FME sektar Klettar Capital um 2,5 milljónir króna Hörður Ægisson skrifar 4. október 2017 16:42 FME kallaði eftir upplýsingum um starfsemi Kletta eftir að Markaðurinn birti frétt í ársbyrjun 2017 þar sem sagði að félagið annaðist eignastýringu. vísir/vilhelm Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað félagið Klettar Capital ehf., sem var stofnað í árslok 2016, um 2,5 milljónir króna fyrir að hafa stundað fjármálastarfsemi án tilskilins starfsleyfis. Í tilkynningu FME segir að félagið hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki „með því að hafa móttekið og miðlað fyrirmælum um einn eða fleiri fjármálagerninga án þess að hafa til þess starfsleyfi.“ Fjármálaeftirlitið segist hafa kallað eftir upplýsingum um starfsemi Kletta Capital eftir að Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, birti frétt í ársbyrjun 2017 þar sem „meðal annars var fullyrt að félagið annaðist eignastýringu,“ eins og segir í tilkynningunni. FME féllst ekki á þau rök Kletta að þar sem félagið hafi aflað umboða frá viðskiptavinum hafi það mátt veita þjónustu, sem fólst í að kaupa og selja skráð hlutabréf í skammtímasjóðum fyrir einstaklinga og lögaðila í 27 skipti, án starfsleyfis. „Fjármálaeftirlitið benti á að hvergi í lögum um fjármálafyrirtæki væri að finna ákvæði í þá átt að handhafar umboða til viðskipta væru undanþegnir því að sækja um starfsleyfi ef þeir móttaka og miðla fyrirmælum. Fengi það auk þess vart staðist að félög gætu komist hjá því að sækja um starfsleyfi með því að afla umboða frá öllum sínum viðskiptavinum,“ segir í tilkynningu FME. Klettar Capital var stofnað í sameiningu af Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni, fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka, og Sigurði Hreiðari Jónssyni, sem þá hafði síðast verið verðbréfamiðlari Kviku banka. Sigurður Hreiðar hætti hins vegar nokkrum mánuðum síðar störfum hjá Klettar Capital og var ráðinn verðbréfamiðlari í markaðsviðskiptum hjá Íslenskum verðbréfum. Við ákvörðun sektarfjárhæðar segist FME hafa litið til þess að fjármálastarfsemi sem er stunduð án tilskilins leyfis feli að jafnaði í sér alvarlegt brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki enda kunni „réttarvernd fjárfesta þar með að fara forgörðum.“ Á meðal þess sem horft var til við hækkunar sektarinnar var að félagið hafði opnað vefsíðu þar sem ýjað var að því að þjónustan væri veitt í samstarfi við þekkta eftirlitsskilda aðila og eins að forsvarsmenn Kletta Capital hefðu langa reynslu af störfum á fjármálamörkuðum. Þeir hafi því átt að gera sér grein fyrir því að um leyfisskylda starfsemi var um að ræða. Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira
Fjármálaeftirlitið (FME) hefur sektað félagið Klettar Capital ehf., sem var stofnað í árslok 2016, um 2,5 milljónir króna fyrir að hafa stundað fjármálastarfsemi án tilskilins starfsleyfis. Í tilkynningu FME segir að félagið hafi brotið gegn lögum um fjármálafyrirtæki „með því að hafa móttekið og miðlað fyrirmælum um einn eða fleiri fjármálagerninga án þess að hafa til þess starfsleyfi.“ Fjármálaeftirlitið segist hafa kallað eftir upplýsingum um starfsemi Kletta Capital eftir að Markaðurinn, fylgirit Fréttablaðsins um viðskipti og efnahagsmál, birti frétt í ársbyrjun 2017 þar sem „meðal annars var fullyrt að félagið annaðist eignastýringu,“ eins og segir í tilkynningunni. FME féllst ekki á þau rök Kletta að þar sem félagið hafi aflað umboða frá viðskiptavinum hafi það mátt veita þjónustu, sem fólst í að kaupa og selja skráð hlutabréf í skammtímasjóðum fyrir einstaklinga og lögaðila í 27 skipti, án starfsleyfis. „Fjármálaeftirlitið benti á að hvergi í lögum um fjármálafyrirtæki væri að finna ákvæði í þá átt að handhafar umboða til viðskipta væru undanþegnir því að sækja um starfsleyfi ef þeir móttaka og miðla fyrirmælum. Fengi það auk þess vart staðist að félög gætu komist hjá því að sækja um starfsleyfi með því að afla umboða frá öllum sínum viðskiptavinum,“ segir í tilkynningu FME. Klettar Capital var stofnað í sameiningu af Jóni Gunnari Sæmundsen og Jónasi Guðmundssyni, fyrrverandi starfsmönnum Íslandsbanka, og Sigurði Hreiðari Jónssyni, sem þá hafði síðast verið verðbréfamiðlari Kviku banka. Sigurður Hreiðar hætti hins vegar nokkrum mánuðum síðar störfum hjá Klettar Capital og var ráðinn verðbréfamiðlari í markaðsviðskiptum hjá Íslenskum verðbréfum. Við ákvörðun sektarfjárhæðar segist FME hafa litið til þess að fjármálastarfsemi sem er stunduð án tilskilins leyfis feli að jafnaði í sér alvarlegt brot gegn lögum um fjármálafyrirtæki enda kunni „réttarvernd fjárfesta þar með að fara forgörðum.“ Á meðal þess sem horft var til við hækkunar sektarinnar var að félagið hafði opnað vefsíðu þar sem ýjað var að því að þjónustan væri veitt í samstarfi við þekkta eftirlitsskilda aðila og eins að forsvarsmenn Kletta Capital hefðu langa reynslu af störfum á fjármálamörkuðum. Þeir hafi því átt að gera sér grein fyrir því að um leyfisskylda starfsemi var um að ræða.
Mest lesið Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Viðskipti innlent Búinn að fá sig fullsaddan af þjónustunni hjá Wolt Neytendur Dældi dísil á bensínbíl en fær kostnaðinn endurgreiddan Neytendur „Er nú rétt að jafna mig á slæmu Wham! blæti“ Atvinnulíf Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Viðskipti innlent Play sé ekki að fara á hausinn Viðskipti innlent Sýnishornið of ólíkt borðplötunni sem skilaði sér heim Neytendur Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Viðskipti innlent Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Viðskipti innlent Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Yrði fljótt kvíðinn með aleiguna í Bitcoin Kormákur og Skjöldur yfirgefa Leifsstöð Egill Örn inn fyrir Stefán hjá Solid Clouds Nýtti glugga þegar hann opnaðist og þurfti ekki að kaupa fyrirtækið til baka Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Sjá meira