki til ákæru, dóms, eða eingöngu dóms fyrir eitt kæruefni,“ segir Alda. „Það má samt ekki verða til þess að viðkomandi sjái sig knúinn til að reyna að rétta hlut sinn með tilefnislausum kærum á hendur starfsmönnum réttarvörslukerfisins eða lögreglu. Kærum sem reknar eru samhliða í fjölmiðlum af mikilli hörku og gera fólki illmögulegt að sinna störfum sínum á meðan þær eru til meðferðar. Þetta er eitthvað sem fullt tilefni er fyrir löggjafann, stéttarfélög opinberra starfsmanna og fleiri að skoða.“ Tengdar fréttir Alda Hrönn aftur á Suðurnes Alda Hrönn Jóhannsdóttir snýr aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hafa lokið starfi innleiðingarhóps og innleiðingu á nýju verklagi í heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 30. ágúst 2017 17:46 Alda Hrönn fær öll gögnin afhent Meðal gagna eru vitnaskýrslur yfir lögreglumönnum, afrit af framburðarskýrslu hennar og öll rannsóknargögn málsins. 6. mars 2017 15:46 Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
„Ég fagna því að mál, þar sem ég var ranglega sökuð um að hafa misbeitt valdi í starfi mínu hjá Lögreglunni á Suðurnesjum, hafi nú verið fellt niður,“ segir Alda Hrönn Jóhannsdóttir í yfirlýsingu vegna niðurstöðu héraðssaksóknara í LÖKE-málinu. Alda Hrönn rannsakaði LÖKE-málið á sínum tíma þegar hún var staðgengill lögreglustjóra á Suðurnesjunum. Gunnar Scheving Thorsteinsson lögreglumaður og starfsmaður Nova kærðu Öldu Hrönn fyrir brot á friðhelgi einkalífs þeirra, aðdróttanir í þeirra garð og hvernig rannsókn hennar á LÖKE-málinu, sem snerist um að myndum hefði verið dreift úr lokuðu kerfi lögreglunnar, hafi verið unnin. Lúðvík Bergvinsson, settur héraðssaksóknari í málinu, tók ákvörðun um að fella niður rannsókn á hendur Öldu en Bogi Nilsson, sem var settur ríkissaksóknari í málinu, ákvað að snúa þeirri ákvörðun við vegna ummæli sem lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði Lúðvík við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook, nokkrum dögum eftir að ákvörðun sets héraðssaksóknara um niðurfellingu málsins lá fyrir. Nú hefur málið verið fellt niður á ný og segir Alda Hrönn að hún sé enda með öllu saklaus af því sem kærandinn, sakborningur í málinu sem hún kom að rannsókn á, sakaði hana um og byggði kæru sína á. „Það er mér mikill léttir að settur héraðssaksóknari hafi í annað sinn komist að þessari niðurstöðu enda hefur málið reynt mjög á mig og fjölskyldu mína,“ segir Alda Hrönn í yfirlýsingunni. „Allt hefur þetta vakið mig til umhugsunar um hvort eðlilegt sé að kæra megi fólk persónulega fyrir það eitt að sinna störfum sínum. Vissulega er óheppilegt hvernig fjölmiðlaumfjöllun getur leikið grunaða í viðkvæmum sakamálarannsóknum eins og þeirri sem kærandinn var hluti af. Sérstaklega þegar grunur leiðir ekki til ákæru, dóms, eða eingöngu dóms fyrir eitt kæruefni,“ segir Alda. „Það má samt ekki verða til þess að viðkomandi sjái sig knúinn til að reyna að rétta hlut sinn með tilefnislausum kærum á hendur starfsmönnum réttarvörslukerfisins eða lögreglu. Kærum sem reknar eru samhliða í fjölmiðlum af mikilli hörku og gera fólki illmögulegt að sinna störfum sínum á meðan þær eru til meðferðar. Þetta er eitthvað sem fullt tilefni er fyrir löggjafann, stéttarfélög opinberra starfsmanna og fleiri að skoða.“
Tengdar fréttir Alda Hrönn aftur á Suðurnes Alda Hrönn Jóhannsdóttir snýr aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hafa lokið starfi innleiðingarhóps og innleiðingu á nýju verklagi í heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 30. ágúst 2017 17:46 Alda Hrönn fær öll gögnin afhent Meðal gagna eru vitnaskýrslur yfir lögreglumönnum, afrit af framburðarskýrslu hennar og öll rannsóknargögn málsins. 6. mars 2017 15:46 Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Innlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Innlent Fleiri fréttir Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Sjá meira
Alda Hrönn aftur á Suðurnes Alda Hrönn Jóhannsdóttir snýr aftur til lögreglunnar á Suðurnesjum eftir að hafa lokið starfi innleiðingarhóps og innleiðingu á nýju verklagi í heimilisofbeldi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 30. ágúst 2017 17:46
Alda Hrönn fær öll gögnin afhent Meðal gagna eru vitnaskýrslur yfir lögreglumönnum, afrit af framburðarskýrslu hennar og öll rannsóknargögn málsins. 6. mars 2017 15:46
Snýr við ákvörðun um að fella niður mál á hendur Öldu Hrönn Settur ríkissaksóknari telur að lögreglufulltrúi, sem aðstoðaði settan héraðssaksóknara við málið, hafi verið vanhæfur vegna ummæla sem hann lét falla um Öldu Hrönn á Facebook. 30. janúar 2017 19:05