Jeep selst 17 sinnum betur en Chevrolet í Japan Finnur Thorlacius skrifar 6. október 2017 15:00 Jeep Cherokee. Söluárangur Jeep um allan heim er glæstur á undanförnum árum og þar er hinn erfiði markaður í Japan ekki undanskilinn. Ekki einungis er Jeep söluhæsta bandaríska bílamerkið í Japan, heldur selur Jeep t.d. 17 sinnum fleiri bíla en Chevrolet þar í landi. Jeep hefur verið á meðal 10 söluhæstu erlendu bílamerkjunum í Japan á undanförnum árum og á fyrri helmingi þessa árs var Jeep í 7. sæti, aðallega á eftir evrópskum bílamerkjum. Sala Jeep jókst um 6,9% á þessum fyrri helmingi ársins og ágúst var metmánuður hjá Jeep í Japan, en þá seldust 6.344 bílar. Góð sala Jeep í Japan helst reyndar í hendur við mikla fjölgun söluumboða, sem hafa farið úr 52 árið 2010 í 82 nú. Fjármagn til auglýsinga hjá Jeep í Japan hefur einnig verið tvöfaldað á síðustu 7 árum. Bandarískir bílar hafa ekki verið þekktir fyrir gæði og lága bilanatíðni og það líkar Japönum ekki vel, en svo virðist sem ímynd Jeep sé á annan veg en með önnur bandarísk bílafyrirtæki og því slær Jeep þeim svo rækilega við. Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent
Söluárangur Jeep um allan heim er glæstur á undanförnum árum og þar er hinn erfiði markaður í Japan ekki undanskilinn. Ekki einungis er Jeep söluhæsta bandaríska bílamerkið í Japan, heldur selur Jeep t.d. 17 sinnum fleiri bíla en Chevrolet þar í landi. Jeep hefur verið á meðal 10 söluhæstu erlendu bílamerkjunum í Japan á undanförnum árum og á fyrri helmingi þessa árs var Jeep í 7. sæti, aðallega á eftir evrópskum bílamerkjum. Sala Jeep jókst um 6,9% á þessum fyrri helmingi ársins og ágúst var metmánuður hjá Jeep í Japan, en þá seldust 6.344 bílar. Góð sala Jeep í Japan helst reyndar í hendur við mikla fjölgun söluumboða, sem hafa farið úr 52 árið 2010 í 82 nú. Fjármagn til auglýsinga hjá Jeep í Japan hefur einnig verið tvöfaldað á síðustu 7 árum. Bandarískir bílar hafa ekki verið þekktir fyrir gæði og lága bilanatíðni og það líkar Japönum ekki vel, en svo virðist sem ímynd Jeep sé á annan veg en með önnur bandarísk bílafyrirtæki og því slær Jeep þeim svo rækilega við.
Mest lesið „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Flestir starfsmenn USAid sendir í leyfi og 2.000 störf lögð niður Erlent Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Íhaldsmenn sigruðu en öfgahægrið náði sögulegum árangri Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent